Morgunblaðið - 12.09.2019, Side 26
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ótalmargir dalir liggja langt inn í
landið fyrir norðan, frá Hrútafirði
austur í Þingeyjarsýslur. Flestir eru
dalirnir langir, hlíðarnar háar, yfir-
leitt vel grónar og stundum skógi
vaxnar. Bæirnir eru undir brekkum
eða niðri á láglendinu, þar sem ár og
lækir liðast fram. Lýsing þessi getur
átt við um marga dali norðanlands,
en hver þeirra hefur þó sinn svip.
Vatnsdalur í Austur-Húnavatns-
sýslu þar með talinn.
Þegar komið er úr vestri er beygt
af hringveginum inn í Vatnsdalinn á
móts við Þórdísarlund; skógarreit
þar sem er minnisvarði um Þórdísi
Ingimundardóttur, fyrsta innfædda
Húnvetninginn. Þegar komið er inn í
dalinn sjálfan er ekið um veg sem
liggur skammt ofan við Flóðið,
stöðuvatn sem Vatnsdalsá myndar.
Þarna er eitt áhugaverðasta veiði-
svæði landsins; silungur ofan Flóðs-
ins og stórlaxaslóðir í grennd.
Talning verkfræðinga
Í mynni Vatnsdals setja hólarnir
frægu sérstakan svip á umhverfið;
lágar keilur sem mynda völundarhús
á fjögurra ferkílómetra stóru svæði.
Rétt eins og eyjarnar á Breiðafirði
og vötnin á Arnarvatnsheiði eru
Vatnsdalshólarnir sagðir óteljandi. Í
fyrra var þó reynt að festa tölu með
mælingum verkfræðinga Eflu. Þeir
segja að þar sem land rís upp í að
minnsta kosti hálfan metra séu hól-
arnir alls 729 talsins.
Önnur skilgreining Eflu miðaðist
við að hólar á svæðinu væru allir
toppar, minnst eins metra háir;
hólar ofan á hóla. Samkvæmt því eru
þetta 1.836 stykki; sem sennilega
mynduðust í miklu skriðuhlaupi úr
Vatnsdalsfjalli.
Listin bjargaði lífinu
„Í mínum huga breytir skilgrein-
ingin engu. Hólarnir verða alltaf
óteljandi,“ segir Hólmfríður Dóra
Sigurðardóttir, myndlistarkona á
Vatnsdalshólum. Hún er fædd, upp-
alin og býr á bæ sem heitir eftir hól-
unum. Umhverfið á þessum stað er
fallegt, sama hver árstíðin er.
Núna hellast haustlitirnir yfir og
þá segir Dóra áhugavert að glíma
við þá á olíumálverkum, rétt eins og
bjartar sumarnætur og norðurljósa-
dans á myrkum himni. Á bæjarhlaði
er Listakot Dóru sem var opnað fyrr
á þessu ári. Það er fullt af fallegum
munum; máluðum kertum og mál-
verkum af landslagi, meðal annars í
Vatnsdal. „Þegar vefjagigtin olli því
að ég hætti að geta unnið sneri ég
mér að listinni, sem bjargaði lífi
mínu,“ segir Dóra.
Leiðin inn vestanverðan Vatnsdal-
inn er um 25 kílómetra löng og þar
ber fyrir ýmislegt eftirtektarvert
fyrir augu. Í landi Kornsár er lítil
djúp tjörn sem á fljóta tvær litlar
grasi grónar eyjur. Jafnt rennsli er í
gegnum tjörnina og í botni hennar
lindarauga sem glittir á við vissar
aðstæður. Af auga þessu er dregið
nafn tjarnarinnar sem er friðlýst.
Gamla íbúðarhúsið á Kornsá er
stórt og reisulegt, byggt 1879 af
Lárusi Björnssyni Blöndal sýslu-
manni, sem þar bjó 1877-1894. Þótti
húsið með þeim veglegustu á landinu
á sínum tíma – og fangar athygli
vegfarenda enn í dag. Sama má
segja um Undirfellskirkju. Hún var
byggð árið 1915 eftir teikningum
Rögnvaldar Ólafssonar, fyrsta ís-
lenska arkitektsins. Turn kirkj-
unnar er á einu horninu, en ekki fyr-
ir miðju eins og almennt tíðkast. Það
skapar húsinu sérstöðu.
„Uppsprettuna dreymir“
Austanvert í dalnum er ekið undir
hárri hlíð og af þeim slóðum má
nefna bæina Bjarnastaði, Hjalla-
land, Hvamm, Hof og Eyjólfsstaði;
hvaðan var Sigurður Nordal pró-
fessor (1884-1974). Meistari ís-
lenskrar menningar var Sigurður
Nordal stundum nefndur, maðurinn
sem gaf íslenskum bókmenntum
máttugt líf með frásögnum sínum.
Og fáir hafa betur ort en Sigurður
gerir í Stöku frá 1915 þar sem vísu-
orðin eru: „Yfir flúðir auðnu og
meins/ elfur lífsins streymir, / sjald-
an verður ósinn eins / og uppsprett-
una dreymir.“
Vatnsdal sleppir við bæinn Gríms-
tungu. Þar tekur við Forsæludalur,
kenndur við samnefndan bæ, en
austan Vatnsdalsár og fjallsins sem
heitir Múlinn er Kárdalur. Kárdals-
tunga er innstur bæja þar, en þegar
Vatnsdalurinn allur er undir teljast
þar vera um 30 jarðir. Á mörgum er
búið með sauðfé og hross og kýr eru
á þremur bæjum. Þá er ferðaþjón-
usta á nokkrum stöðum í dalnum,
þar sem er margt að sjá.
Alltaf óteljandi
Vatnsdalur Flóðið og eyjur fljóta
Kirkja Rögnvaldar Listakotið
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Kornsá Reisulegt sýslumannshús.
Listakona Dóra málar dalinn sinn.
Kattarauga Stöðugt innstreymi í tjörnina þar sem grænar eyjar eru á floti.
Undirfell Svipsterk kirkja í dalnum.
K
o
rt
a
g
ru
n
n
u
r:
O
p
e
n
S
tr
e
e
tM
a
p
1
Vatnsdalshólar
Flóðið
Flóðvangur ■
Helgavatn ■
Kornsá ■
Undirfell ■
Grímstunga ■
Forsæludalur ■
Kárdalstunga ■
■ Hvammur
■ Eyjólfsstaðir
Vatnsdalur
Kattarauga
Dalurinn Vatnsdalshólar eru á um það
bil fjögurra ferkílómetra svæði sem nær
meðal annars út í Flóðið.
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
SÆNSK GÆÐI Í 90 ÁR
Sænska fyrirtækið Mora hefur framleitt bað- og eldhústæki í meira en 90 ár.
Tengi hefur mikla og góða reynslu af vörunum frá Mora.
Um þessar mundir er unnið að byggingu nýs íbúðarhúss á bænum Gils-
stöðum sem er vestanvert í Vatnsdal. Að framkvæmdum stendur Kristján
Þorbjörnsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Blönduósi. „Það eru mörg
ár síðan síðast var byggt íbúðarhús hér í dalnum, en núna er hér allt í
fullum gangi,“ segir Kristján, sem reisir 80 fermetra íbúðarhús með
svefnlofti. Við hlið þess verður 12 fermetra geymslubygging með aðstöðu
fyrir hitakúta og fleira.
„Ég er á lokametrunum á starfsævinni. Vinn enn með frábæru fólki hjá
Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en svo taka eftirlaunin við og
vonandi nægur tími. Það eru mörg tækifæri í sveitinni, þar sem ég er með
hross og svo ætla ég út í skógrækt og landgræðsluverkefni. Bygging
íbúðarhússins gengur vel og við lokum húsinu áður en vetur gengur í
garð,“ segir Kristján, sem er frá Kornsá, sem er næsti bær við Gilsstaði.
„Breytingarnar hér í Vatnsdal eru miklar frá því ég man fyrst eftir mér.
Þá voru hér tugir bæja í byggð; oft 2-3 kynslóðir og kannski 10-15 manns
í heimili að sumrinu. Mannlífið var fjölbreytt, gott og skemmtilegt og er
enn,“ segir Kristján.
Tækifærin eru í sveitinni
ÍBÚÐARHÚS ER Í SMÍÐUM Á BÆNUM GILSSTÖÐUM
Vatnsdælingur Er með hross og svo ætla ég út í skógrækt og landgræðsluverkefni,
segir Kristján Þorbjörnsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn og bóndi á Gilsstöðum.