Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.02.2016, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 23.02.2016, Qupperneq 32
ferming Kynningarblað 23. febrúar 201616 Sigrún segist muna nokkuð vel eftir þess­ um degi. „Við fengum fermingarfræðslu og maður var stundum stressaður yfir ritningarorðum sem þurfti að læra utan­ bókar. Ég man að ég átti að standa fremst í röðinni af því að ég var minnst í hópn­ um. Ætli ég hafi ekki verið fegin þegar ég var búin að fara með mín ritningarorð, maður var með svolítinn hjartslátt,“ rifj­ ar hún upp. „Ég fékk mjög fallegan kjól, svolítið hippalegan. Hann var síður með suður­ amerísku mynstri í brúnum og appel­ sínugulum hippalitum. Skórnir voru úr rúskinni með háum botni sem var mjög fínt. Ég vildi alls ekki vera með uppsett hár með slöngulokkum eins og flestar fermingarstúlkur á þessum tíma. Kaus að hafa hárið slegið og ekkert hárlakk, takk. Mamma greiddi mér og skreytti með hvítri nelliku. Fermingarmyndin mín er því ekkert dramatísk. Veislan var haldin í sal hjá Útvegs­ bankanum. Boðið var í hádegisverð, heit­ an mat með öllu tilheyrandi. Þá fékk ég í fyrsta skipti að sitja við háborð. Sett var upp leiksýning, leikrit eftir mömmu, sem hét: Mér er sama þótt einhver hlæi að mér. Leikritið fjallaði um tröllastelpu sem var út undan í lífinu. Mamma lék stelpuna og stjúpfaðir minn lék með henni,“ segir Sig­ rún Edda en eins og flestir vita er Guðrún Ásmundsdóttir leikkona móðir hennar en hún var gift Kjartani Ragnarssyni leikara á þessum tíma. Faðir minn, Björn Björnsson, var bú­ settur í Bandaríkjunum. Hann gaf mér ákaflega eftirminnilega gjöf sem var Sony útvarps­ og snældutæki. Þá gat ég tekið upp Lög unga fólksins beint úr útvarpinu. Þetta var mjög nýstárlega græja. Tækið var úr plasti og einn sólardag bráðn­ aði bakið á því í glugganum í herberginu mínu. Síðan fékk ég úr og skrifborð frá mömmu. Ég fékk líka þrjú bjútíbox sem þá voru í tísku. Þau átti ég lengi en notaði ekki neitt. Auk þessa fékk ég Passíusálm­ ana með gylltri nafnáletrun sem ég á enn, þrjá hringi og rúbínkross. Peningagjöfum eyddi ég í skvísuföt í Karna bæ,“ segir Sig­ rún Edda hlæjandi en hún man vel þennan dag þótt liðin séu nokkur ár. Sjálf er hún búin að ferma bæði börnin sín. „Ég smit­ aðist örugglega af veislugleði mömmu. Önnur fermingin var úti í Viðey og hin var í veislusal við höfnina þar sem Harpa stendur núna. Báðar mjög vel heppnaðar með eftirminnilegum skemmtiatriðum.“ elin@365.is mamma setti upp leiksýningu Sigrún edda Björnsdóttir leikkona á góðar minningar frá fermingardeginum. Hún fermdist í Neskirkju hjá séra Frank M. Halldórssyni, 22. apríl 1972, og segist eiga góðar minningar frá þeim degi. Hún minnist sérstaklega nútímalegrar græju sem var útvarps- og snældutæki. Sigrún edda í hippakjólnum ásamt bróður sínum, Leifi. falleg fermingarmynd og ekkert dramatísk, eins og Sigrún edda segir. Sigrún edda Björnsdóttir fermdist í neskirkju í apríl 1972. Hún á góðar minningar frá deginum. mYnD/ernir Skinkuhorn og pítsasnúðar eru tilvaldir á fermingarborðið, sér í lagi fyrir börnin. Hér eru tvær góðar uppskriftir. Skinkuhorn 100 g smjör 900 g hveiti 60 g sykur ½ tsk. salt ½ lítri mjólk 1 bréf þurrger (ca. 12 g) 1 egg til að pensla hornin með (líka hægt að nota mjólk) Fylling 2 pakkar skinkumyrja Smjörið brætt og mjólk- in sett saman við, bland- an á að vera um 35°C heit. Blandið geri og sykri saman við, pískið létt saman. Látið standa í 10 mín. Hveiti bætt við og allt hnoð- að saman þar til deigið er slétt og samfellt. Látið deigið lyfta sér undir rökum klút í 45 mínútur. Deiginu er skipt upp í nokkrar minni eining- ar. Hver eining er flött út í hring, smurð með skinkumyrju, skor- in í geira, til dæmis með pítsa- hníf, og hverjum geira rúllað upp frá breiðari endanum. Hornun- um er raðað á bökunarplötu og þau pensluð með eggi. Það er gott að leyfa hornunum að lyfta sér í 15-20 mínútur áður en þau eru sett í ofninn. Bakið við 225 gráður í 8-10 mín- útur. Uppskriftin er fengin af vefsíð- unni eldhussogur.com PítSaSnúðar 200 g smjör 6 dl mjólk 1 poki þurrger 4 tsk. sykur 2 tsk. salt 1 kg hveiti Um 200 g skinka Um 200 g salamí Um 300 g rifinn ostur ½–1 flaska pítsasósa 2 msk. þurrkað óreganó 1 pískað egg til að penslunar Bræðið smjör- ið og bætið mjólkinni út í. Hitið að ca. 42°C. Blandið þurrgerinu saman við þurrefn- in í hrærivélarskál, bætið vökvanum saman við og hnoðið þar til deigið verður slétt og kekkja- laust. Hefist undir plastfilmu í ca. 40 mínútur. Deigið er tekið úr skálinni og hnoð- að aðeins á borðplötu. Því er síðan skipt í tvennt. Fletjið út deigið í ca. 20 x 30 cm ferninga. Raðið pítsasósu og því áleggi sem þið kjósið á ferning- ana og rúllið svo þétt upp. Skerið hverja rúllu í 15 bita (ca. 2 cm þykka). Leggið snúðana á smjörpappírsklædda ofnplötu og látið hefast í 20 mínútur. Penslið hvern snúð með písk- uðu eggi og stráið óreganó yfir. Steikið snúðana við 225°C í 12-15 mínútur. Uppskriftin er fengin af ljufa- lif.com horn og Snúðar Skinkuhorn Pítsasnúðar Faxafen 8 • Sími 567 9585 • www.storkaup.is • storkaup@storkaup.is Almondy Caramel&Peanuts 1kg 12 sneiðar 2.775kr/stk Allt fyrir veisluna Stórkaup býður upp á fjölbreytt úrval af tilbúnum réttum á veisluborðið. Einfalt að bera fram!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.