Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Ótalmargir dalir liggja langt inn í landið fyrir norðan, frá Hrútafirði austur í Þingeyjarsýslur. Flestir eru dalirnir langir, hlíðarnar háar, yfir- leitt vel grónar og stundum skógi vaxnar. Bæirnir eru undir brekkum eða niðri á láglendinu, þar sem ár og lækir liðast fram. Lýsing þessi getur átt við um marga dali norðanlands, en hver þeirra hefur þó sinn svip. Vatnsdalur í Austur-Húnavatns- sýslu þar með talinn. Þegar komið er úr vestri er beygt af hringveginum inn í Vatnsdalinn á móts við Þórdísarlund; skógarreit þar sem er minnisvarði um Þórdísi Ingimundardóttur, fyrsta innfædda Húnvetninginn. Þegar komið er inn í dalinn sjálfan er ekið um veg sem liggur skammt ofan við Flóðið, stöðuvatn sem Vatnsdalsá myndar. Þarna er eitt áhugaverðasta veiði- svæði landsins; silungur ofan Flóðs- ins og stórlaxaslóðir í grennd. Talning verkfræðinga Í mynni Vatnsdals setja hólarnir frægu sérstakan svip á umhverfið; lágar keilur sem mynda völundarhús á fjögurra ferkílómetra stóru svæði. Rétt eins og eyjarnar á Breiðafirði og vötnin á Arnarvatnsheiði eru Vatnsdalshólarnir sagðir óteljandi. Í fyrra var þó reynt að festa tölu með mælingum verkfræðinga Eflu. Þeir segja að þar sem land rís upp í að minnsta kosti hálfan metra séu hól- arnir alls 729 talsins. Önnur skilgreining Eflu miðaðist við að hólar á svæðinu væru allir toppar, minnst eins metra háir; hólar ofan á hóla. Samkvæmt því eru þetta 1.836 stykki; sem sennilega mynduðust í miklu skriðuhlaupi úr Vatnsdalsfjalli. Listin bjargaði lífinu „Í mínum huga breytir skilgrein- ingin engu. Hólarnir verða alltaf óteljandi,“ segir Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir, myndlistarkona á Vatnsdalshólum. Hún er fædd, upp- alin og býr á bæ sem heitir eftir hól- unum. Umhverfið á þessum stað er fallegt, sama hver árstíðin er. Núna hellast haustlitirnir yfir og þá segir Dóra áhugavert að glíma við þá á olíumálverkum, rétt eins og bjartar sumarnætur og norðurljósa- dans á myrkum himni. Á bæjarhlaði er Listakot Dóru sem var opnað fyrr á þessu ári. Það er fullt af fallegum munum; máluðum kertum og mál- verkum af landslagi, meðal annars í Vatnsdal. „Þegar vefjagigtin olli því að ég hætti að geta unnið sneri ég mér að listinni, sem bjargaði lífi mínu,“ segir Dóra. Leiðin inn vestanverðan Vatnsdal- inn er um 25 kílómetra löng og þar ber fyrir ýmislegt eftirtektarvert fyrir augu. Í landi Kornsár er lítil djúp tjörn sem á fljóta tvær litlar grasi grónar eyjur. Jafnt rennsli er í gegnum tjörnina og í botni hennar lindarauga sem glittir á við vissar aðstæður. Af auga þessu er dregið nafn tjarnarinnar sem er friðlýst. Gamla íbúðarhúsið á Kornsá er stórt og reisulegt, byggt 1879 af Lárusi Björnssyni Blöndal sýslu- manni, sem þar bjó 1877-1894. Þótti húsið með þeim veglegustu á landinu á sínum tíma – og fangar athygli vegfarenda enn í dag. Sama má segja um Undirfellskirkju. Hún var byggð árið 1915 eftir teikningum Rögnvaldar Ólafssonar, fyrsta ís- lenska arkitektsins. Turn kirkj- unnar er á einu horninu, en ekki fyr- ir miðju eins og almennt tíðkast. Það skapar húsinu sérstöðu. „Uppsprettuna dreymir“ Austanvert í dalnum er ekið undir hárri hlíð og af þeim slóðum má nefna bæina Bjarnastaði, Hjalla- land, Hvamm, Hof og Eyjólfsstaði; hvaðan var Sigurður Nordal pró- fessor (1884-1974). Meistari ís- lenskrar menningar var Sigurður Nordal stundum nefndur, maðurinn sem gaf íslenskum bókmenntum máttugt líf með frásögnum sínum. Og fáir hafa betur ort en Sigurður gerir í Stöku frá 1915 þar sem vísu- orðin eru: „Yfir flúðir auðnu og meins/ elfur lífsins streymir, / sjald- an verður ósinn eins / og uppsprett- una dreymir.“ Vatnsdal sleppir við bæinn Gríms- tungu. Þar tekur við Forsæludalur, kenndur við samnefndan bæ, en austan Vatnsdalsár og fjallsins sem heitir Múlinn er Kárdalur. Kárdals- tunga er innstur bæja þar, en þegar Vatnsdalurinn allur er undir teljast þar vera um 30 jarðir. Á mörgum er búið með sauðfé og hross og kýr eru á þremur bæjum. Þá er ferðaþjón- usta á nokkrum stöðum í dalnum, þar sem er margt að sjá. Alltaf óteljandi  Vatnsdalur  Flóðið og eyjur fljóta  Kirkja Rögnvaldar  Listakotið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kornsá Reisulegt sýslumannshús. Listakona Dóra málar dalinn sinn. Kattarauga Stöðugt innstreymi í tjörnina þar sem grænar eyjar eru á floti. Undirfell Svipsterk kirkja í dalnum. K o rt a g ru n n u r: O p e n S tr e e tM a p 1 Vatnsdalshólar Flóðið Flóðvangur ■ Helgavatn ■ Kornsá ■ Undirfell ■ Grímstunga ■ Forsæludalur ■ Kárdalstunga ■ ■ Hvammur ■ Eyjólfsstaðir Vatnsdalur Kattarauga Dalurinn Vatnsdalshólar eru á um það bil fjögurra ferkílómetra svæði sem nær meðal annars út í Flóðið. 26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár. Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora. Um þessar mundir er unnið að byggingu nýs íbúðarhúss á bænum Gils- stöðum sem er vestanvert í Vatnsdal. Að framkvæmdum stendur Kristján Þorbjörnsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Blönduósi. „Það eru mörg ár síðan síðast var byggt íbúðarhús hér í dalnum, en núna er hér allt í fullum gangi,“ segir Kristján, sem reisir 80 fermetra íbúðarhús með svefnlofti. Við hlið þess verður 12 fermetra geymslubygging með aðstöðu fyrir hitakúta og fleira. „Ég er á lokametrunum á starfsævinni. Vinn enn með frábæru fólki hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en svo taka eftirlaunin við og vonandi nægur tími. Það eru mörg tækifæri í sveitinni, þar sem ég er með hross og svo ætla ég út í skógrækt og landgræðsluverkefni. Bygging íbúðarhússins gengur vel og við lokum húsinu áður en vetur gengur í garð,“ segir Kristján, sem er frá Kornsá, sem er næsti bær við Gilsstaði. „Breytingarnar hér í Vatnsdal eru miklar frá því ég man fyrst eftir mér. Þá voru hér tugir bæja í byggð; oft 2-3 kynslóðir og kannski 10-15 manns í heimili að sumrinu. Mannlífið var fjölbreytt, gott og skemmtilegt og er enn,“ segir Kristján. Tækifærin eru í sveitinni ÍBÚÐARHÚS ER Í SMÍÐUM Á BÆNUM GILSSTÖÐUM Vatnsdælingur Er með hross og svo ætla ég út í skógrækt og landgræðsluverkefni, segir Kristján Þorbjörnsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og bóndi á Gilsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.