Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 66
66 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 HAUKAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Haukar í Hafnarfirði eru þekkt stærð í handboltanum hér heima. Morgunblaðið spjallaði við leik- stjórnandann Tjörva Þorgeirsson um Haukaliðið og tímabilið sem er nýhafið. „Við erum bara þokkalega sáttir þótt ekki hafi gengið sérstaklega vel í æfingaleikjunum. Við töpuðum reyndar í Evrópukeppninni en erum þrátt fyrir það nokkuð bjartsýnir fyrir tímabilið hér heima. Mér sýnist reyndar að fjölmiðlafólk og ýmsir aðrir hafi ekki sömu trú á okkur. Sem er bara fínt,“ sagði Tjörvi, sem hefur marga fjöruna sopið með Haukum á Íslandsmótinu. Hann er ekki einn um það í Haukaliðinu enda nokkrir þrautreyndir leikmenn í lið- inu eins og Ásgeir Örn Hallgríms- son og Vignir Svavarsson, sem nú sneri heim frá Danmörku. Fari svo að Haukar komist í þá stöðu að berj- ast um titlana verður skortur á reynslu þeim í það minnsta ekki að falli. „Já, það er rétt hjá þér. Þegar bú- ið verður að tjasla öllum saman finnst mér að við ættum að geta bar- ist á öllum vígstöðvum. Við eigum ekki að þurfa að vera í einhverju miðjumoði. Við misstum auðvitað Danna (Daníel Þór) og erfitt verður að fylla hans skarð en Adam, ég og Atli reynum að sjá um það. Við feng- um einnig menn og Viggi (Vignir) styrkir okkur á línunni og í vörninni. Auk hans fengum við Ólaf til okkar.“ Á þessari öld hefur skapast mikil og góð sigurhefð hjá Haukum þótt liðið hafi ekki orðið meistari á allra síðustu árum. Á síðasta tímabili fór liðið þó í úrslit en tapaði þar fyrir Selfossi. „Við í Haukum stefnum alltaf á alla titla og það mun ekkert breytast í ár. Við höfum alltaf trú á því enda er það eina vitið.“ Allir hata janúarpásuna Umhverfið sem leikmenn á Ís- landsmótinu lifa og hrærast í er nokkuð sérstakt sökum þess að langt hlé er gert í miðju móti vegna stórmóta hjá A-landsliðinu. Mótið byrjar snemma og menn spila fram til jóla. Byrja aftur í byrjun febrúar og þá er reynt að gíra sig upp og í úrslitakeppninni í apríl og maí vilja svo allir toppa. „Já, þetta er eiginlega allt of sér- stakt. Ég held að allir leikmenn hati þessa janúarpásu enda er það eins og annað undirbúningstímabil. Það gengur hins vegar ekki að spila illa allan veturinn og ætla sér svo bara að toppa í lok tímabilsins. Menn vilja hafa stíganda í leik sínum yfir vetur- inn þótt liðin vilji toppa undir lok tímabilsins. Það tókst næstum því hjá okkur í fyrra en Selfyssingarnir voru bara ferskari og betri. Þeir áttu þetta skilið,“ sagði Tjörvi, sem segir helstu áherslubreytingar liðs- ins vera í vörninni. „Það verður aðallega í vörninni sem einhverjar breytingar verða. Í fyrra vorum við eiginlega bara með eitt varnarafbrigði en núna reynum við að eiga fleiri afbrigði til að geta brugðist við ef á þarf að halda. Í sókninni spila nánast öll liðin á svip- aðan hátt en sóknin kemur alltaf þegar líður á haustið,“ sagði Tjörvi enn fremur. Metnaðurinn minnkar ekki á Ásvöllum Morgunblaðið/Hari Klókur Tjörvi hefur verið heilinn í sóknarleik Hauka í mörg ár.  Haukar setja markið hátt að venju  Helstu áherslubreytingar í vörninni Atli Már Báruson Ásgeir Örn Hallgrímsson Darri Aronsson Guðmundur Bragi Ástþórsson Hjörtur Ingi Halldórsson Jakob Aronsson Ólafur Ægir Ólafsson Tjörvi Þorgeirsson Þjálfari: Gunnar Magnússon Aðstoðarþjálfari: Maksim Akbac- hev Árangur 2018-19: 1. sæti og úr- slit. Íslandsmeistarar: 1943, 2000, 2001, 2003, 2004, 2005, 2008, 2009, 2010, 2015, 2016 Bikarmeistarar: 1980, 1997, 2001, 2002, 2010, 2012, 2014  Haukar unnu 28:24-sigur gegn HK í fyrstu umferð deildarinnar í gær á Ásvöllum. MARKVERÐIR: Andri Sigmarsson Scheving Grétar Ari Guðjónsson Magnús Gunnar Karlsson HORNAMENN: Brynjólfur Snær Brynjólfsson Einar Pétur Pétursson Halldór Ingi Jónasson Jón Karl Einarsson Kristófer Máni Jónasson Orri Freyr Þorkelsson LÍNUMENN: Gunnar Dan Hlynsson Heimir Óli Heimisson Jason Guðnason Vignir Svavarsson ÚTISPILARAR: Adam Haukur Baumruk Lið Hauka 2019-20 KOMNIR Ólafur Ægir Ólafsson frá Lakers Stafa (Sviss) Vignir Svavarsson frá Holstebro (Danmörku) FARNIR Daníel Þór Ingason í Ribe-Esbjerg (Danmörku) Hallur Kristinn Þorsteinsson í Fram Jón Þorbjörn Jóhannsson, hættur Breytingar á liði Hauka  Það er mikil reynsla í leikmannahópnum og þjálfarateyminu en er það nóg í titil?  Það hefur vantað herslumuninn upp á síðustu ár og maður skyldi ætla að hungrið væri til staðar.  Liðið þarf á Adam Hauki Baumruk að halda og hann fær tækifæri til þess að stíga upp í vetur.  Áhugavert: Hversu stórt skarð skilur Daníel Þór Ingason eftir sig? Sebastian Alexandersson um Hauka HANDBOLTI Olísdeild karla FH – Selfoss.......................................... 30:32 Haukar – HK ........................................ 28:24 Staðan: ÍR 1 1 0 0 33:26 2 ÍBV 1 1 0 0 30:24 2 Valur 1 1 0 0 20:14 2 Haukar 1 1 0 0 28:24 2 Selfoss 1 1 0 0 32:30 2 Afturelding 1 1 0 0 28:27 2 KA 1 0 0 1 27:28 0 FH 1 0 0 1 30:32 0 HK 1 0 0 1 24:28 0 Stjarnan 1 0 0 1 24:30 0 Fram 1 0 0 1 14:20 0 Fjölnir 1 0 0 1 26:33 0 Meistaradeild karla C-riðill: Cocks – Sävehof....................................25:30  Ágúst Elí Björgvinsson varði fimm skot í marki Sävehof. Þýskaland Leverkusen – Neckarsulmer ............. 24:16  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Leverkusen.  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Neckarsulmer. Spánn Bidasoa – Barcelona ........................... 23:26  Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk fyrir Barcelona. Danmörk Mors-Thy – GOG.................................. 23:29  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson þrjú. Viktor Gísli Hallgrímsson varði níu skot í marki liðsins. Frakkland París SG – Nantes................................ 32:29  Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk fyrir PSG. Nice – Toulon ....................................... 20:18  Mariam Eradze skoraði eitt mark fyrir Toulon. Besancon – Bourg-de-Péage.............. 26:20  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði níu mörk fyrir Bourg-de-Péage. Noregur Bikarkeppnin, 32ja liða úrslit: Falk – Elverum .................................... 18:33  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir Elverum. Lokakeppni HM karla 8-liða úrslit: Bandaríkin – Frakkland .......................79:89 Ástralía – Tékkland...............................82:70  Í undanúrslitum á morgun leikur Spánn við Ástralíu og Argentína við Frakkland. KÖRFUBOLTI Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is AFMARKANIR & HINDRANIR Fjölbreyttar lausnir til afmörkunar á ferðamannastöðum, göngustígum og bílaplönum. Dvergarnir R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.