Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LJÓSADAGAR 12.-23. SEPTEMBER 20-50% AF ÖLLUM LJÓSUM PERUM, KERTUM OG LUKTUM FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslandsmeistararnir í Breiðabliki unnu magnaðan 3:2 sigur á Spörtu Prag í 32-liða úrslitum Meistara- deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gærkvöld. Breiða- blik lenti 1:2 undir í leiknum en tókst engu að síður að kreista fram sætan sigur. Liðin eiga eft- ir að mætast aftur og þá í Tékklandi. »69 Sætur sigur Blika í fjörugum leik ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Jean-Efflam Bavouzet leikur einleik í Píanókonsert fyrir vinstri hönd eftir Maurice Ravel á fyrstu áskriftartón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fara í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier, fyrrverandi aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar. Önnur verk á efnisskránni eru L’Arlésienne, svíta eftir Georges Bizet, Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Sin- fónía nr. 1 eftir Jean Sibelius. Efnisskráin verður aftur tekin upp í febrúar 2020 þegar hljóm- sveitin heldur í tónleikaferð til Bretlands. Upphafstónleikar Sinfóníunnar í kvöld Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Krækiber og aðalbláber fáum við alls staðar af landinu og sprettan í sumar hefur verið góð,“ segir Bjarni Óskarsson á Völlum í Svarf- aðardal. Hann er gjarnan kenndur við veitingastaðinn Nings í Reykja- vík, sem synir Bjarna og Hrafn- hildar Ingimarsdóttur reka nú. Þau hjónin einbeita sér nú að starfsemi sinni í Svarfaðardal, berjabúinu á Völlum hvar þau eru með sólberja- runna á einum hektara. Í gróðurhúsum eru ræktuð jarðarber og hindber en annað lyngaldin er aðkeypt að mestu leyti. Berin eru síðan seld í völdum verslunum, en að mestum hluta þó í matarversluninni á Völlum, sem er vinsæll viðkomustaður sælkera. Taílenskar konur duglegar að tína ber „Í Böggvisstaðafjalli hér fyrir of- an Dalvík er mikið af berjum og eins í Ólafsfjarðarmúla. Fólk getur haft ágætt upp úr berjatínslu, en fyrir kílóið borgum við 1.600 krón- ur. Mér finnst annars eftirtektar- vert hvað konur frá Taílandi sem búsettar eru hér á landi eru dug- legar við að tína ber og skapa sér tekjur; þrautseigjan og barátta við að bjarga sér virðist þeim í blóð borin,“ segir Bjarni. Þau Hrafn- hildur kona hans keyptu Velli, sem eru í austanverðum Svarfaðardal, árið 2004. Ætlun þeirra í fyrstu var að eiga þarna góðan sumardvalar- stað og fara út í skógarbúskap. Þegar möguleikarnir á staðnum komu í ljós var þó einboðið að nýta þá! „Við bjuggum auðvitað að því að hafa lengi staðið í veitingarekstri fyrir sunnan, sem er mjög skemmtilegt. Reksturinn hér fyrir norðan er það líka, en bara allt öðruvísi,“ segir Bjarni. Gæsakjöt og reyktur ostur Sælkeraverslunin á Völlum er í mjólkurhúsi gamla fjóssins þar – og þar sem kýrnar voru áður á bás- um hefur nú verið útbúin góð og viðurkennd aðstaða til matvæla- framleiðslu. Á einu borði eru berin flokkuð, hreinsuð, vegin og sett í öskjur og á öðrum stað er útbúin sulta. Einnig er kjöt unnið á Völl- um, til dæmis af gæsum og geitum á næsta bæ. Bleikja og lax fara í reyk og fyrir utan húsin í sér- stökum ofni er reyktur ostur; 10-15 tegundir að jafnaði. Er osturinn unninn úr gerilsneyddri mjólk frá MS. Þá er á boðstólum saltfiskur frá Dalvík; sólþurrkaður með gam- alli en sígildri verkunaraðferð. Mætti svo lengi telja áfram góð- gætið á nægtaborðinu á Völlum. „Heimavinnsla og sala beint frá býli er hvarvetna í sókn og vekur áhuga. Þetta er starfsemi sem býð- ur upp á mörg tækifæri ef rétt er á málum haldið,“ segir Bjarni, sem er að sunnan en hefur öðlast rót- festu í Svarfaðardal. Sælkerabúðin í Svarfaðardalnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úrval „Heimavinnsla og sala beint frá býli er hvarvetna í sókn og vekur áhuga,“ segir Bjarni Óskarsson, sem hér heldur á reyktum osti og sultum.  Veislan á Völlum  Sólber og saltfiskur  Reyktur lax og bleikja Sveitin Blómahaf er við dyrnar á fjósinu á Völlum sem nú hefur verið breytt í matvælavinnslu og verslunin er í mjólkurhúsinu fremst á myndinni. Þekktasta ljóðasafn Inger Christen- sen, Alfabet (1981), verður flutt í sem hljóðverk eftir tónskáldið Hannah Schneider í Norræna hús- inu í kvöld kl. 19.30. Meðal flytj- enda eru Sjón og Gerður Kristný. Viðburðurinn er haldinn í tilefni af 50 ára afmæli bókasafns Norræna hússins og er hluti af seríunni Höf- undakvöld í Norræna húsinu. Ekki verður streymt frá viðburðinum og aðeins eru 40 miðar í boði. Bókmenntatónleikar í Norræna húsinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.