Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 69
Eitt
ogannað
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
www.gilbert.is
KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR
FYRIR ÖLL TÆKIFÆRI
Í KAPLAKRIKA
Guðmundur Hilmarsson
gummih@mbl.is
Íslandsmeistarar Selfyssinga gerðu
góða ferð í Hafnarfjörð í kvöld þar
sem þeir lögðu bikarmeistara FH
32:30 í 1. umferð Olísdeildar karla í
handknattleik.
Eins og jafnan áður þegar þessi
lið eigast við var boðið upp á
spennuleik en Selfyssingar reynd-
ust sterkari á lokakaflanum og
fögnuðu vel og innilega í leikslok.
Fyrsti stundarfjórðungur leiks-
ins var í járnum en Selfyssingar
tóku þá frumkvæðið, náðu mest
fimm marka forystu og voru fjór-
um mörkum yfir í hálfleik, 17:13.
FH-ingum gekk illa að eiga við
sterka vörn Íslandsmeistaranna og
Einar Baldvin Baldvinsson mark-
vörður þeirra varði vel og ekki síð-
ur Sölvi Ólafsson, sem kom inn á
og varði öll þrjú vítaköst FH í fyrri
hálfleik. Í sókninni var Haukur
Þrastarson erfiður, en hann skor-
aði sex af mörkum Selfyssinga í
fyrri hálfleik.
Selfyssingar héldu frumkvæðinu
fyrsta korterið í seinni hálfleik en
þá vöknuðu FH-ingar til lífsins.
Þeir skoruðu fimm mök í röð og
breyttu stöðunni úr 20:25 í 25:25.
Ásbjörn Friðriksson fór mikinn á
þessum kafla og þýski markvörður
Phil Döhler átti góða endurkomu
en hann fann sig ekki í seinni hálf-
leik.
En Selfyssingar létu þetta ekki
slá sig út af laginu. Með Hauk
Þrastarson og línumanninn Guðna
Ingvarsson áttu þeir góðan enda-
sprett og unnu að lokum verð-
skuldaðan sigur.
Haukar lögðu nýliðana
Á Ásvöllum tóku deildarmeist-
arar Hauka á móti nýliðum HK
þar sem deildarmeistararnir fóru
með fjögurra marka sigur af hólmi,
28:24.
Mikið jafnræði var með liðunum
í fyrri hálfleik og höfðu HK-ingar
yfirhöndina framan af leik og náðu
mest tveggja marka forskoti í fyrri
hálfleik. Haukar voru hins vegar
sterkari undir lok fyrri hálfleiks og
var staðan jöfn í hálfleik, 13:13.
Hafnfirðingar byrjuðu seinni
hálfleikinn af krafti og náðu sex
marka forskoti eftir 40. mínútna
leik. Það forskot létu deildarmeist-
ararnir aldrei af hendi og þeir
fögnuðu þægilegum sigri í leikslok.
Atli Már Báruson var atkvæða-
mestur í liði Hauka með sex mörk
en hjá HK skoraði Ásmundur Atla-
son níu mörk.
Selfoss vann meistaraslaginn
Deildarmeistararnir byrja á sigri
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigur Árni Steinn Steinþórsson með boltann í Krikanum í gær.
Kaplakriki, Olísdeild karla, miðviku-
daginn 11. september 2019.
Gangur leiksins: 2:1, 4:4, 6:7, 8:11,
9:14, 13:17, 16:20, 19:23, 22:25,
25:26, 28:28, 30:32.
Mörk FH: Bjarni Ófeigur Valdimars-
son 8, Ágúst Birgisson 6, Ásbjörn
Friðriksson 6, Einar Örn Sindrason
4/3, Arnar Freyr Ársælsson 2, Jakob
Martin Ásgeirsson 2, Birgir Már
Birgisson 1, Einar Rafn Eiðsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 9, Birkir
Fannar Bragason 6.
FH – Selfoss 30:32
Utan vallar: 12 mínútur
Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson
9/1, Guðni Ingvarsson 8, Hergeir
Grímsson 4/2, Atli Ævar Ingólfsson
3, Árni Steinn Steinþórsson 3, Alex-
ander Már Egan 2, Magnús Öder
Einarsson 2, Guðjón Baldur Ómars-
son 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvins-
son 12, Sölvi Ólafsson 7/3.
Utan vallar: 8 mínútur
Áhorfendur: 715.
Bandaríkjamenn eru úr leik á HM
karla í körfuknattleik í Kína eftir tap
fyrir Frakklandi í 8-liða úrslitum,
89:79. Bandaríkin hafa unnið síðustu
tvær keppnir, 2010 og 2014, en nú er
ljóst að Bandaríkjamenn verja ekki
heimsmeistaratitilinn. Síðasta þjóð
sem varð heimsmeistari fyrir utan
Bandaríkin var Spánn, sem sigraði
árið 2006.
Frakkar, sem voru með Íslend-
ingum í riðli í lokakeppni EM fyrir
tveimur árum í Helsinki, voru mjög
sannfærandi í leiknum. Þeir voru yf-
ir lengi vel eftir að þeir náðu forskoti
í öðrum leikhluta. Bakvörðurinn Ev-
an Fournier skoraði 22 stig fyrir
Frakkland og Donovan Mitchell
skoraði 29 stig
fyrir Bandaríkin.
Frakkland mætir
Argentínu í
undanúrslitum á
morgun.
Spánn og Ástr-
alía mætast einn-
ig í undan-
úrslitum en í gær
hafði Ástralía
betur gegn Tékk-
landi 82:70. Patty Mills var stiga-
hæstur hjá Ástralíu með 24 stig en
Patrik Auda skoraði 21 stig fyrir
Tékkland, sem var með Íslandi í riðli
í undankeppninni fyrir HM í Kína.
sport@mbl.is
Bandaríkjamenn leika ekki
um verðlaun á HM
Evan
Fournier
Norðurírski kylfingurinn Rory
McIlroy var í gær útnefndur kylfingur
ársins á PGA-mótaröðinni en það voru
kylfingar á mótaröðinni sem tóku þátt
í kosningunni. McIlroy hreppti því Jack
Nicklaus-viðurkenninguna í þriðja sinn
en hann varð einnig fyrir valinu árin
2012 og 2014. N-Írinn hafði betur í
baráttunni við Bandaríkjamennina
Brooks Koepka, Matt Kuchar and
Xander Schauffele.McIlroy vann þrjú
mót á mótaröðinni á tímabilinu og þar
á meðal á Tour Championship-mótinu,
lokamóti PGA-mótaraðarinnar. Hann
varð Fedex-stigameistari og fékk
hæsta verðlaunafé í sögu mótaraðar-
innar, eða 15 milljónir dollara, sem
jafngildir um 1,9 milljörðum íslenskra
króna.
Rúnar Arnórsson, kylfingur úr Keili,
lék frábærlega á öðrum hringnum á 1.
stigs úrtökumótinu fyrir Evrópu-
mótaröð karla í Fleesensee í Þýska-
landi í gær en þar keppa sex Íslend-
ingar. Rúnar lék best allra kylfinga í
gær og var á sjö höggum undir pari. Er
hann í í 4.-5. sæti á samtals sex högg-
um undir pari. Bjarki Pétursson er í
13. sæti á þremur högg-
um undir pari. Andri
Þór Björnsson, Ragnar
Már Garðarsson og
Axel Bóasson er allir á
parinu eftir tvo fyrstu
hringina og eru í 29.-40.
Aron Snær
Júlíusson er í
41. sæti á
einu höggi
yfir pari.
Spilaðar
verða 72
holur á
þessu
stigi.
Þýska knattspyrnufélagið Wolfs-
burg er svo gott sem komið áfram í
sextán liða úrslit Meistaradeildar
Evrópu kvenna í knattspyrnu eftir
10:0-útisigur gegn Mitrovica frá
Kósóvó í fyrri leik liðanna í Kósóvó
í gær. Sara Björk Gunnarsdóttir lék
ekki með liði Wolfsburg í leiknum,
þar sem hún fékk högg á ökkla í
bikarleik um síðustu helgi. Sara
reiknar með því að vera klár í slag-
inn á sunnudaginn þegar Wolfs-
burg fær Hoffenheim í heimsókn í
þýsku 1. deildinni en þetta staðfesti
hún í samtali við mbl.is.
Sara hvíld í stór-
sigri Wolfsburg
AFP
Tæp Sara Björk Gunnarsdóttir fékk
högg á ökkla um nýliðna helgi.
Körfuknattleiksdeild ÍR hefur sam-
ið við Búlgarann Georgi Boyanov
um að leika með liðinu á komandi
keppnistímabili.
Boyanov er 26 ára gamall og 201
sentímetri að hæð. Hann kemur til
ÍR frá Cherno Mo, sem leikur í
búlgörsku NBL-deildinni.
Boyanov er væntanlegur til
landsins á allra næstu dögum en
ÍR hefur leik í úrvalsdeildinni 3.
október næstkomandi þegar liðið
fær Njarðvík í heimsókn í Selja-
skóla í fyrstu umferð Dominos-
deildarinnar. sport@mbl.is
Búlgarskur liðs-
styrkur til ÍR
Ljósmynd/usjaguars.com
Framherji Búlgarinn Georgi Boya-
nov er 201 sentímetri á hæð.