Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 30
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að aug- lýsa tillögu að breyttu deiliskipu- lagi fyrir svokallaðan Byko-reit, áð- ur Steindórsreit, þ.e. lóðir nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut. Lóðin stendur nálægt Ánanaustum í Vesturbænum, gegnt JL-húsinu við Hringbraut. Helstu breytingar frá fyrra skipulagi eru þær að íbúðum á reitnum fjölgar um 14, fara úr 70 í 84. Íbúðirnar verða í þremur hús- um. Hæst verða húsin fimm hæðir næst Hringbraut. Atvinnustarf- semi verður á jarðhæð. Það telst til tíðinda að samkvæmt nýju tillögunni er fallið frá fyrri hugmyndum um hótel. Því verður eingöngu íbúðabyggð á reitnum. Hótelið átti að vera í fimm hæða byggingu, alls 4.300 fermetrar. Inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verður heimiluð frá Hringbraut samkvæmt nýju tillögunni en engin innkeyrsla verður við Sólvallagötu. Loks er gert ráð fyrir að svalir megi ná út fyrir byggingarreit/ lóðamörk að Hringbraut. Tillagan er unnin af Plúsarkitektum ehf. Kaldalón eigandi reitsins Byko-reitur markast af Fram- nesvegi, Hringbraut og Sólvalla- götu. Eigandi reitsins er þróunar- félagið Kaldalón, sem hyggst standa fyrir uppbyggingu þar. Gildandi deiliskipulag var sam- þykkt í desember 2016. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni verður heildarbyggingamagn 15.700 fer- metrar og verður það óbreytt. Gert er ráð fyrir ca. einu bílastæði fyrir hverja íbúð, alls 85 bílastæðum. Á norðurhluta Byko-reitsins standa stórar verslunarbyggingar á einni hæð með mikilli lofthæð. Þar eru bílastæði með aðkomu frá Hringbraut og götustæði/kantstæði meðfram húshlið á Sólvallagötu. Byggingar við Framnesveg standa utan skipulagssvæðisins. Í desember 2006 samþykkti borgarráð deiliskipulag fyrir reit- inn. Þar var gert ráð fyrir að 70 íbúðir yrðu byggðar á lóðinni. Ekk- ert varð úr að byggt yrði á reitnum samkvæmt þessu skipulagi. Í deiliskipulaginu frá 2006 hét umrædd lóð Steindórslóð við Hringbraut. Í nýja skipulaginu er hins vegar talað um Byko-reit. Er hér væntanlega vísað til þess að í verslunarhúsinu á lóðinni var Byko um árabil með rekstur. Síðar var þar verslun Víðis en verslunar- húsnæðið hefur staðið autt síðan sú verslun varð gjaldþrota. Hins veg- ar rekur Íslandspóstur póstmiðstöð í suðurenda hússins. Fyrsta stóra tónleikahúsið Húsið stendur við Sólvallagötu 77 og er 1.483 fermetrar. Húsið reisti Steindór Einarsson, jafnan nefndur bílakóngur Reykjavíkur, undir starfsemi sína. Hann rak Bif- reiðastöð Steindórs, sem var þekkt fyrirtæki á sinni tíð. Á jólaföstu ár- ið 1939 stóð Tónlistafélagið í Reykjavík fyrir miklum menn- ingarviðburði í húsinu. Flutt var „Sköpunin“ eftir Joseph Haydn og stjórnandi var Páll Ísólfsson. Var þetta fyrsta óratórían sem flutt var hér á landi. Ekkert annað hús í bænum rúmaði bæði kór og hljóm- sveit, sem voru um 100 manns. Utan á húsinu er skjöldur til minn- ingar um þennan viðburð. „Ekki er gerð krafa um varð- veislu neins húss á skipulags- reitnum,“ segir í deiliskipulags- tillögunni frá 2016. Samþykkt tillögunnar mun þó ekki þýða að niðurrif húsa sé heimilað. Ákvörð- un um slíkt yrði tekin á seinni stigum. Deiliskipulagstillagan hefur ver- ið birt á vefnum www.reykjavik.is undir liðnum skipulag í kynningu. Þar getur almenningur kynnt sér tillöguna og sent inn athugasemdir. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út þriðjudaginn 22. október. Hætt við hótel á Byko-reitnum  Nýr þéttingarreitur í Vesturbænum  Deiliskipulag gerir ráð fyrir 84 íbúðum nyrst við Hring- braut  Þekkt verslunarhús á lóðinni þarf að víkja  Steindór „bílakóngur“ reisti húsið á síðustu öld Tölvumyndir/Plúsarkitektar Nýbyggingar Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér aðalbygginguna á Byko-reitnum. Horft er frá hjólastígnum við Ánanaust. Grandatorg er fyrir framan húsið. Það verður skeifulaga, líkt og JL-húsið beint á móti. Byko-reiturinn Hann markast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu. Íbúðir verða í tveimur minni húsunum við Sólvallagötuna og íbúðir, verslun og þjónusta í því stærsta. Húsaröðin við Framnesveginn verður óbreytt. 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Byggðastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til verslana í strjálbýli á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Gert er ráð fyrir að 3-4 verslanir verði styrktar. Markmið með aðgerðinni er að styðja verslun í skilgreindu strjál- býli fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt upp- dráttar, segir í frétt á heimasíðu Byggðastofnunar. Þar er að finna nánari upplýsingar um verkefnið. Framlögin geta nýst til að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með sam- spili við aðra þjónustu, breyttri upp- setningu í verslunum og bættri að- komu. Umsóknarfrestur er til 16. október næstkomandi. Verslunarrekendur eða þeir sem hyggja á verslunarrekstur á skil- greindum svæðum geta sótt um þau framlög sem auglýst eru. Verslan- irnar þurfa að vera í a.m.k. 150 kíló- metra akstursfjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu, 75 km aksturs- fjarlægð frá Akureyri og 40 km akstursfjarlægð frá byggðakjörnum með yfir 1.000 íbúa, eða í Grímsey og Hrísey. Þriggja manna valnefnd ger- ir tillögur til ráðherra um veitingu framlaga á grundvelli skilmála. Byggðastofnun annast umsýslu um- sókna um framlög fyrir hönd ráðu- neytisins. sisi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Frá Grímsey Einn þeirra staða á landinu þar sem verslun getur hlotið styrk. Verslanir í strjál- býli verða styrktar Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.