Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Í september Ljósblár himinn. Dimmblá fjöll og dökkgræn grenitré. Náttúran dró upp fagra síðsumarmynd við Elliðavatn. Eða kannski er þetta haustmynd? Það fer eftir því hvernig litið er á málið.
Árni Sæberg
Fyrir skömmu var
tilkynnt nafn götu-
spotta milli Hverfis-
götu og Lindargötu að
tillögu Ara Matthías-
sonar þjóðleikhús-
stjóra og hann nefndur
eftir Thorbjørn Egner,
brúðumeistara, mynd-
listarmanni og leik-
skáldi. Sundið var
nafnlaust, en liggur
milli Þjóðmenningar-
húss, Hæstaréttar og Þjóðleikhúss-
ins. Þjóðleikhúsráði var fyrir nokkr-
um misserum kynnt að til stæði að
nefna götuna en þá fór Ari Matt-
híasson dult með tillögu sína. Ekki
er vitað um álit Hæstiréttar eða
stjórnar Þjóðmenningarhúss.
Víst er Thorbjørn Egner sómi
sýndur með tillögu þjóðleikhússtjór-
ans. Á heimasíðu leikhússins segir:
„Egner hreifst svo mjög af sýn-
ingum Þjóðleikhússins á verkum
sínum að hann gaf leikhúsinu sýn-
ingarréttinn á þeim í hundrað ár.
Gjöfin var háð því skilyrði að höf-
undarréttargreiðslur skyldu renna í
sjóð sem styrkja ætti leiklistar-
starfsemi.“ Gjöfina afhenti Egner á
25 ára afmæli leikhússins 1975 en þá
var Kardemommubærinn leikinn í
þriðja sinn: „Thorbjørn Egner gerði
því næst grein fyrir
fyrstu úthlutun úr sér-
stökum sjóði, Kardi-
mommusjóðnum, sem
hann hefur stofnað
með höfundarlaunum
fyrir verk sín frá Þjóð-
leikhúsinu, en hlutverk
sjóðsins á að vera að
auka samskipti ís-
lenzkra og norskra
leikara,“ segir í frétt
Morgunblaðsins og
Vísir segir: „Thorbjørn
Egner hefur gefið öll
höfundarlaun sín
vegna sýningar Kardemommu-
bæjarins hér í sérstakan sjóð til að
efla samskipti milli norsks og ís-
lenzks leikhúsfólks.“
Talsvert var um hátíðarhöld 1975:
„… verður úthlutað úr Menningar-
sjóði en hann er jafngamall leikhús-
inu. Thorbjørn Egner … hefur sýnt
þá velvild og rausn að gefa höfund-
arlaun sín, sem leikhúsráð ráðstafar
í samráði við hann.“ Menningar-
sjóðinn lagði Ari af og var því and-
æft í þjóðleikhúsráði hinn 28. októ-
ber 2016. Kvað hann stofnfé uppurið
og tekjustofn væri vafasamur.
Tvennum sögum fer af Karde-
mommusjóði. Á heimasíðu leikhúss-
ins segir: „Gjöfin var háð því skil-
yrði að höfundarréttargreiðslur
skyldu renna í sjóð sem styrkja ætti
leiklistarstarfsemi.“ Þar er vikið frá
skilmálum gjafarinnar.
Veitt var úr sjóðnum í tólfta sinn í
upphafi árs 2013. Þá sagði Tinna
Gunnlaugsdóttir leikhússtjóri gjöf-
ina „allar höfundatekjur með ósk
um að þær yrðu nýttar til styrkveit-
inga eða einhvers sem verða mætti
til nota og gleði fyrir Þjóðleikhúsið“,
og fengu fimm listamenn 300 þús-
und hver. Segir í ársskýrslu 2013:
„Tekjur sjóðsins hafa verið notaðar
til að veita viðurkenningar og styrki
til leikhúsfólks og til að efla leik-
hússtarf í þágu barna.“ Fjórum ár-
um fyrr var veitt úr sjóðnum og þá
sagt: „Thorbjörn Egner stofnsetti
sjóðinn fyrir 25 árum til að efla sam-
skipti og kynningu á leiklistar-
sviðinu milli Íslendinga og Norð-
manna.“
Höfundarlaun eru samningsatriði
hverju sinni ef um aðkeyptan er-
lendan rétt er að ræða. Hæst hafa
þau farið í 25% af miðasölu á síðari
tímum. Höfundarlaun Egners taka
til texta, búninga- og leikmyndar-
teikninga. Á síðari árum hefur leik-
húsið kosið að víkja frá upphaf-
legum hugmyndum Egners um útlit
verka hans. Nú er fram undan svið-
setning á Kardemommubænum og
víst verður hún fjölsótt og leikin
langt fram á 2020. Miðaverð á
Ronju er nú kr. 4.500. Ef 50.000
gestir kaupa miða á Kardemommu-
bæinn verða tekjur af miðasölu 225
milljónir. Væru höfundarlaun 10%,
sem er hóflegt, ætti Kardemommu-
sjóðurinn að fá í sinn hlut kr.
22.500.000.
Leitað var til Þjóðleikhússins eft-
ir afriti af stofnskrá en svör hafa
ekki borist. Hjá sýslumanni Norður-
lands vestra sem annast sjóði og
stofnanir með staðfesta skipulags-
skrá er enga stofnskrá að finna, en
vísað á Fyrirtækjaskrá. Þar er að
finna skráningu á félagasamtökum
til heimilis að Lindargötu 7, Egner-
sjóðinn, án frekari fylgigagna. Sjóð-
urinn er reiðulaus, án stofnskrár, án
opinbers eftirlits annarra en starfs-
manna Þjóðleikhússins. Ókunnugt
er hvernig bókhaldi hans er fyr-
irkomið eða hversu há höfundarlaun
renna til hans. Blasir við að skil-
yrðum gjafarinnar er ekki hlýtt. Af
framansögðu má ráða að stjórn leik-
hússins hefur í áratugi farið frjáls-
lega með tekjur sjóðsins. Upphaf-
legt skilyrði um tengsl listamanna
hússins við starfsbræður og -systur
í Noregi er gleymt og tekjur hans
nýttar í almennan rekstur.
Ekki þýðir að sýta það sem liðið
er: setja þarf Kardemommu-
sjóðnum stofnskrá, skilgreina hlut-
fall höfundarréttar af miðaverði,
skipa sjóðnum stjórn sem hefur
armslengd frá rekstri Þjóðleikhúss-
ins og væri ákjósanlegt að fulltrúi
eigenda réttarins sæti þar, t.d.
norski sendiherrann. Samskipti ís-
lenskra og norskra listamanna
liggja víðar en í starfsmannahópi
Þjóðleikhússins, Egner sinnti
brúðugerð, myndskreytingum og
leikritun. Væri ákjósanlegt að
áhersla væri á styrkjum til lista-
manna á því sviði – á Íslandi og í
Noregi. Það er nýskipaðs þjóðleik-
húsráðs að huga að því, er formaður
ráðsins snýr heim eftir að hafa ráðið
og stýrt heiðurssessi Norðmanna á
Bókamessunni í Frankfurt. Þarf að
staðfesta þá stefnubreytingu af leik-
húsráði og ráðherra svo gjöfin
hverfi ekki hljóðlega inn í rekstur
Þjóðleikhússins. Aðeins þannig er
minningu Thorbjörns Egners sýnd-
ur sá sómi sem hann á skilið hvað
sem götuheitum líður.
Eftir Pál Baldvin
Baldvinsson » Setja þarf Karde-
mommusjóðnum
stofnskrá, skilgreina
hlutfall höfundarréttar
af miðaverði, skipa
sjóðnum stjórn sem hef-
ur armslengd frá rekstri
Þjóðleikhússins.
Páll Baldvin
Baldvinsson
Höfundur er fráfarandi formaður Fé-
lags leikstjóra á Íslandi og sat í þjóð-
leikhúsráði, en er nýskipaður for-
maður leiklistarráðs.
pallbaldvinsson@gmail.com
Kardemommusjóðurinn