Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Gran Canaria 22. október í 3 vikur Verð frá kr. 179.995 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Katrín Jakobsdóttir ræddi loftslags- málin sérstaklega í stefnuræðu for- sætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi, meðal annars í ljósi óstöðugs veður- fars og náttúruhamfara. Formenn sumra stjórnarandstöðuflokka tóku undir áhyggjur hennar af loftslags- málunum í umræðunum en aðrir lýstu efasemdum um forsendur ályktana hennar eða gagnrýndu þær aðgerðir sem ríkisstjórnin grípur til. „Loftslagsváin er að skapa neyðarástand nú þegar víða um heim. Hún er okkar stærsta áskor- un,“ sagði forsætisráðherra. „Mann- kynið ber ábyrgð á ástandinu, mann- kyninu stafar ógn af því og nú er stærsta verkefni mannkynsins að draga úr hraða þessarar ógnvæn- legu þróunar, lágmarka skaðann og tryggja framtíð okkar og lífríkisins alls á þessari plánetu. Því að mann- kynið á ekki eftir að fá annað tæki- færi á annarri plánetu heldur aðeins það tækifæri sem við höfum hér og nú.“ Hún sagðist stolt af því að leiða ríkisstjórn sem legði fram fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlunina til að berjast gegn loftslagsvánni, en hún snerist um orkuskipti í sam- göngum og stóraukna kolefnisbind- ingu. Nýttir yrðu efnahagslegir hvatar til að ná loftslagsmarkmiðum, bæði grænir skattar og grænar íviln- anir. Umræðan þarf að halda áfram Katrín kom inn á heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og þá umræðu sem skapast hefði um samskipti Íslands við stórveldi heimsins, um öryggis- og friðarmál, hernaðaruppbyggingu og loftslags- mál. Sú umræða þyrfti að halda áfram. „Ég legg ríka áherslu á að lofts- lagsváin verður ekki leyst með gamaldags málflutningi kalda stríðs- ins heldur þarf alþjóðlega samvinnu þar sem allir sitja við borðið. Þess vegna setjum við umhverfismálin í forgang í formennskuáætlun okkar íslenskra stjórnvalda í Norður- skautsráðinu og nýtum hvert tæki- færi sem gefst á vettvangi alþjóða- mála til að setja loftslagsmálin á dagskrá,“ sagði forsætisráðherra. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, tók undir orð for- sætisráðherra um neyðarástand vegna hamfarahlýnunar af manna- völdum en vildi bæta við öðrum ógn- um mannkyns: ójöfnuði og ófriði. Aldrei hefði verið meiri ástæða til samvinnu. „Samt treystir ríkis- stjórnin sér ekki til að ráðast í að- gerðir í loftslagsmálum sem uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Og í stað þess að boða nánari sam- vinnu við Evrópuríki – sem leiða að- gerðir í loftslagsmálum – eygja þau frekar tækifæri í samstarfi við stór- veldi, með leiðtoga, sem sjá skamm- tíma ávinning í glundroða,“ sagði Logi Einarsson. Nálgast málin á rangan hátt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði að loftslagsmálin væru vissulega mikil- væg en þeir sem mest töluðu um þau nálguðust málin oft á kolrangan hátt. „Til að takast á við stór úrlausnar- efni eins og ógnir í umhverfismálum þurfum við að beita vísindum og skynsemi, en ekki notast við sýndar- pólitík og moka ofan í skurði. Og ekki með því að finna upp nýja refsi- skatta, hvaða nöfnum sem þeir eru nefndir. Skatta sem hafa ekki önnur áhrif en að auka álögur á almenning, hækka verðlagsvísitölu og bitna auð- vitað verst á þeim tekjulægri,“ sagði Sigmundur. Ráðstöfunartekjur hækka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á lækkun tekjuskatts einstaklinga sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Það þýddi að ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækkuðu um rúmlega 120 þúsund kr. á ári. Ríkis- sjóður myndi skila 21 milljarði á ári til skattgreiðenda, eða réttara sagt: hætta að taka þessa fjárhæð af þeim. Jafnframt væri verið að stórauka fjárfestingar í innviðum og auka fjárframlög til margra málaflokka. Gott að búa á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- gönguráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins, fór yfir störf ráð- herra flokksins og ríkisstjórnar- innar. Nefndi að brýnt væri að setja skýrar reglur um kaup og sölu á jörðum þar sem þróun síðustu ára hefði verið algerlega óviðunandi. „Ísland er um margt fyrirmyndar- samfélag sem er jafnan ofarlega á listum um hagsæld og lífsgæði í heiminum, deilir toppsætunum með nágrannaþjóðum okkar á Norður- löndum,“ sagði ráðherra og lauk ræðu sinni þannig: „Ríkisstjórnin hefur skýra sýn hvað varðar lífsgæði og tækifæri á Íslandi og metnað til að gera stöðugt betur. Það er nefni- lega gott að búa á Íslandi.“ Á miðju vegasaltsins Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði að ríkis- stjórnin gæti ekki varið hagsmuni landsins í utanríkis- og varnar- málum vegna bresta í baklandi stjórnarflokkanna. „Ísland þarf nú, líkt og aðrar þjóðir, að velja hvort þróa eigi tengslin í fjölþjóða- samstarfi eins og ESB eða hverfa aftur til tvíhliða samskipta að hætti Breta og Bandaríkjamanna. Ríkis- stjórnarflokkarnir sitja hins vegar á miðju vegasaltsins og vita ekki sitt rjúkandi ráð.“ Ólafur Ísleifsson, formaður þing- flokks Miðflokksins, rakti aukinn áhuga bandarískra stjórnvalda á Ís- landi og norðurslóðum og samstarfs- verkefni kínverskra stjórnvalda sem nefnt er Belti og braut. „Fram hefur komið að afstaða ríkisstjórnarinnar til hins kínverska frumkvæðis virðist leika á tveimur tungum. Athygli vek- ur að forsætisráðherra notaði ekki stefnuræðu sína til að skýra stefnu ríkisstjórnar sinnar til þessa mál- efnis. Loftslagsváin er stærsta áskorunin  Forsætisráðherra segir að loftslagsváin verði ekki leyst með gamaldags málflutningi kalda stríðsins  Formaður Miðflokksins segir að beita þurfi skynsemi og vísindum í baráttunni en ekki sýndarpólitík Morgunblaðið/Eggert Eldhúsdagur Katrín Jakobsdóttir flutti stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi og í kjölfarið skiptust þingmenn á skoðunum um hana. Formaður Inga Sæland sagði frá stefnumálum Flokks fólksins og hvaða lausnir hann hefði fram að færa. Við hlið forseta Alþingis, Steingríms J. Sigfússonar, situr Ragna Árnadóttir, nýr skrifstofustjóri þingsins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði sögu úr eigin lífi þegar hún gagnrýndi velferðar- kerfið. Hún sagði að það hefði tekið sjúkrabíl 32 mínútur að koma til heimilis hennar í Grafarholti þegar maður „hrundi niður“. Þetta hefði þó verið klukkan hálf ellefu að morgni og lítil umferð. „Hvað í veröldinni er í gangi? Ef viðkom- andi sem þarna hrundi niður væri verulega tæpur á því væri hann löngu dauður. Það segir sig sjálft,“ sagði Inga. Hvað í veröld- inni er í gangi? SAGA AF HEIMILINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.