Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 76
76 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Heimildarmynd- in Síðasta haust- ið eftir Yrsu Roca Fannberg verður ein þeirra mynda sem keppa í ár um að- alverðlaun Alþjóðlegu kvik- myndahátíðar- innar í Reykja- vík, RIFF, Gullna lundann og er það aðeins í annað sinn í 16 ára sögu keppninnar sem íslensk mynd er í aðalkeppnisflokki hátíðarinnar, Vitrunum. Í þeim flokki tefla leikstjórar fram sinni fyrstu eða annarri mynd. Þó RIFF hefjist ekki fyrr en 26. september fer forsýning mynd- arinnar fram í kvöld kl. 20 í félags- heimilinu í Árneshreppi á Strönd- um þar sem sagan á sér stað. Myndin verður frumsýnd á RIFF 30. september og önnur sýning á henni verður 6. október. Báðar sýn- ingar verða í Bíó Paradís. Heims- frumsýning fór fram á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékk- landi 1. júlí síðastliðinn. Síðasta haustið keppir um lundann Yrsa Roca Fannberg. Hljómsveitar- verkið „Maxímús Músíkús fer á fjöll“, eða „Max- imus Musicus Explores Ice- land“ í enskri þýðingu, er til- nefnt til evr- ópsku verð- launanna YAM- award sem stendur fyrir Young Audiences Music Awards, í flokki bestu hljóm- sveitarverka fyrir unga áheyrend- ur. Sinfóníuhljómsveit Íslands hljóðritaði og flutti verkið eins og allar fyrri sögurnar um Maxímús en „Maxímús Músíkús fer á fjöll“ er sú fimmta og var samin að beiðni Fílharmóníusveitar Los Angeles og frumflutt í Walt Disney Concert Hall árið 2017. Hallfríður Ólafsdóttir, flautuleik- ari við Sinfóníuhljómsveit Íslands, er höfundur sagnanna um Maxí- mús. Tilnefnt til YAM Hallfríður Ólafsdóttir Listamennirnir Snorri Ásmundsson, Curver Thoroddsen, Ásgerður Birna Björnsdóttir og Þóranna Björnsdóttir segja í kvöld kl. 20 í Lista- safni Reykjavíkur í Hafnarhúsi frá verkum sín- um á sýningunni Haustlaukar sem nú fer fram víða um borgina. Á sýningunni setja þau fram ný verk sem birtast á fjölbreyttan og nýstár- legan hátt víða um Reykjavík og í sameiginlegu rými tækni samtímans. Ásgerður Birna Björnsdóttir Samtal við listamenn Haustlauka KAF er heimildarmynd umungbarnasund. Einblínter á Snorra Magnússonsundkennara sem hefur staðið fyrir ungbarnasundi í Skála- túnslaug í Mosfellsbæ frá árinu 1990. Snorri er annálaður fyrir að ná einstakri tengingu við smábörn. Markmið sundtímanna er meðal ann- ars að efla styrk og hreyfiþroska barnanna og Snorri hefur sýnt fram á að agnarlítil börn geti gert ótrúleg- ustu hluti, eins og að standa upprétt, löngu áður en það er talið mögulegt samkvæmt rannsóknum. Snorri nær líka að „skilyrða“ börnin en hann getur fengið þau til að framkvæma flóknar aðgerðir með bendingum, hljóðum og líkamsbeitingu. Tímarnir snúast samt kannski fyrst og fremst um að örva skynfæri barnanna, hvetja til leiks, efla félagshæfni þeirra og tengsl við foreldrana. Snorri er geysilega heillandi mað- ur og fullkomin aðalpersóna í heim- ildarmynd. Hann er alþýðlegur, sjarmerandi og skemmtilegur og maður fær mjög sterka tilfinningu fyrir ástríðunni sem hann leggur í starfið. Snorri er einn af þessum mönnum sem bjarga heiminum á hverjum degi, þótt það rati kannski ekki í heimsfréttirnar. Þótt Snorri sé aðalpersónan eru aukapersónurnar ekki síður mikil- vægar. Persónugalleríið er auðugt en það samanstendur af ungbörnum og foreldrum þeirra. Þótt börnin séu agnarsmá, á aldrinum þriggja til níu mánaða, þýðir það ekki að þau séu öll eins. Sum þeirra eru pínulítil og við- kvæm, önnur þroskaðri og kraft- meiri. Sum eru róleg og alvarleg, önnur eru gáskafull, glettin og há- vær. Foreldrarnir eru sömuleiðis ólíkir, líkt og sjá má á viðtölum, og þau hafa mismunandi skoðanir á tím- unum. Flest sameinast þau þó um að það mikilvægasta við tímana sé tengslamyndunin sem þar á sér stað. Í myndinni er rætt við fræðimenn og sálfræðinga sem ræða um ung- barnasundið frá fræðilegu sjónar- horni og kynna áhorfendum undir- stöðuatriði í þroskasálfræði. Meðal viðmælenda er breski barnasálfræð- ingurinn Colwyn Trevarthen. Trev- arthen þykir mikið til Snorra koma, ekki einungis vegna þess að hann getur látið börnin gera ýmislegt sem þykir óhugsandi, heldur sérstaklega vegna þess ótrúlega næmis og teng- ingar sem Snorri nær við börnin. Kvikmyndataka Bergsteins Björgúlfssonar er venju samkvæmt til fyrirmyndar. Skálatúnslaugin, þar sem lunginn út myndinni fer fram, er mjög skemmtileg sviðsmynd því ólíkt flestum íslenskum sundlaugum er hún kringlótt og inni í eins konar garðskála. Í myndatökunni eru formin í lauginni sérstaklega dregin fram, mikið er unnið með boga- dregnar línur og samhverfur. Klippingin er vel heppnuð, sem skiptir höfuðmáli í heimildar- myndum. Heimildarmyndagerð er nefnilega svo sérkennileg, fólk tekur upp helling af myndefni án þess að vita nákvæmlega hvað muni eiga sér stað hverju sinni og þarf svo að búa til rökrétta sögu úr efninu. Snorri notast markvisst við söng og takt í sundtímunum og þetta vinnulag hef- ur mikil áhrif á klippinguna, sem er stundum snörp og taktviss, stundum flæðandi og melódísk. Þessi söngur og taktur hefur líka áhrif á hljóð- myndina, sem er skapandi og flott. Í heild flæðir frásögnin vel og verður ekki endurtekningasöm. Reyndar er myndefnið svo skemmtilegt og snúllulegt að maður myndi seint þreytast á því, þrátt fyrir endur- tekningar. Við kynnumst bakgrunni Snorra lítillega en það er ekki beinlínis farið á dýpið, við köfum ekki neitt óskap- lega djúpt í hans ævisögu enda er það ekki markmiðið, myndin er ekki að leita svara við stórum spurningum og það er engin sérstök úrlausn í lok hennar. Vissulega er talað við fræði- menn en samt er ekki verið að opin- bera nein byltingarkennd vísindaleg afrek, því að myndin er fyrst og fremst innlit, gluggi inn í litla veröld. Blauta og brjálæðislega krúttlega veröld. Myndin rímar þannig vel við þetta tímabil í lífi foreldra og ung- barna, sem er lítill gluggi í ævinni, fyrsta árið þar sem nánast ekkert kemst að nema fjölskyldan. KAF er algjör „feel-good“-mynd, kannski er þetta ný grein: vellíð- unarheimildarmyndir. Myndin er portrett af Snorra Magnússyni og lífsspeki hans og Þorsteinn Bach- mann, sem er einn af feðrunum sem koma fram í myndinni, kjarnar þessa speki ágætlega þegar hann segir: „Ég held að hann elski lífið mjög mikið. Meira en gengur og gerist.“ Þessi lífsgleði skilar sér algjörlega og ég efa að nokkur áhorfandi geti stillt sig um að brosa hringinn nánast samfleytt þær 72 mínútur sem myndin stendur yfir. Buslandi barnæska Í sundi Snorri með ungbarn í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ. Stilla úr heimildarmyndinni KAF sem eykur vellíðan. Bíó Paradís KAF bbbbm Leikstjórar: Elín Hansdóttir, Hanna Björk Valsdóttir, Anna Rún Tryggvadótt- ir. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björg- úlfsson. 72 mín. Ísland, 2019. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Dásamlegur þvottur - einfalt, íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar fylgja. Þurrkarinn TDB130WP fékk góða einkunn í úttekt þýsku neytendasamtakanna árið 2017. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.