Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 30

Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 30
Er fjölskyldan í Ásatrúarfélaginu? Mamma er í Ásatrúarfélaginu og pabbi minn líka. Þau eltu mig eigin- lega í félagið þannig að það má segja að ég hafi eiginlega ráðið trúmál- um þeirra. Oftast er þetta kannski þannig að krakkar elta foreldrana eða annað ættfólk þegar þeir velja trú en þetta var eiginlega öfugt hjá mér. Takið þið virkan þátt? Já. Ég fór nátt- úrulega í fræðslu allan síðasta vetur og hef farið á opið hús en ég er ekki enn búinn að fara á blót. Ég ætlaði á eitt blót um daginn en það var meira fullorðinsblót. Næst langar mig á Sigurblót sem verður á sumardag- inn fyrsta. Svo er líka haldið blót á Þingvöllum á sumrin. Hvað heillar við þessa trú? Sögurnar á bak við ásatrúna eru mjög spenn- andi. Goðafræðin og allt það. Mér finnst sögurnar af goðunum miklu skemmtilegri en til dæmis sögurn- ar í kristnu trúnni. Af hverju ákvaðstu að taka siðmál- um að ásatrúarsið? Fyrst vissi ég bara að ég myndi ekki vilja fermast og vera kristinn. Þannig að ég fór að hugsa um alls konar trúarbrögð og fannst Ásatrúarfélagið svo osom. Ég vissi ekki að það væri til trú um þessar sögur sem ég var oft búinn að heyra um síðan ég var lítill. Ég vissi strax að þetta væri fyrir mig. Ég vissi það bara um leið og ég vissi að Ásatrúarfélagið væri til. Hvað lærðir þú í fræðslunni? Mjög mikið. Mest lærðum við í Háva- málum, þar lærir maður hvernig maður á að haga sér og tala, hvern- ig vinur maður á að vera, hvernig vini maður á að velja sér. Hvernig maður á að vera til staðar. Hvern- ig kurteisi er. Hvernig maður getur verið glaður í lífinu og bara hvernig góður einstaklingur á að vera. Það var líka farið yfir hvernig maður notar heiðinn sið í nútímanum þótt til dæmis Hávamál séu mjög gömul frá tíma þar sem margt var öðruvísi þá er alveg hægt að nota reglurnar í Hávamálum í nútímanum. Hvar fór athöfnin fram og hver fram- kvæmdi hana? Það er nóg pláss í kringum húsið heima þannig að við vorum bara bak við hús. Jó- hanna Harðardóttir Kjalnesinga- goði stjórnaði athöfninni. Voru margir gestir? Það voru held ég eitthvað fleiri en fjörutíu. Margir í fjölskyldunni eiga heima fyrir norðan en það var samt mjög passlegt fyrir húsið okkar. Getur þú lýst aðeins stemningunni í athöfninni? Ég veit ekki alveg hvernig á að útskýra það. Hún var bæði skrýtin og góð og mér leið alveg hárrétt í athöfninni. Eins og þetta væri rétt skref hjá mér. Það var eldur í athöfninni og goð- inn hélt mjög flotta ræðu fyrir mig og hrósaði mér mjög mikið. Afi hélt líka ræðu og svo las ég uppá- haldserindin mín í Hávamálum. Þau snúast um vináttu. Hér fyrir neðan eru uppáhaldserindin mín. Allir drukku svo mjöð úr horni og skáluðu fyrir mér og goðunum. 43. Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. 44. Veistu, ef þú vin átt, þann er þú vel trúir, og vilt þú af honum gott geta, geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. Hvað var boðið upp á í veislunni? Við vorum með fiskisúpu og brauð og alls konar kökur. Hvað stendur upp úr þegar þú hugsar til baka? Ég var búinn að kvíða fyrir athöfninni og var hræddur um að klúðra því að flytja erindin úr Hávamálum. En það gekk alveg hrikalega vel þannig að ég var mjög ánægður með það. Svona ásatrúarathöfn er allt öðruvísi en að fara í kirkju. Ég get aldrei munað hvað gerist í kirkjum en ég mun aldrei gleyma þessari athöfn og ég held að gest- irnir mínir gleymi henni ekki heldur. Svo stendur líka upp úr á þessum degi að fjölskyldurnar mínar komu saman og voru allan daginn með mér og fyrir mig. solveig@365.is Vissi að þetta væri rétt skref Davíð Jónsson, nemandi í 9. bekk í Hagaskóla, tók siðmálum að heiðnum sið ásatrúar síðastliðið haust. Hann heillaðist af goðafræðinni og vissi um leið og hann kynnti sér ásatrúna að þetta væri eitthvað fyrir sig. Athöfnin fór fram við heimili Davíðs á Seltjarnarnesinu. Davíð las uppáhaldserindin sín úr Hávamálum. MynD/PHotograPHer.is/geirix Jóhanna Harðardóttir Kjalnesingagoði stjórnaði athöfninni. MynD/PHotograPHer.is/geirix Maður lærir hvernig maður á að haga sér og tala, hvernig vinur maður á að vera, hvernig vini maður á að velja sér. Davíð Jónsson Heitir brauðréttir ganga undir gælunafninu „fermingarréttir“ því þeir hafa einfaldlega þótt ómiss- andi á fermingarborðið í áraraðir. Þessi uppskrift er fengin af vefn- um Eldhússögur og fær bragðlauk- ana til að taka á sprett. BrAuðréTTur í EldfösTu móTi 250 g sveppir 1 búnt ferskt brokkolí 1 stk. stór, rauð paprika 1 blaðlaukur ca. 200 g skinka, skorin í strimla 1 piparostur, skorinn í litla bita 1 brieostur eða camembert, rifinn niður 1-2 pelar rjómi Smjör Grænmetiskraftur 1-2 teningar kryddblanda, t.d. Best á allt eða Töfrakryddið frá Pottagöldrum BrAuð: ca. 2/3 af heimilisbrauði Hunangs dijon-sinnep Rifinn ostur l Búið til samlokur úr brauð- inu, smurðar með dijon-sinnepi, gætið þess að nota ekki of mikið af sinnepinu. Skerið skorpuna af (má halda henni) og rífið samlok- urnar eða skerið í litla ferninga. Setjið brauðið í botninn á eld- föstu smurðu móti. Skerið sveppi, papriku, brokkólí og púrrulauk í litla bita og steikið ásamt skink- unni í smjöri á pönnu. Bætið pipar ostinum, brie-ostinum og grænmetiskraftinum út í, kryddið og látið ostinn bráðna. l Rjóminn er settur út í að síðustu og athugið að sósan á að vera þunn. Hellið sósunni yfir brauð- ið og stráið rifnum osti yfir. Bakið í ofni við 200 gráður í 15-20 mín- útur eða þar til osturinn er orðinn gullinbrúnn. Þessi uppskrift pass- ar í mjög stórt eldfast form eða tvö minni. eldhussogur.is sígildur brauðréttur fyrir ferminguna Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur - vinna með þér Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað Fyrir ferminguna og önnur hátíðleg tækifæri – servíettur, dúkar, yfirdúkar og kerti í miklu úrvali 24/7 RV.is Sjáðu allt úrvalið á RV.is ferMing Kynningarblað 23. febrúar 201614

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.