Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 30

Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 30
BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að aug- lýsa tillögu að breyttu deiliskipu- lagi fyrir svokallaðan Byko-reit, áð- ur Steindórsreit, þ.e. lóðir nr. 77 við Sólvallagötu og nr. 116 við Hringbraut. Lóðin stendur nálægt Ánanaustum í Vesturbænum, gegnt JL-húsinu við Hringbraut. Helstu breytingar frá fyrra skipulagi eru þær að íbúðum á reitnum fjölgar um 14, fara úr 70 í 84. Íbúðirnar verða í þremur hús- um. Hæst verða húsin fimm hæðir næst Hringbraut. Atvinnustarf- semi verður á jarðhæð. Það telst til tíðinda að samkvæmt nýju tillögunni er fallið frá fyrri hugmyndum um hótel. Því verður eingöngu íbúðabyggð á reitnum. Hótelið átti að vera í fimm hæða byggingu, alls 4.300 fermetrar. Inn- og útkeyrsla úr bílakjallara verður heimiluð frá Hringbraut samkvæmt nýju tillögunni en engin innkeyrsla verður við Sólvallagötu. Loks er gert ráð fyrir að svalir megi ná út fyrir byggingarreit/ lóðamörk að Hringbraut. Tillagan er unnin af Plúsarkitektum ehf. Kaldalón eigandi reitsins Byko-reitur markast af Fram- nesvegi, Hringbraut og Sólvalla- götu. Eigandi reitsins er þróunar- félagið Kaldalón, sem hyggst standa fyrir uppbyggingu þar. Gildandi deiliskipulag var sam- þykkt í desember 2016. Samkvæmt deiliskipulagstillögunni verður heildarbyggingamagn 15.700 fer- metrar og verður það óbreytt. Gert er ráð fyrir ca. einu bílastæði fyrir hverja íbúð, alls 85 bílastæðum. Á norðurhluta Byko-reitsins standa stórar verslunarbyggingar á einni hæð með mikilli lofthæð. Þar eru bílastæði með aðkomu frá Hringbraut og götustæði/kantstæði meðfram húshlið á Sólvallagötu. Byggingar við Framnesveg standa utan skipulagssvæðisins. Í desember 2006 samþykkti borgarráð deiliskipulag fyrir reit- inn. Þar var gert ráð fyrir að 70 íbúðir yrðu byggðar á lóðinni. Ekk- ert varð úr að byggt yrði á reitnum samkvæmt þessu skipulagi. Í deiliskipulaginu frá 2006 hét umrædd lóð Steindórslóð við Hringbraut. Í nýja skipulaginu er hins vegar talað um Byko-reit. Er hér væntanlega vísað til þess að í verslunarhúsinu á lóðinni var Byko um árabil með rekstur. Síðar var þar verslun Víðis en verslunar- húsnæðið hefur staðið autt síðan sú verslun varð gjaldþrota. Hins veg- ar rekur Íslandspóstur póstmiðstöð í suðurenda hússins. Fyrsta stóra tónleikahúsið Húsið stendur við Sólvallagötu 77 og er 1.483 fermetrar. Húsið reisti Steindór Einarsson, jafnan nefndur bílakóngur Reykjavíkur, undir starfsemi sína. Hann rak Bif- reiðastöð Steindórs, sem var þekkt fyrirtæki á sinni tíð. Á jólaföstu ár- ið 1939 stóð Tónlistafélagið í Reykjavík fyrir miklum menn- ingarviðburði í húsinu. Flutt var „Sköpunin“ eftir Joseph Haydn og stjórnandi var Páll Ísólfsson. Var þetta fyrsta óratórían sem flutt var hér á landi. Ekkert annað hús í bænum rúmaði bæði kór og hljóm- sveit, sem voru um 100 manns. Utan á húsinu er skjöldur til minn- ingar um þennan viðburð. „Ekki er gerð krafa um varð- veislu neins húss á skipulags- reitnum,“ segir í deiliskipulags- tillögunni frá 2016. Samþykkt tillögunnar mun þó ekki þýða að niðurrif húsa sé heimilað. Ákvörð- un um slíkt yrði tekin á seinni stigum. Deiliskipulagstillagan hefur ver- ið birt á vefnum www.reykjavik.is undir liðnum skipulag í kynningu. Þar getur almenningur kynnt sér tillöguna og sent inn athugasemdir. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út þriðjudaginn 22. október. Hætt við hótel á Byko-reitnum  Nýr þéttingarreitur í Vesturbænum  Deiliskipulag gerir ráð fyrir 84 íbúðum nyrst við Hring- braut  Þekkt verslunarhús á lóðinni þarf að víkja  Steindór „bílakóngur“ reisti húsið á síðustu öld Tölvumyndir/Plúsarkitektar Nýbyggingar Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér aðalbygginguna á Byko-reitnum. Horft er frá hjólastígnum við Ánanaust. Grandatorg er fyrir framan húsið. Það verður skeifulaga, líkt og JL-húsið beint á móti. Byko-reiturinn Hann markast af Framnesvegi, Hringbraut og Sólvallagötu. Íbúðir verða í tveimur minni húsunum við Sólvallagötuna og íbúðir, verslun og þjónusta í því stærsta. Húsaröðin við Framnesveginn verður óbreytt. 30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Byggðastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um framlög sem veitt eru til verslana í strjálbýli á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Gert er ráð fyrir að 3-4 verslanir verði styrktar. Markmið með aðgerðinni er að styðja verslun í skilgreindu strjál- býli fjarri stórum þjónustukjörnum þar sem verslun hefur átt erfitt upp- dráttar, segir í frétt á heimasíðu Byggðastofnunar. Þar er að finna nánari upplýsingar um verkefnið. Framlögin geta nýst til að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, m.a. með sam- spili við aðra þjónustu, breyttri upp- setningu í verslunum og bættri að- komu. Umsóknarfrestur er til 16. október næstkomandi. Verslunarrekendur eða þeir sem hyggja á verslunarrekstur á skil- greindum svæðum geta sótt um þau framlög sem auglýst eru. Verslan- irnar þurfa að vera í a.m.k. 150 kíló- metra akstursfjarlægð frá höfuð- borgarsvæðinu, 75 km aksturs- fjarlægð frá Akureyri og 40 km akstursfjarlægð frá byggðakjörnum með yfir 1.000 íbúa, eða í Grímsey og Hrísey. Þriggja manna valnefnd ger- ir tillögur til ráðherra um veitingu framlaga á grundvelli skilmála. Byggðastofnun annast umsýslu um- sókna um framlög fyrir hönd ráðu- neytisins. sisi@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Frá Grímsey Einn þeirra staða á landinu þar sem verslun getur hlotið styrk. Verslanir í strjál- býli verða styrktar Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.