Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 51

Fréttablaðið - 23.02.2016, Page 51
Hægt er að skreyta tertur á mismunandi hátt. Það er mjög fallegt að klæða köku með hvítu súkkulaði. Ofan á kökuna má setja jarðarber sem dýft hefur verið í rautt súkk­ ulaði eða blátt eða hvaða annan lit sem er. Þá er hvítt súkkulaði brætt og örlitlum mat­ arlit bætt út í. Jarðarberjunum er dýft ofan í og þau eru síðan lögð varlega á bökunar­ pappír. Einnig má skreyta hvíta tertu með frönskum makkarónu kökum ásamt jarðar­ berjum og vínberjum. Þá má skreyta hvíta tertu með blómum eða stjörnum gerðum úr marsípani. Hvítur súkkulaðiglassúr fyrir tertu 3 plötur matarlím 1 ½ dl mjólk 37 g glúkósi 375 g hvítt súkkulaði Leggið matarlím í kalt vatn í fimm mínútur. Hitið upp mjólkina og glúkósa þar til suðan kemur upp. Takið af hita og setjið matarlímið saman við. Hrærið þar til allt er leyst upp. Hellið blöndunni yfir súkkulaðið og hrær­ ið með töfrasprota þar til blandan er létt og fín. Þegar glassúrinn þykknar er hægt að bera hann á kökuna. Síðan er hún skreytt fallega. TerTan skreyTT TM Innihald: • 1 pakki Betty Crocker vanillukökumix • 3 egg • 180 ml vatn • 90 ml olía • 400 g Betty Crocker vanillukrem • 50 g hvítt súkkulaði til að dýfa pinnunum í • 200 g hvítt súkkulaði til að hjúpa kökupinnana • Kökuskraut til að skreyta Aðferð: Eggjum, vatni og olíu er blandað saman við vanillukökumixið. Hrært vel saman í 2–3 mínútur. Deigið er sett í ferkantað bökunarmót 20×30 cm og bakað við 180°C í 22–27 mínútur. Þegar kakan er orðin köld er hún tekin í sundur og mulin niður í skál. Vanillukreminu er blandað saman við með gaffli. Blandan á að vera þannig að hún festist ekki við hendurnar en heldur ekki of þurr. Kúlur eru mótaðar, settar á smjörpappír og síðan í kæliskáp í 15–30 mínútur eða í frysti í 5 mínútur. Kúlurnar eru teknar út, endunum á pinnunum er dýft í súkkulaði og þeim stungið í miðjar kúlurnar. Kökupinnarnir eru kældir aftur í 5 mínútur. Súkkulaði er brætt yfir vatnsbaði og síðan notað til að hjúpa kökupinnana. Kökupinnarnir eru svo skreyttir með kökuskrautinu. Í flestum fermingarveislum hefur salurinn eða heimilið, hvort sem við á, verið skreytt í tilefni dags­ ins. Eins og margir hafa rekið sig á er ekki ókeypis að halda fermingar­ veislu þannig að til að spara aur­ inn er gott að nota eitthvað sem til er á heimilinu til að skreyta. Til dæmis má fara í geymsluna og ná í jólaseríurnar og hengja á veggi eða leggja á borð og tína til alla kerta­ stjaka á heimilinu, dreifa þeim á borð og tendra kertin. Einnig er sniðugt að nota eitt­ hvað úr herbergi fermingarbarns­ ins sem einkennir það til að skreyta með, bæði til að setja svip á veisl­ una og til að kynna söguhetjuna fyrir gestum veislunnar sem hafa mögulega ekki hitt barnið í tölu­ verðan tíma. Til dæmis mætti nota hljóðfæri, bolta eða ballettskó. Skrautið fundið heima Í fermingarveislum er mikilvægt að muna eftir minnstu munnunum sé börnum á annað borð boðið í veisl­ una. Sumir réttir á hefðbundnum fermingarveisluborðum eru ekki að skapi barna þannig að gott er að gera ráð fyrir tveimur eða þremur réttum sem þau gætu borðað. Hér er uppskrift að slíkum rétti, grillaðar samlokur með chutney. 12 sneiðar hvítt brauð 340 g ostur, skorinn í þunnar sneiðar 1 bolli ávaxta-chutney (til dæmis fíkju eða mangó) 2 msk. ósaltað smjör Útbúið sex samlokur með osti og chutney. Bræðið smjör á stórri pönnu á meðalhita og steikið sam­ lokurnar upp úr því þar til brauðið er orðið gullið og osturinn bráðn­ aður, í um það bil tvær til þrjár mínútur á hvorri hlið. Skerið sam­ lokurnar svo í ferninga og berið fram. Gómsætt fyrir börnin  Kynningarblað FerminG 23. febrúar 2016 35

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.