Fréttablaðið - 23.02.2016, Síða 44
Pabbi er einhver almesti listamaður sem ég
þekki. Hann tók sig til og skar göt í hvít Duni-
kerti sem hann límdi semelíusteina í. Hann kom þeim
svo fyrir úti um allan sal sem glitraði eftir því.
Greta Salóme Stefánsdóttir
ferming Kynningarblað
23. febrúar 201628
Eurovision-farinn Greta Salóme
Stefánsdóttir fermdist í Lága-
fellskirkju 20. apríl árið 2000.
Veislan var haldin í KFUM og
KFUK salnum að Holtavegi. Dag-
urinn er henni
enn í fersku
minni. „Það
var bjart
og fallegt veður og ég var svo heppin
að foreldrar mínir lögðu
svakalega mikið upp úr
því að gera alla umgjörðina
sem fallegasta.“
Faðir Gretu
Salóme er
bygg-
ingameist-
ari og með ein-
dæmum hand-
laginn. „Hann
er einhver almesti
listamaður sem ég
þekki. Hann tók sig til og
skar göt í hvít Duni-kerti sem
hann límdi semelíusteina í.
Hann kom þeim svo fyrir
úti um allan sal sem glitraði
eftir því,“ rifjar Greta upp.
Móðir hennar hefur ekki
síður næmt auga og var búin að
dreifa rósablöðum á jarðdúk við
innganginn. „Aðkoman var því
stórkostleg,“ lýsir Greta Salóme.
„Þá smíðaði pabbi sandblásið
kertaaltari og letraði fermingar-
daginn og fermingarversið mitt
á hann, sem kom mjög vel út.“
Greta segir undirbúning ferm-
ingarinnar ekki síður hafa verið
eftirminnilegan enda átti fjöl-
skyldan margar góðar samveru-
stundir við föndur og skipulagn-
ingu í aðdraganda hennar. Greta
Salóme fékk fiðlu í fermingar-
gjöf sem var án efa eftirminni-
legasta gjöfin. „Hún fullkomnaði
daginn.“
Í veislunni voru aðallega
kökur. Greta Salóme var í hvít-
um skósíðum blúndukjól með haf-
meyjusniði úr Cosmo með hárið
hálfuppsett. „Mér fannst kjóllinn
mjög fallegur á sínum tíma en er
ekki viss um að ég hefði fallið
fyrir honum í dag.“ vera@365.is
foreldrarnir lögðu
mikið í umgjörðina
Greta Salóme Stefánsdóttir fékk fiðlu í fermingargjöf. Það var draumagjöfin.
greta Salóme fékk fiðlu í fermingargjöf.
50 bitar, maki
5.899
50 bitar, grænmetis
4.999
40 bitar, ekkert hrátt
5.499
50 bitar, maki, nigiri og sashimi
5.899
50 bitar, maki og nigiri
5.899
Veislubakka þarf að panta með dags fyrirvara í síma 563 5225 eða senda tölvupóst á origamisushi@origamisushi.is
VEISLUBAKKAR
Karamellupopp er sniðugt snakk
í fermingarveisluna, bæði finnst
flestum það bragðgott og svo er
það fallegt á veisluborðið. Á vef-
síðunni Endless Appetizers má
finna þessa góðu uppskrift að
karamellupoppi sem er frekar
einföld.
14 bollar af poppuðu
poppkorni
1 bolli jarðhnetur eða
kasjúhnetur (ef vill)
½ bolli smjör
1 bolli púðursykur
¼ bolli ljóst síróp
½ tsk. salt
½ tsk. vanilluextrakt
½ matarsódi
l Hitið ofninn í 120°C. Setjið
poppið í mjög stóra skál. Hafið
hneturnar tilbúnar í annarri
skál nærri poppskálinni. Setjið
til hliðar.
l Breiðið út örk af álpappír
á ofnplötu og aðra af
bökunarpappír á borð.
l Blandið saman á pönnu,
smjöri, púðursykri, sírópi
og salti. Hitið á meðalhita
að suðu, látið malla í fimm
mínútur og hrærið rólega og
stöðugt í á meðan. Takið af
hitanum og bætið við vanillu
og matarsóda, hrærið þar til
allt er alveg blandað saman.
l Hellið svo karamellunni
strax yfir poppkornið og hafið
hraðar hendur svo hún harðni
ekki. Þegar búið er að hella
karamellunni yfir (og áður en
farið er að hræra) stráið þá
hnetunum yfir karamelluna.
l Hrærið með trésleif þar til
allt er vel blandað.
l Hellið karamellupoppkorninu
á álpappírinn og dreifið vel
úr því. Bakið í ofni í hálftíma
en takið álpappírinn undan
poppinu eftir korter svo það
snúist.
l Takið poppið úr ofni, hellið
því á bökunarpappírinn
og látið kólna. Geymist í
loftþéttum umbúðum.
Karamellupopp
í veisluna
Karamellupopp er alltaf vinsælt hjá yngstu kynslóðinni.