Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 ✝ Atli Eðvalds-son fæddist í Reykjavík 3. mars 1957. Hann lést á líknardeild Landspítalans 2. september 2019. Atli var sonur Eðvalds Hinriks- sonar og Sigríðar Bjarnadóttur. Hann var næst- yngstur fjögurra systkina, þeirra Bjarna, Jó- maki Ármann Viðar Sturlaugs- son, börn Atli Steinn, f. 2013, og Máni Steinn, f. 2017. Emil f. 1993, maki Hanna Sólbjört Ólafsdóttir. Atli og Steinunn útskrifuðust úr ÍKÍ árið 1980 og héldu að lokinni útskrift til Þýskalands þar sem Atli hóf farsælan at- vinnumannaferil sinn í knatt- spyrnu. Að loknum þeim ferli tók við þjálfaraferill sem náði ákveðnum hápunkti þegar hann tók við landsliði Íslands árið 1999. Útför Atla fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 12. septem- ber 2019, klukkan 11. hannesar og Önnu. Atli giftist Stein- unni Guðnadóttur 27. júní árið 1981 og eignaðist með henni fjögur börn. Þau eru: Egill, f. 1982, maki Björk Gunn- arsdóttir, börn Emil, f. 2014, og Leó, f. 2017. Sif, f. 1985, maki Björn Sig- urbjörnsson, barn Sólveig, f. 2015. Sara, f. 1991, „Elsku pabbi ... Hvar á ég að byrja? Alþjóð virðist vita um áhrif þín á knattspyrnuhreyfinguna innan vallar sem utan. Hún mótaði okk- ur börnin þín auðvitað einnig enda fylgdum við öll í fótspor þín á einn hátt eða annan. Að alast upp með aðra eins fyrirmynd er einstakt að mér skilst en gat á sama tíma ver- ið yfirþyrmandi. Ég t.d. taldi mér trú um að ég þyrfti að vera fremst- ur í öllu sem ég tók að mér til að geta átt möguleika á að feta í þín fótspor. Þér tókst með einni setn- ingu að fjarlægja alla þá óþarfa byrði af mér eftir einhvern ósigur inn á íþróttavellinum á 13. aldurs ári þegar þú sagðir við mig: „Ég elska þig sama hvort þú sigrar eða tapar, ef þú elskar ekki það sem þú ert að gera ertu á röngum velli.“ Þessi orð voru ákveðin þáttaskil í mínu lífi og 15 árum síð- ar þegar ég rifjaði upp þessa sögu með þér varst þú hissa, það sem þér þótti sjálfsagður hlutur hafði breytt svo miklu fyrir mig. Síðustu daga hef ég lítið annað fengið að heyra en sögur frá ótelj- andi aðilum sem þú snertir á svip- aðan máta. Afrek þín inni á íþróttavellinum eru ótvíræð í mínum huga en þinn stærsti sigur kom frá manngæsku þinni við að hvetja aðra. Leiðtogi hefur þú ávallt verið því þú hörf- aðir aldrei þegar á reyndi, en ástæða fyrir því að fólk fylgdi þér kom útfrá því að þú gafst þér tíma til að hlusta og gefa af þér. Þín arf- leifð verður því í mínum huga geta þín til að draga fram það besta í öðrum, á einn hátt eða annan ... Egill Atlason. Atli Eðvaldsson. Atli Eðvalds- son! Stærri manneskja og per- sónuleiki er vandfundinn. Ef mað- ur ætti að setja upp skala þá væri hann frá 0 upp í Atla Eðvaldsson. Egill Skallagríms og Jón Sigurðs- son væru einhvers staðar nálægt, en enginn þeirra skoraði fimm mörk í einum leik í Bundesligunni eða skoraði mark fyrir landsliðið strax daginn eftir. Ég var 7-8 ára pjakkur sem þvældist á landsliðsæfingu út á Valbjarnarvöll til að fá eigin- handaráritun frá þér, Geira Sigur- vins og Sigga Grétars, uppáhöld- unum mínum. Auðvitað gáfuð þið ykkur tíma. Tíminn líður, 18 árum seinna er ég á leið út á Nes í mat. Þú getur ekki ímyndað þér stressið. Fyrstu alvöru kynnin af verðandi tengda- pabba. Eins og þér einum var lag- ið þá tókst þú broddinn af þessu augnabliki, réttir fram kengbeygl- aðan spaðann, bauðst mig velkom- inn og spurðir hvort ég borðaði Dijon. Furðuleg opnunarspurning en ég er því feginn að hafa sagt já, þó að ég hafi aldrei smakkað það áður. Þetta kvöld opnaðist mér nýr heimur. 1) Vissi ég ekki að það væri hægt að tala svona mikið um fótbolta. 2) Vissi ekki heldur að ein manneskja gæti talað svona mikið, og það um fótbolta. 3) Var mér gert grein fyrir því hvernig ham- borgarar eiga að vera, McMikson- style. Árin liðu, heimsóknir á Lauga- veg voru tíðar hjá okkur Sif. Svo fluttir þú til Þýskalands til að elta draum þinn um hina æðstu menntun, Fußball Lehrer. Sá tími var enginn dans á rósum en þú varst tilbúinn að ganga í gegnum ýmislegt til að sitja við skipulagð- ar umræður um Fußball, 8 klst. á dag í 11 mánuði. Þú varst þegar í paradís hvað það varðaði. Við Sif áttum góða heimsókn þín til Düsseldorf, þar sem við snæddum saman Schweinshaxe und Kartoff- elknödeln og skoluðum því niður með Altbier. Þetta var þinn heimavöllur. Kaupmaðurinn á horninu var með veggspjald af þér uppi á vegg. Þetta var þín borg og það var yndislegt að fá að kynnast henni með þér. Fimm árum seinna varstu far- inn að venja komur þínar til okkar í Svíþjóð enda kominn með barna- barn á staðinn. Svo komu fréttirn- ar, ömurlegar fréttir sem þú tókst á við af hinu mesta æðruleysi. Þetta var verkefni sem þú ætlaðir að klára, leikur sem þú ætlaðir að sigra. Þú fluttir yfir til okkar og hjálpaðir til með Sólveigu, sólar- geislann þinn. Þú fórst í göngu- túra, gerðir endalaust af hnébeygjum, armbeygjum og upphífingum. Við spiluðum golf og orkan sem þú hafðir í að leika við Sólveigu var ótrúleg. Eltingaleikir milli „afa gamla“ og „bossanova baby“ voru tíðir og svo sóttirðu dömuna í leikskólann á hverjum degi. Við erum svo þakklát fyrir árið sem við áttum saman og minningarnar sem við sköpuðum saman. Sólveig gleymir því seint þegar Kobbi og Haddi komu í heimsókn og allt í einu voru þrír afar á svæðinu sem allir vildu fá að gefa henni ís. Þrír ísar á einu bretti! Nú er leikurinn búinn en ég veit að þú horfir stoltur um öxl, yfir eigin afrekum, börnunum og barnabörnunum. Elsku Atli minn, takk fyrir allt, samverustundirnar og hjálpina með Sólveigu. Við munum halda merki þínu og gildum á lofti um ókomna tíð. Þinn tengdasonur, Björn (Bjössi). Elsku tengdapabbi. Söknuður- inn og sorgin er mikil núna en á sama tíma er þakklætið svo mikið fyrir allt það sem þú skildir eftir þig. Þú hafðir einstakt lag á að sýna öðrum áhuga og láta þeim sem í kringum þig voru finnast þeir skipta máli. Þeir sem þig þekktu eru líklega sammála mér um það að þú hafðir stærsta og hlýjasta faðminn. Þú kenndir mér margt og er mér ofarlega í huga jákvæða viðhorfið sem þú hafðir til lífsins. Þú gast alltaf séð já- kvæðu hliðarnar á hlutunum og varst ekki að dvelja við það nei- kvæða, sem er aðdáunarvert og nokkuð sem ég vil tileinka mér. Elsku Atli, þú verður mér og strákunum okkar fyrirmynd um ókomna tíð. Takk fyrir allt. Þín tengdadóttir, Björk. Elsku bróðir. Hetjan mín, vinur minn og fyrirmynd í svo mörgu. Ég er svo sorgmædd yfir því að vera búin að missa þig. Missa þann sem er bú- inn að vera svo stór hluti af mér frá því ég fæddist. Við vorum svo náin. Þegar Atli minn hringdi í mig til að segja mér frá veikindum sínum, þá kveið hann mest fyrir því að segja heilbrigðisstarfs- manninum mér, frá því að hann ætlaði ekki hina hefðbundnu leið í að takast á við meinið. Hann valdi að fara óhefðbundna leið og sagði mér frá hinum ýmsu leiðum sem hann væri búinn að kynna sér og ætlaði að nota gegn þessum vá- gesti. Ég tók þá ákvörðun að styðja hann í ákvörðuninni, enda var enginn möguleiki á að breyta neinu um það sem var svona vel ígrundað að hans hálfu. Það þekkja þeir sem vita, að ef Atli minn var sannfærður um eitthvað, þá fór hann alla leið og það gerði hann svo sannarlega í sinni bar- áttu. Oft stóðu læknarnir gapandi yfir sannfæringarmættinum og hversu vel hann var lesinn um allt, sem mögulega gæti haft áhrif á að vinna vágestinn. Hann var jú keppnismaður fram í fingurgóma. Þegar hann var kominn á líkn- ardeildina, þá ákvað ég að skrifa nokkurs konar dagbók um líðan hans og hugmyndir. Hversu veik- ur sem hann var, stóð hann alltaf upp aftur. Ég sagði við hann fjór- um dögum fyrir andlátið, að ég skildi bara ekki í því, hvernig hægt væri, að leggja það á nokk- urn mann að vera kýldur svona niður trekk í trekk. Þá þagnaði hann smá stund og leit á mig og sagði: Anna mín, það er ekki spurning um hversu oft maður er kýldur niður, heldur spurningin um hversu oft maður stendur upp aftur. Og hann stóð upp aftur og aftur, þar til leiknum lauk umvaf- inn ástvinum sínum 2. september. Í þessu veikindastríði var hann hvattur áfram af öllum sínum ást- vinum að ógleymdum einstökum vinum, þeim Lalla, Gumma og Kobba sem hreinlega báru hann á höndum sér. Atli minn barðist eins og ljón Hann yfirsteig hverja hindrunina á fætur annarri. Ekki bara eftir að hann greindist, heldur mörgum árum áður. Hann var svo trúr sjálfum sér og ég held ég megi fullyrða að færari þjálfari var vandfundinn. Það er samt svo furðulegt, að þegar það var alveg að koma sólskin í lífi hans, þá var alltaf eitthvað sem olli því, að það dró ský fyrir sólu, þannig að stóru áformin um þjálfun og bjarta framtíð, runnu út í sandinn. Ég er líka sannfærð um það að ef þessi áföll hefðu ekki verið svona mörg, þá hefði sjúkdómurinn ekki endi- lega birst í þessu líki sem hann gerði. Ég á eftir að minnast stóra bróður míns daglega, enda höfum við alla tíð spilað stóra rullu í hvort annars lífi, ég var líka „uppáhalds systir hans“ sem hann leitaði til í lífsins ólgusjó og ég svo til hans líka. Hann var uppáhaldsfrændi barnanna minna og þeir mágarnir, Gísli og Atli, áttu einstaklega kært og fallegt samband alla tíð. Elsku Atli við fjölskyldan, strákarnir mínir fjórir og Gísli minn, erum harmi slegin. Skarðið verður ekki fyllt því það var eng- inn eins og þú. Við höldum minn- ingunni á lofti alla tíð enda er Mik- soninn ódauðlegur. Þín uppáhaldssystir að eilífu, Anna Eðvaldsdóttir. Atli vinur minn var svo sann- arlega alþýðlegur maður og gaf sér alltaf tíma til að spjalla við hvern sem er og hvenær sem er. Gott dæmi er þegar ég heimsótti hann í Düsseldorf og sá hann skora tvö mörk og leggja upp önn- ur tvö í 4-1-sigri Fortuna Düssel- dorf á móti Borussia Mönchen- gladbach að viðstöddum 78.000 manns. Eftir leik var okkur boðið á sigurhátíð á vegum klúbbsins og er við mættum voru mörg hundr- uð stuðningsmanna Düsseldorf fyrir utan staðinn. Ég held að hann hafi náð að spjalla við alla nema einn. Hann var einstök per- sóna, góðhjartaður, glaðlyndur, mikill leiðtogi og goðsögn. Atli háði stranga baráttu við manninn með ljáinn í nokkur ár og neitaði að leggja niður sverð sitt .... keppnismaður dauðans. Enda var það hrein martröð að mæta honum á velli þegar hann kom á blússandi siglingu á móti manni með báða nasavængina þanda út á miðja kinn og augnaráðið var ekk- ert sérstaklega upplífgandi. Vá ... hvað ég óskaði þess oft að vera ekki á þessum stað á þessari stundu. Ég minnist þess alla tíð er við skólafélagar hans fórum á lands- leik í Laugardalnum og okkur tókst að sannfæra Atla um að gera vinum sínum smá greiða með nýju fagni, ef honum tækist að skora í leiknum, sem hann og gerði. Fagnið var að slá létt á hausinn á sér ótt og títt með annarri hendi og hlaupa á spretti meðfram allri stúkunni. Áhorfendur fögnuðu mjög en frekar undrandi á fagninu ásamt leikmönnum sem náðu ekki í skottið á honum til að faðma hann. En við sem vissum betur hlógum mikið yfir þessu fagni hans og það fyndna við þetta er að hann skoraði ekki skallamark. Atli var mér sem klettur í hafi og traustari vin er ekki hægt að hugsa sér í lífinu og heppinn ég að vinskapur okkar var bundin órjúf- anlegum böndum frá fyrstu kynn- um. Mig langar að birta hérna tvær vísur eftir góðan vin minn, Árna Grétar Finnsson, sem einnig er látinn. Þeir Atli höfðu báðir mjög gaman af því að segja frá; sú íþrótt var þeim alveg fyrirhafnarlaus. Einhverju sinni hittust þeir í sam- kvæmi heima hjá mér í Frosta- skjólinu að vetri til í skítakulda. Þegar Árni Grétar vék sér út fyrir til þess að reykja vindilinn sinn fór Atli með honum og þarna stóðu þeir í 45 mínútur og létu dæluna ganga til skiptis. Þeir létu frostið ekki hafa áhrif á sína uppáhalds- iðju. Árni Grétar átti gott með að yrkja og vísurnar lýsa því sem við okkur blasir. Óvissa Furðuspárnar fyrir ber. Framtíðina enginn sér. Margt, sem fullvíst ætlað er, öðruvísi að lokum fer. Hafðu ekki áhyggjur – ævin hún er stutt. Innan stundar er þín sál í aðra heima flutt. (ÁGF) Fjölskyldu Atla og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð. Jakob Þór Pétursson. Liðin eru rúm 40 ár síðan ég fékk herbergi 1 á heimavist Íþróttakennaraskólans á Laugar- vatni. Ég var spenntur að hitta herbergisfélagann, Atla Eðvalds- son, sem nú er látinn langt um ald- ur fram. Ég heyrði að Atli kæmi eitthvað síðar vegna landsliðs- verkefna en ekki leið á löngu þar til hann mætti galvaskur til leiks. Við náðum strax vel saman enda áttum við margt sameiginlegt, báðir miklir keppnismenn, fæddir sama ár og í sama mánuði. Milli okkar myndaðist fljótlega traust vinasamband sem entist alla tíð. Við gátum alltaf rætt málin í vin- semd og á kvöldin rifjuðum við upp margt skondið sem hent hafði fyrr um daginn og gátum oft hleg- ið hátt og innilega. Við gáfum hvor öðrum góð ráð og vorum alltaf til- búnir til að taka þátt í sprelli með skólasystkinunum. Fljótlega eftir að skólinn byrjaði hvatti ég Atla til að kaupa fræðibók sem í boði var um sund svo hann gæti tileinkað sér þau fræði og hann sagði mér að rakstur með rafmagnsrakvél skilaði aldrei góðum árangri. Ég gleymi seint hláturskasti Atla þegar ég mundaði sköfuna fyrst og andlitið varð blóðrisa. Ekki man ég hvort sundbókin var mikið lesin en gaman er að rifja upp að Atli hefði getað náð langt í sundi ef það hefði orðið fyrir valinu hjá honum. Löngu síðar þegar ég, gamli sundkappinn, var hættur að synda var Atli farinn að nota sundið sem líkamsrækt og synti þá 1.500 metra á dag. Við höfðum að orði að sundbókin hefði komið að gagni eftir allt. Við félagarnir áttum það sam- eiginlegt að vilja takast á við nýja hluti en ekki verður farið út í það hér. Þó ber að nefna að þrátt fyrir fjörið á heimavistinni ákváðum við að leigja húsið Bjarkarlund seinna skólaárið með tveimur vin- um, Jakobi Þór Péturssyni og Sigurjóni Elíassyni. Við vorum kallaðir Bjarkar-lundsbræður og á neðri hæðinni bjuggu þrjár skólasystur okkar. Ein þeirra, Steinunn Guðnadóttir, átti heldur betur eftir að koma við sögu hjá Atla því þau voru lengi í hjóna- bandi og eignuðust saman fjögur börn. Þar fylgdumst við félagarn- ir að og í mörg ár sendum við hvor öðrum jólakort með myndum af börnunum okkar. Stundum leið langur tími án þess að við værum í neinu sambandi en alltaf þegar við hittumst var eins og það hefði verið í gær. Á vordögum 2018 héldum við til Manchester ásamt góðum hópi skólafélaga (T-félaga) til að fara á stórleik Man. City og Man. United og var ferðin hreint út sagt stórkostleg. Sama ár héld- um við svo upp á 40 ára afmæli T- félagsins í Húsafelli þar sem stór hópur skóla-systkina fagnaði tímamótunum. Eftir það vorum við gömlu herbergis-félagarnir í reglulegu sambandi þar sem við rifjuðum upp gamla daga og sögð- um hvor öðrum sögur af börnum okkar og barnabörnum. Það er skemmtileg tilviljun að tveir synir okkar skuli nú vera samferða í sjúkraþjálfunarnámi við Háskóla Íslands. Minningar mínar er tengjast góðum vini, sem ég kynntist svo vel á Laugarvatni forðum, eru ljúfar og ég deildi þeim með góðum vinum. Hlýjar samúðarkveðjur til Eg- ils, Sifjar, Emils og Söru og fjöl- skyldunnar allrar. Blessuð sé minning Atla Eðvaldssonar. Þorsteinn Hjartarson. Atli Eðvaldsson hefur lokið baráttu sinni við vágest sem engu og engum eirir. Barátta þessa mikla keppnismanns fyrir lífinu lét engan ósnortinn sem fylgdist með Atla sl. þrjú ár. En það kom okkur, vinum hans og félögum, ekki á óvart. Atli var mikill bar- áttumaður, innan sem utan knatt- spyrnuvallarins. Honum fannst ekkert ómögulegt, enda kunni hann ekki að stafa orðið „upp- gjöf“, hvað þá meir. Atli kom inn í Valsliðið eins og stormsveipur sumarið 1974, þá aðeins 17 ára og á svipuðum tíma komu félagar hans, Gummi Þorbjörns., Magnús Bergs og Albert Guðmundsson einnig inn í meistaraflokkslið Vals sem á seinni hluta áttunda ára- tugar 20. aldar varð eitt besta og öflugasta lið íslenskrar knatt- spyrnusögu. Ég naut þeirra for- réttinda að leika með Atla 1974-79 og saman mynduðum við öflugt par á miðju vallarins þar sem hraði Atla, líkamsstyrkur, úthald og aðrir hæfileikar nutu sín vel. Atli var keyptur til Borussia Dortmund árið 1980 og Þjóðverj- arnir tóku miðvallarspilarann sterka og breyttu honum í mið- herja, enda var Atli afburða skallamaður, eins og Búbbi bróðir hans, Jóhannes „Big Shuggie“ Eðvaldsson sem gerði garðinn frægan með Glasgow Celtic um árabil. Þegar mögnuðum knatt- spyrnuferli Atla lauk gerðist hann þjálfari og stýrði m.a. HK, Fylki, ÍBV, KR og íslenska landsliðinu, auk fleiri liða. Hann gerði KR að Íslandsmeisturum 1999 eftir langt hlé og eignaðist sem leikmaður og þjálfari marga góða vini í KR sem eins og við Valsmenn syrgja nú einstaka kempu, „champion and warrior“. Atli verður mér ógleymanlegur sem einn besti leikmaður sem ég lék með á ferlinum, en einnig sem afar öflugur leikmaður og fyrirliði íslenska landsliðsins. Ég hef sjald- an kynnst öðru eins keppnisskapi, sjálfstrausti og sigurvilja eins og þessi kappi bjó yfir og sýndi alla tíð, ekki síst í veikindum sl. ára. Ég og fjölskylda mín sendum fjöl- skyldu Atla og vinum innilegar samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá Búbba og Önnu, systkinum Atla og börnunum, Agli, Emil, Sif og Söru, tengdabörnum og barna- börnum. Guð blessi minningu Atla Eð- valdssonar. Hörður Hilmarsson. Blaðað í minningum. Haustið 1971 standa stoltir liðsmenn 4. flokks Vals á verðlaunapalli á gamla Melavellinum. Við Atli saman í fremstu röð. Bikarinn á loft, Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Atli stór og slánalegur, sposkur með sinn glettna svip. Við fórum í bíó þetta kvöld, rígmontn- ir! Laugarásbíó ef ég man rétt. Atli hefði munað það. Tveimur árum síðar unnum við allt sem hægt var að vinna í 3. flokki undir handleiðslu Róberts, og framtíðin björt. Júní 1974, draumur rætist. Fyrsti leikur okkar Atla með meistaraflokki Vals, í Íslands- mótinu gegn KR. Búbbi var fyrir- liði og gaf bróður sínum enga sér- meðferð! Að sjálfsögðu skoraði Atli með þrumufleyg af 25 metra færi og tryggði Val stig. Tónninn var gefinn, Atli var maður stóru stundanna. Um kvöldið var það Stjörnubíó. Haustið 1976, tvöfaldir meistar- ar í einu mesta sóknarliði Íslands- sögunnar, undir stjórn Youri. Þar vorum við í háskóla leikskipulags- ins. Einstök blanda eldri goðsagna og yngri leikmanna, og Atli orðinn lykilmaður 19 ára. Við gátum spil- að saman blindandi, sögðum við Atli nýverið. Og sigrarnir með Val urðu fleiri. Áfram fylgdumst við Atli að, í unglingalandsliðinu og síðan frumraun okkar með landsliðinu í Færeyjum 1976. Að koma inn í landsliðið á þessum árum var æv- intýri, með hetjum Íslands og fyr- irmyndum. Landsliðsferill Atla varð langur og glæsilegur. Og engum kom á óvart þegar Atli tók við fyrirliðabandinu, enda mikill leiðtogi. Á þessum uppvaxtarárum varð til þéttur vinahópur með Atla, þar sem endalaust var brallað. Fót- boltinn var miðpunkturinn, Vals- svæðið annað heimili og bolti sjaldnast langt undan. Utan fót- boltans var Atli fremstur meðal jafningja í félagsskapnum. Léttur í lund, alltaf til, mikill spaugari og sagnamaður, mundi alla brandara og hélt lengst út inn í bjartar næt- ur. Gat verið skoðanafastur og þrjóskur, og auðvitað mikill keppnismaður. Aðsetur okkar var gjarnan kjallarinn á Laufásvegin- um hjá Magga, rúnturinn í bæn- um, tjaldútilegan eða hvar sem var. Atli var frábær félagi á frá- bærum tíma á lífsleiðinni. Atli sló rækilega í gegn í Evr- ópuleik haustið 1979 gegn Kevin Keegan og félögum í Hamburger SV, og atvinnumennskan fylgdi í kjölfarið. Okkar maður var kom- inn í hóp þeirra bestu. Þar átti hann eftir að marka glæst spor, sem og á þjálfaraferlinum að leik- mannsferlinum loknum. Þegar Atli greindist með krabbamein ákvað hann strax að fara óhefðbundnar leiðir í lækn- ingum. Hann fór í vegferð sína af yfirvegun og hugrekki, með gríð- arlegan viljastyrk og óbilandi trú á verkefninu. Og hann sigraðist á spám. Þegar á móti blés setti hann sér ný markmið. Og stóra mark- Atli Eðvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.