Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 48
Ég fermdist árið 1996 og mínar fermingar-
myndir eru bara ofan í skúffu.
ferming Kynningarblað
23. febrúar 201632
„Það eru frekar léttar greiðslur
í gangi fyrir fermingarnar þetta
árið, líkt og undanfarin ár. Hjá
stelpunum eru litlar fléttur í hár
inu að koma inn sem skraut með
fram þessum stóru fléttum sem
hafa verið eða alveg í staðinn
fyrir þær. Einnig eru að koma
inn núna snúningar í hárinu,
sem ég man eftir að voru vin
sælir fyrir 17 árum,“ segir Rán
Reynisdóttir, hársnyrtimeistari
á Feima hárstofu.
„Stelpur eru mikið að safna
hári fyrir ferminguna, þó ein og
ein hafi hárið stutt. Strákarn
ir eru mjög herralegir núna og
mikið um klassískar herraklipp
ingar fyrir fermingarnar í ár.
Stutt í hliðum og hnakka en haft
síðara ofan á og í toppinn.
Ég held að fermingartískan í
ár muni eldast vel, það ætti ekki
að verða vandræðalegt að
skoða fermingarmynd
irnar eftir nokkur
ár. Ég fermdist
1996 og mínar
fermingar
myndir eru
bara geymd
ar ofan í
skúffu,“
segir hún
hlæjandi.
Rán fékk
Unni Arn
ette í stól
inn hjá sér og
útfærði eina
fermingargreiðslu
fyrir blaðið.
„Við byrjuðum á að
krulla allt hárið vel en skildum
hárið í hliðinni eftir og sléttuð
um það aðeins. Við greiddum
síðan aðeins úr öllum krull
unum til að mýkja
þær en greiðslan
er frekar létt.
Slétta hárið
var svo fest
upp í hlið
i n n i og
svo tengd
u m v ið
þrjár litl
ar flétt
ur þar við.
Að end
ingu notuð
um við lif
andi blóm sem
skraut.“
heida @365.is
fermingarmyndin mun eldast vel
Hárgreiðslan er gjarnan heilmikið mál á fermingardaginn. rán reynisdóttir hársnyrtimeistari segir létt yfirbragð einkenna fermingargreiðslurnar
í ár, stelpurnar safni hári og strákarnir velji klassískar herraklippingar, til dæmis í anda Justins Bieber. Hártískan í ár muni eldast vel á mynd.
rán reynisdóttir hársnyrtimeistari á feima hárstofu segir létt yfir fermingar-
greiðslunum í ár. mynd/anton brinK
fyrsta skref er að krulla allt hárið og greiða svo í gegnum það til
að mýkja liðina.
Hárið í annarri hliðinni er sléttað og svo fest upp. Þrjár litlar fléttur leggjast yfir hárið og setja svip á greiðsluna.
fermingargreiðsla strákanna í ár er í
líkingu við kollinn á Justin bieber.
nordic pHotos/getty
1 2 3