Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 36

Fréttablaðið - 23.02.2016, Side 36
 Eftir veisluna munum við fjölskyldan ganga frá eftir okkur og fara svo heim og eiga kósístund við að opna pakkana. Ég veit eigin- lega ekki hvort ég hlakka meira til þess eða veisl- unnar. Margrét Nína Geirsdóttir fErming Kynningarblað 23. febrúar 201620 Leó már Jónsson er ekki stressaður fyrir fermingardeginum og fjölskyldan hefur ekki verið að stressa sig mikið í undirbúningnum fyrir athöfnina og veisluna. Leó Már fermist borgaralegri fermingu hjá Siðmennt þann 24. apríl næstkomandi. Hvar verður veislan haldin? Hún verður haldin í sal í fyrirtæki sem foreldrar mínir eiga í Hlíðasmára í Kópavogi. Hvernig verður veislan? Hún verð- ur frekar hefðbundin kaffitíma- veisla og bjóðum við upp á kökur og gúmmelaði. Einnig verða kannski skemmtiatriði og leikir. Mamma og pabbi eru frekar hress. Koma margir í veisluna? Ég veit það ekki, sirka fimmtíu til sjötíu manns ef börnin eru talin með. Frænkur mínar eiga frekar mörg börn. Verða skemmtiatriði? Já, ég held það. Litla systir mín hefur allavega ýjað að því að hún verði með atriði, svo er aldrei að vita hvað foreldr- ar mínir gera. Í hverju langar þig að fermast? Ég fermist kannski í jakkafötum, þetta er enn á umræðustigi en mig langar helst að fötin sem ég verð í séu þægileg. Hvað langar þig í í fermingargjöf? Mig langar í Playstation 4 eða svif- bretti (hover board). Hvernig hefur fermingarfræðsl- an verið? Áhugaverð og öðruvísi og mun skemmtilegri en skólinn. Við erum að læra um rökhugsun, heimspeki, fordóma, ýmislegt um samfélagið og ákvarðanir. Virki- lega áhugavert. Tekurðu þátt í undirbúningnum fyrir ferminguna? Eiginlega ekki, móðir mín sér mest um það allt saman. Hún er samt nýbúin að eignast barn og var bara að byrja. Vin- konur hennar ætla að baka ferm- ingarköku en þær fóru á köku- gerðarnámskeið og ætla að hjálpa mömmu. Hvernig var undirbúningurinn? Bara frekar lítill, við erum frek- ar róleg fjölskylda. Ertu stressaður fyrir stóra degin- um? Nei, það er ég ekki, mér finnst þetta bara svona eins og afmæli eða hátíð. Af hverju ætlarðu að fermast? Því mér finnst þetta mjög áhugavert það sem er verið að gera í borg- aralegri fermingu, ég kynnti mér starfið vel áður en ég tók ákvörð- unina og vildi slá til. Vill helst fermast í þægilegum fötum Leó már er ekki enn búinn að finna fermingarfötin en hann langar að vera í einhverju þægilegu. mYnD/AnTOn BrinK „Hið danska og skandinavíska smurbrauð hefur notið sívaxandi vinsælda á síðustu árum og skyldi engan undra, enda er þar um létta og gómsæta máltíð að ræða sem hentar við flest tækifæri,“ segir Þuríður Davíðsdóttir, smurbrauðs- dama hjá Brauðbæ. Brauðbær er í dag starfræktur sem veisluþjónusta og býður upp á smurbrauð og snittur af ýmsum toga, ásamt því að bjóða upp á al- menna veisluþjónustu sem að getur skaffað allt milli himins og jarðar fyrir hvaða veislu sem er. „Kokteilsnitturnar henta til dæmis vel í kokteilboðin, en stærð- in á þeim miðast við einn munn- bita. Kaffisnittur eru eilítið matar- meiri, en þær er gert ráð fyrir að fólk borði með gaffli og henta því betur í boð þar sem gestum standa sæti til boða,“ lýsir Þuríður. Loks býður Brauðbær upp á klassískt smurbrauð, í hálfum og heilum sneiðum, sem hentar vel fyrir hádegisverð eða kvöldverð þar sem setið er til borðs. „Í smur- brauðinu er að sjálfsögðu hægt að fá klassískt smurbrauðsálegg, sem allir Íslendingar þekkja, eins og rauðsprettufillet með remúlaði, en ýmislegt annað gómsætt er í boði. þar má nefna kjúklingabringu með beikoni og sveppum, reyktan lax með eggjasalati og grænum aspas og roastbeef með steiktum lauk og asíum,“ segir Þuríður sem ráð- leggur gjarnan viðskiptavinum um hvaða magn og hvers slags snitt- ur henta hverju tækifæri og hvers kyns veislum. nánari upplýsingar er að finna á www.braudbaer.is Skandinavísk veisla Smurbrauðsstofan Brauðbær er Íslendingum að góðu kunn, en hún hefur verið starfrækt á Hótel Óðinsvéum frá árinu 1964. Tilvalið er að panta gómsætar snittur í fermingarveisluna enda úrvalið fjölbreytt og skemmtilegt. girnilegir réttir frá Brauðbæ í skandinavískum stíl. mYnD/AnTOn BrinK Smurbrauðsdaman Þuríður Davíðs- dóttir. Margrét Nína var strax ákveðin í að fermast í kirkju. „Mig langaði að hafa kirkjulega athöfn. Þá hafa eiginlega flestir í fjölskyldunni minni fermst í kirkju.“ Aðspurð segist hún mátulega trúuð. „Mér hefur allavega þótt gaman í fermingarfræðslunni. Við höfum gert alls kyns verkefni, fræðst um kirkjuna og orgelið og fengið fræðslu um hvernig Biblí- an kemur fyrir í kvikmyndum og tónlistarmyndböndum svo dæmi séu nefnd.“ Fermingarbörn í Hallgríms- kirkju mæta að jafnaði í messu einu sinni í mánuði og hefur Mar- grét Nína mætt samviskusamlega í nær allar messur. Aðspurð segir hún það fínt. „Ég verð þó stundum svolítið þreytt en við fáum alltaf hressingu í fræðslunni á eftir.“ Í síðustu fræðslu valdi Margét Nína vers til að fara með í fermingar- athöfninni. „Við fengum lista með versum og máttum velja það sem höfðaði til okkar. Ég valdi: Þér eruð vinir mínir ef þið gjörið það sem ég býð yður.“ Margrét Nína verður með veislu á Grand Hóteli og er undirbún- ingurinn fyrir hana kominn vel á veg. „Við erum búin að bjóða um 60-70 manns og ætlum að vera með kökur og smárétti. Eftir veisluna munum við fjölskyldan ganga frá eftir okkur og fara svo heim og eiga kósístund við að opna pakk- ana. Ég veit eiginlega ekki hvort ég hlakka meira til þess eða veisl- unnar,“ segir Margrét Nína og hlær. En hvað er helst á óskalist- anum? „Ég held að það sé nú bara þetta vanalega; peningar og tölva en annars er ég ánægð með allt.“ Margrét Nína lét sauma á sig kjól í Kjólum & konfekti og er virkilega ánægð með útkomuna. „Hann er svartur í grunninn með kremaðri blúndu yfir. Svo verð ég í svörtum hælaskóm úr Maníu við.“ Hárgreiðslan er ekki alveg ákveð- in en prufugreiðslan er á næsta leiti. „Mig langar að vera með ein- hverjar fléttur en líka liði. Við sjáum bara til hvað verður.“ Fermingarfræðslan í Hall- grímskirkju hefur verið með nýju sniði í ár. Að sögn sr. Irmu Sjafn- ar Óskarsdóttur hefur verið lögð áhersla á að skapa rými fyrir sam- fund unglinganna, Guðs og kirkj- unnar. „Að draga fram það já- kvæða og styrkja sjálfstraust þeirra og samstöðu með sjálfum sér – líka á hinu trúarlega sviði. Ég held að það hafi bara tekist vel til.“ vera@365.is Spennt fyrir stóra deginum Margrét Nína Geirsdóttir fermist í Hallgrímskirkju 3. apríl næstkomandi og hefur mætt í nær allar fermingarmessur hingað til. Veislan verður á Grand Hóteli og er undirbúningur kominn vel af stað. Fermingarkjóllinn er úr Kjólum & konfekti og er þegar kominn í hús. margrét nína lét sauma kjólinn í Kjólum & konfekti. mYnD/AnTOn BrinK

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.