Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 m. M18 FUEL™ skilar afli til að saga á við bestu bensínknúnu keðjusagirnar. POWESTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M12™ rafhlöðu M18 FCHS Alvöru keðjusög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 smiðjan þarf aðgang að 8-12 MW afli raforku. Stofnkostnaður er áætlaður 3-4 milljarðar kr. og ráða þarf 40-50 starfsmenn. Bygg- ing verksmiðju og rekstur yrði mikil lyftistöng fyrir þorpið í Súðavík. Framkvæmdin er í umhverfis- mats- og skipulagsferli. Raunar hefur matsskýrslu vegna um- hverfismats verið skilað til Skipulagsstofnunar og sveitar- félagið hefur sent breytingar á aðal- og deiliskipulagi fyrir verk- smiðju- og hafnarsvæði á Lang- eyri til sömu stofnunar til stað- festingar og auglýsingar. Talið er að 100 milljónir rúm- metra af kalkþörungum séu á botni Ísafjarðardjúps og Jökul- fjarða. Umhverfismatið miðast við svæði með 35 milljón rúmmetrum. Halldór segir að allt þetta ferli hafi dregist óhóflega, meðal ann- ars vegna þess að opinberar stofn- anir sem beri að veita umsagnir hafi dregið það. Í einhverjum umsögnum kom fram að mikið væri af lifandi kalk- þörungum í Ísafjarðardjúpi. Hall- dór segir að einungis séu notaðir dauðir þörungar í vinnsluna og nóg sé af þeim. Getur hann þess að gerð hafi verið tilraun til að flytja lifandi kalkþörunga á svæði þar sem aðeins voru dauðir þör- ungar fyrir. Þeir hafi lifað flutn- inginn af og séu enn lifandi. Það sýni að ef raska þurfi svæði til að dæla kalkþörungaseti undan sé hægt að græða svæðið upp að nýju. Megnið fer í dýrafóður Meginhluti hráefnis verksmiðj- unnar á Bíldudal fer í framleiðslu á nokkrum tegundum dýrafóðurs sem flutt er út í stórum sekkjum og dreift frá starfsstöð móður- félagsins, Marigot á Írlandi, til kaupenda um allan heim. Eitthvað fer í gámum frá Bíldudal, beint til viðskiptavina, meðal annars í Sádi-Arabíu. Kalkþörungaduft sem framleitt er á Bíldudal er til dæmis notað í fóðurblöndur fyrir mjólkurkýr. Það eykur, að sögn Halldórs Hall- dórssonar, fituinnihald mjólkur- innar og minnkar gasið sem kýrn- ar gefa frá sér um allt að 30%. Íslenskir bændur kaupa þetta efni beint frá verksmiðjunni en annars er megnið af afurðunum flutt út. Vaxandi útflutningur er á kalk- þörungum beint til Frakklands, þar sem þeir eru notaðir til síunar á vatni í vatnshreinsistöðvum vatnsveita. Meiri afurðir til manneldis Framleiðsla á vörum til mann- eldis fer vaxandi, vex um 15-20% að ári, að sögn Halldórs, og er orðin 3.000 tonn á ári. Verk- smiðjan á Bíldudal hefur ekki leyfi til manneldisvinnslu. Þar eru þó fyrstu skrefin tekin og varan er síðan fullunnin í verksmiðju Mari- got í Englandi. Þaðan fara kalk- þörungarnir til matvælafyrirtækja um allan heim og eru notaðir í fæðubótarefni og til íblöndunar í safa og margs konar matvæli. Á Bíldudal er lítið fyrirtæki sem framleiðir fæðubótarefnið Hafkalk úr kalkþörungum og selur það í apótekum og verslunum um allt land og flytur einnig á erlenda markaði. Undirbúa tvöföldun framleiðslunnar  Íslenska kalkþörungafélagið bíður leyfis til að auka framleiðslu á Bíldudal og byggja nýja verksmiðju í Súðavík  Vaxandi hluti afurða fyrirtækisins fer til matvælaframleiðslu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bíldudalur Kalkþörungaverksmiðjan er við höfnina. Á bryggjunni er hráefni af botni Arnarfjarðar, tilbúið til þurrkunar og mölunar, og afurðir í tonna sekkjum tilbúnar til útflutnings. Afurðirnar fara með skipum til dreifingarstöðvar í Írlandi og þaðan til kaupenda um allan heim eða beint til kaupenda. Morgunblaðið/Árni Sæberg Forstjóri Halldór Halldórsson með nokkrar tegundir af framleiðsluvörum verksmiðju Ískalk. Halldór Hall- dórsson, fyrr- verandi formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi í Reykjavík, var ráðinn forstjóri Íslenska kalkþör- ungafélagsins í júní á síðasta ári. Halldór er 55 ára að aldri, fæddur og alinn upp í Ísafjarðar- djúpi. Halldór var sjómaður, verk- stjóri og framkvæmdastjóri í Grindavík. Hann flutti til Ísafjarð- ar á árinu 1996 og var fram- kvæmdastjóri Fjórðungssam- bands Vestfirðinga og síðan bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í rúm 12 ár. Hann var formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga í tólf ár og borgarfulltrúi og loks oddviti sjálfstæðismanna í borg- arstjórn Reykjavíkur í eitt kjör- tímabil. Kemur úr sveitarstjórn- armálum FORSTJÓRINN BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenska kalkþörungafélagið (Ís- kalk) vinnur að 40% stækkun kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal og undirbúningi nýrrar verksmiðju í Súðavík. Starfsemi fyrirtækisins mun því meira en tvöfaldast á næstu árum, nái þessi áform fram að ganga. Árleg fram- leiðslugeta verksmiðjanna mun aukast úr 85 þúsund tonnum á ári í 240 þúsund tonn. Ískalk hefur leyfi til að taka 2,5 milljónir af þörungaseti sem myndað er úr dauðum kalkþör- ungum af botni Arnarfjarðar til ársins 2033. Þörungarnir eru tekn- ir af tveimur svæðum þar, en áætlað er að 21,5 milljónir tonna af kalkþörungum séu í Arnarfirði öllum. Halldór Halldórsson, for- stjóri Íslenska kalkþörungafélags- ins, segir að mikið vanti upp á að verksmiðja félagsins geti nýtt það magn sem leyfi er til að taka til ársins 2033. Markaðurinn kalli hins vegar á meiri framleiðslu. Halldór segir að fyrirtækið telji ekki að stækkun verksmiðjunnar þurfi að fara í umhverfismat, þar sem ekki er fyrirhugað að taka meiri kalkþörunga en þegar er leyfi fyrir. Umsókn um þetta ligg- ur hjá Skipulagsstofnun. Til þess að auka framleiðsluna þarf að auka við húsnæði og tækjakost og er áætlað að stofn- kostnaður sé um milljarður. Bæta þarf við 6-7 starfsmönnum. Fyrir rúmu ári byggði Ískalk raðhús með átta íbúðum fyrir starfsfólk. Það var fyrsta íbúðarhúsið sem reist hafði verið á staðnum í tæp þrjátíu ár. 40-50 starfsmenn í Súðavík Ný verksmiðja í Súðavík, Djúp- kalk, yrði byggð upp með nýjustu tækni og er mun meiri fram- kvæmd en stækkunin á Bíldudal, enda er gert ráð fyrir 120 þúsund tonna framleiðslugetu á ári. Verk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.