Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 64
4 árið 1984. Starfaði Ragnheiður þar um árabil. En 1989 söðlaði hún um og hóf aftur nám í myndlist við Handíða- og myndlistaskólann og útskrifaðist þaðan úr Fjöl- tæknideild árið 1991. Árið áður skildu þau hjón og Keld hvarf aftur til Danmerkur. Ragnheiður hafði starfað í leyfum á ýmsum skrif- stofum, hvar verslunarskólanámið kom sér vel. En er myndlistar- náminu síðara lauk tóku við ýmis tilfallandi störf s.s. hjá Arkitekta- félagi Íslands, og við myndmennta- kennslu. Árið 1993 var Ragnheiður ráðin sem framkvæmdastjóri Nýlista- safnsins við Vatnsstíg. Gegndi hún því starfi til ársins 2000. Við tók arkitektúrinn aftur á Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur og lét hún af störfum þar árið 2016, eða nánast samtímis og Guðrún Jónsdóttir kvaddi þennan heim. Verkefnin á Teiknistofunni voru mjög fjölbreytt; þó að meginverkefnin hafi verið á sviði skipulags og húsakannana gafst þó einnig tóm til teikna nokk- ur hús, sem sum hafa verið reist. Má þar nefna viðbyggingu við Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, Klausturstofu við Þingeyrakirkju og Búsetabyggingar í Vogum við Vatnsleysuströnd. Á starfstímanum tók Ragnheiður þátt í mörgum sam- skipulags Reykjavíkur, þar sem hún starfaði í tvö ár. Guðrún Jónsdóttir arkitekt var þá forstöðumaður þeirrar stofnunar en er störfum hennar lauk þar fóru tveir arkitekt- ar þaðan með henni, þau Ragnheið- ur og Jón Þórisson. Saman lögðu þau grunninn að nýrri Teiknistofu Guðrúnar Jónsdóttur í Tjarnargötu R agnheiður Þóra Ragnarsdóttir fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 12. septem- ber 1949. Hún ólst upp á Brávallagötunni í Vesturbænum til sex ára aldurs. Fjölskyldan flutti síðan á Rauðalæk og gekk hún í Laugarnesskóla. Þaðan fluttist hún inn í Glaðheima og var í Vogaskóla frá 11 ára aldri. Þrjú sumur var hún í sveit, fyrst á Tannstaðabakka og síðan hjá sama fólki í Eyjanesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Hún lauk verslunarskólaprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1967 og stúdents- prófi frá máladeild Menntaskólans í Reykjavík 1970. Eftir menntaskóla var hún eitt ár í Myndlista- og handíðaskóla Íslands en fluttist síð- an til Frakklands og hélt áfram myndlistarnámi við École d́Art et d́Architecture í Marseille í tvö ár. Frá Marseille flutti hún sig til Aix- en-Provence og innritaðist í nám í innanhússarkitektur. „Skammt fyrir utan Aix leigði ég íbúð í einstöku húsi ásamt íslensk- um vinkonum mínum. Húsið var vel í sveit sett og í nágrenni við hið rómaða myndefni franska mynd- listarmannsins Cézanne, þ.e. fjallið St.Victoire. Eftir dvöl okkar í þessu ágæta húsi í Beaurecueil varð það dvalarstaður margra ágætra Íslend- inga sem voru við nám í Aix.“ Eftir Frakklandsdvölina sagði Ragnheiður skilið við námið og hélt heim til Íslands. En hálfu ári seinna í janúar 1975 hóf hún nám í arki- tektúr við Konunglegu Akademíuna í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hún brottfararprófi í byggingarlist 1981. Í Kaupmannahöfn kynntist hún manni sínum, Keld Gall Jörgensen, sem fluttist með henni alfarið til heimalandsins það sama ár. „Setti hann þó það skilyrði að hann myndi sigla mánuði á undan mér til lands- ins bláa og varð svo úr. Er ég mætti á skerið var hann kominn með alla pappíra og byrjaður að læra ís- lensku, sem hann varð fljótlega fullnuma í.“ Ragnheiður hóf störf við arkitekt- úr á Teiknistofu Ormars og Örnólfs en réði sig fljótlega til Borgar- keppnum með stofunni og með öðrum kollegum. Eftir að starfi hennar lauk á teiknistofunni hefur hún snúið sér í myndlistaráttina, sem ásamt hönn- un og arkitektúr hefur ætíð fangað hug hennar. Samhliða aðalstarfinu hefur hún verið virkur myndlistar- maður og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér og erlendis og haldið nokkrar einkasýningar hér- lendis. Ragnheiður hefur setið í stjórn Norræna Sumarháskólans, Nýlistasafnsins og Safnasafnsins á Svalbarðseyri og hlotið viðurkenn- ingu fyrir nýbyggingu og viðbygg- ingar við það safn, sem reistar voru árið 2007. „Með tímanum heilla fleiri ferða- lög um íslensku sveitina, lestur í listileg ský og fagrar bókmenntir og margar ljósanætur í Múlakoti. Um- fram allt fleiri gæðastundir með fjölskyldunni og ekki ófáar með góðum vinum.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar var Keld Gall Jörgensen, f. 1.2. 1955, d. 26.6. 1997, lektor í dönskum bók- menntum við HÍ, þau skildu. For- eldrar hans voru Anne-Lise Nielsen og Ib Jörgensen, sem voru búsett í Kaupmannahöfn (bæði látin). Börn Ragnheiðar og Kelds eru tvíburarnir Marta Gall Jörgensen vinnusálfræðingur, bús. í Reykja- vík, og Nína Gall Jörgensen verk- fræðingur, búsett í Reykjavík, f. 22.10.1982. Barnabarn Ragnheiðar og sonur Mörtu er Hafliði Keld Jónsson, f. 2010. Systkini Ragnheiðar: Sigurbjörg Ragnarsdóttir, f. 28.3. 1944, d. 18.12. 2014, skrifstofumaður; Marta Gunnlaug Ragnarsdóttir, 15.12. 1946, skrifstofustjóri, og Hrafnhild- ur Hanna Ragnarsdóttir, f. 10.3. 1948, prófessor í sálfræði. Foreldrar Ragnheiðar voru Svan- laug Ingibjörg Ásmundsdóttir/ Gunnlaugsdóttir, f. 12.7. 1920, d. 7.12. 1978, húsmóðir í Reykjavík, og Ragnar Ármann Magnússon, f. 25.3. 1917, d. 13.8. 1989, endurskoðandi í Reykjavík. Þau voru gift en skildu 1968. Ragnheiður Ragnarsdóttir, arkitekt FAÍ og myndlistarmaður – 70 ára Afmælisbarnið Ragnheiður í frægum sófa, hönnuðum af Börge Mogensen, sem keyptur var á námsárunum í Kaupmannahöfn. „Arkitektúr og myndlist eru systkin“ Með barnabarninu Ragnheiður og Hafliði í Carvoeiro í Portúgal. 64 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 50 ára Hallur er Reyk- víkingur, er menntaður tækniteiknari frá Iðn- skólanum en starfar sem tónlistarmaður. Hann starfrækir hljóm- sveitina Skepna sem gaf út plötu í sumar, en semur aðallega tónlist fyrir kvikmyndir, leikhús og dansverk. Maki: María Björg Tamimi, f. 1974, snyrtifræðingur og hundaræktandi. Börn: Snorri Rafn, f. 1991, Hera, f. 1994, Gabríel Máni, f. 1996, og Mikael Dagur, f. 1999. Foreldrar: Séra Ingólfur Guðmundsson, f. 1930, og Áslaug Eiríksdóttir, f. 1933, bókasafnsfræðingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Hallur Ingólfsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Týndar sálir slæðast inn í þitt líf. Ekki láta þær hafa of mikil áhrif á þig. Ein- hver kemur þér rækilega á óvart. 20. apríl - 20. maí  NautMundu að misjafn sauður er í mörgu fé svo þú skalt vanda val þeirra sem þú treystir fyrir þínum málum. Þeir sem eru bjartsýnir lifa lengur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gagnrýni er ekki góð ef hún á ekki rétt á sér. Þér fer fram í að standa með sjálfum/sjálfri þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur lengi leitað svara við ákveðnum spurningum og munt fá þau úr óvæntri átt. Atvik sem þú lendir í í dag er vísbending um að þú eigir að halda áfram á þeirri leið sem þú hefur verið á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú munt eiga innilegar samræður við systkini þín. Taktu tillit til skoðana annarra. Þú þarft ekki að skipuleggja allt hjá öllum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Slakaðu á í kvöld yfir góðri bók og reyndu að gleyma vandamálum þínum. Þér verður boðið á stefnumót. 23. sept. - 22. okt.  Vog Til þín er leitað með forustu í ákveðnu máli. Sýndu ástvinum þínum þolinmæði. Leyfðu öðrum að hjálpa þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er eitthvert agaleysi að hrjá þig svo það er nauðsynlegt að þú spýtir í lófana og takir þér tak. Einbeittu þér að styrkleikum þínum, þú býrð yfir mörgum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er hægt að leiða öðrum sannleikann fyrir sjónir án þess að beita fortölum. Endurskoðaðu málflutning þinn og æfðu þig svo á góðum vini. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hollráð vina þinna geta verið ómetanleg í stöðunni svo taktu mark á þeim. Kannski líta vinir og fjölskylda ekki á áfrom þín með velþóknun en hvað með það? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu græðgina ekki ná tökum á þér því oft leiðir hún menn í glötun. Hertu upp hugann því nú hefurðu allt að vinna og engu að tapa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu óhrædd/ur við að segja hug þinn því þá munu aðrir taka mark á þér. Málið er ekki hversu mörg stefnumót þú ferð á, heldur hversu innihaldsrík þau eru. Í dag, 12. september, eiga hjónin Hekla Ragnarsdóttir og Þórgnýr Þórhalls- son 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau voru gefin saman á þessum degi 1959 í Siglufjarðarkirkju af séra Ragnari Fjalari Lárussyni. Árnað heilla Demantsbrúðkaup 40 ára Guðni ólst upp í Engjaseli í Breiðholti en býr á Völlunum í Hafnar- firði. Hann er flug- maður og vélvirki að mennt og er flug- maður hjá leiguflug- félaginu Smart-Lynx. Maki: Margrét Einarsdóttir, f. 1978, tækniteiknari. Börn: Tvíburarnir Róbert Rafn og Rebekka Rós, f. 2002, og Nökkvi Hrafn, f. 2005. Foreldrar: Kristján Ólafsson, f. 1941, rafvirkjameistari, búsettur í Reykjavík, og Sigríður Kolbrún Sigurðardóttir, f. 1945, d. 2012, vann á skrifstofu lög- reglustjóra. Guðni Magni Kristjánsson Til hamingju með daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.