Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 brottfarartíma. Gestur í opinberri heimsókn er á ábyrgð íslenska ríkis- ins og það má ekkert koma upp á sem varpar skugga á heimsóknina,“ sagði Guðbrandur. Algengt er að er- lendu gestirnir séu með sína eigin öryggisverði. Samhæfing við þá fer í gegnum embætti Ríkislögreglu- stjórans. Guðbrandur benti á að er- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Erlendra fyrirmenna sem heim- sækja Ísland í opinberum heim- sóknum eða öðrum erindum er vandlega gætt. Eggert ljósmyndari var á Bessastöðum þegar Indlands- forseti kom þangað í fyrradag og tók þá mynd af þeim Ágústi Svans- syni, aðstoðaryfirlögregluþjóni í aðgerða- og skipulagsdeild LRH, og Guðbrandi Sigurðssyni, aðstoð- aryfirlögregluþjóni í umferðardeild LRH. Þeir hafa báðir langa reynslu af að gæta háttsettra erlendra gesta sem heimsækja Ísland. Þrengsli í anddyri Höfða Guðbrandur Sigurðsson aðstoðar- yfirlögregluþjónn á að baki 39 ár í lögreglunni en hann hóf þar störf tvítugur árið 1980. „Ég var við öryggisgæslu sem sérsveitarmaður í anddyri Höfða á leiðtogafundinum 1986,“ sagði Guð- brandur. „Anddyrið er svo þröngt að ég þurfti að færa mig alveg upp að veggnum svo þeir Reagan Banda- ríkjaforseti og Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, kæmust framhjá!“ Áður en Guðbrandur varð sér- sveitarmaður var hann bifhjóla- lögreglumaður og fylgdi bílalestum fyrirmanna. Hann hefur tekið þátt í öryggisgæslu opinberra gesta sem bifhjólalögregla, sérsveitarmaður eða fylgdarstjórnandi. „Þetta eru krefjandi verkefni. Við þurfum að vinna eftir stífu skipulagi frá stjórnvöldum, stilla upp bílum, hafa allt klárt og virða komu- og lendir öryggisverðir færu ekki með lögregluvald og væru ekki með heimild til afskipta af íslenskum borgurum. Allar þeirra áhyggjur þurfa að fara í gegnum íslensku lög- regluna. „Þetta hefur gengið áfallalaust og sárasjaldan orðið einhverjar uppá- komur. Að öllu jöfnu eru Íslendingar kurteisir og skilningsríkir á skyldur ríkisins við opinberar heimsóknir,“ sagði Guðbrandur. Fólk er almennt tillitssamt „Ég byrjaði í lögreglunni 1982 og kom að öryggisgæslu á leiðtogafundi þeirra Gorbatsjovs og Reagans í Höfða 1986,“ sagði Ágúst Svansson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Ég var í gamla vegaeftirlitinu. Þá vorum við mikið í að fylgja fyrirmennum. Svo fór ég í almennu lögregluna. Nú er ég í aðgerða- og skipulagsdeild og við sjáum um ákveðna skipulagingu í kringum opinberar heimsóknir. Umferðardeildin er svo með fram- kvæmdina og ég er oft með í henni.“ Ágúst segir að heimsóknirnar kalli á mikið samstarf Ríkislög- reglustjóra, LRH, sendiráða, ráðu- neyta, forsetaskrifstofu og fleiri. Mikilvægt sé að allar tímasetningar standist. Eitt af hlutverkum lögregl- unnar er að tryggja að menn komist greiðlega á milli staða. Mótorhjólin fara á milli gatnamóta og tryggja að bílalestin komist leiðar sinnar snurðulaust. Einnig þarf að tryggja öryggi gestanna á öllum tímum. „Við berum virðingu fyrir þessum verkefnum eins og öðrum sem við fáum. Fólk er mjög tillitssamt og sýnir okkur og erlendu gestunum al- mennt mikla kurteisi. Það verður aldrei ofþakkað,“ sagði Ágúst. Morgunblaðið/RAX 1986 Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, og Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, í Höfða. Morgunblaðið/Eggert Aðstoðaryfirlögregluþjónar Þeir Ágúst Svansson (t.v.) og Guðbrandur Sig- urðsson hafa lengi gætt öryggis tiginna erlendra gesta sem komið hafa í heim- sóknir til Íslands. Þar þarf allt að fara eftir stífu skipulagi og settum reglum. Stóðu vakt- ina við Höfða Morgunblaðið/Hari 2019 Guðni Th. Jóhannesson forseti og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, í Höfða.  Saman í löggæslunni 1986 og 2019 Kjaraviðræður BSRB við viðsemj- endur hafa heldur þokast í rétta átt þótt hægt hafi gengið, segir á vef BRSB. Enn á eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. Kjarasamningar flestra aðildar- félaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl og viðræður við viðsemjendur staðið yfir síðan. BSRB fer með samningsumboð í ákveðnum málaflokkum en aðild- arfélög bandalagsins semja hvert fyrir sig um laun og ýmis sérmál. Viðsemjendur eru þrír; ríkið, Sam- band íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg. Áætlað var að ljúka viðræðum fyrir 15. september en ólíklegt að það takist. Viðræður þokast hægt við BSRB Allt um sjávarútveg Tabula gratulatoria Ellert B. Schram áttræður Þann 10. október 2019 verður Ellert B. Schram, fyrrum ritstjóri DV, alþingismaður, forseti ÍSÍ og núverandi formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, áttræður. Um það leyti kemur út sjálfsævi- saga hans, Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, og gefst vinum hans og velunnurum kostur á að skrá nafn sitt á heillaóskaskrá í tilefni þessara tímamóta og að fá bókina á forlagsverði, eða á kr. 6.000 með sendingarkostnaði. Hægt er að panta verkið hjá útgefandanum á net- fanginu skrudda@skrudda.is eða í síma 552 8866. Bókin verður send kaupendum um mánaðamótin okt./nóv. 2019. Til að panta bókina og fá nafn sitt jafnframt á heillaóskaskrána þarf að senda inn nafn, kennitölu og heimilisfang fyrir 25. sept. nk. Sé óskað eftir að greiða verkið með greiðslukorti þarf að senda kortanúmer og gildistíma, annars verður stofnuð krafa í heimabanka þegar bókin kemur út. Nánari upplýsingar fást hjá forlaginu. SKRUDDA Hamarshöfða 1 110 Reykjavík skrudda@skrudda.is Strandarkirkja er það Í messutilkynningum í Morgun- blaðinu sl. föstudag birtist mynd af Strandarkirkju við Suðurstrandar- veg. Í myndatexta var ranglega skrifað Strandakirkja og Suður- strandavegur og er beðist velvirð- ingar á því. LEIÐRÉTT Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.