Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 64
4 árið 1984. Starfaði Ragnheiður
þar um árabil. En 1989 söðlaði hún
um og hóf aftur nám í myndlist við
Handíða- og myndlistaskólann og
útskrifaðist þaðan úr Fjöl-
tæknideild árið 1991. Árið áður
skildu þau hjón og Keld hvarf aftur
til Danmerkur. Ragnheiður hafði
starfað í leyfum á ýmsum skrif-
stofum, hvar verslunarskólanámið
kom sér vel. En er myndlistar-
náminu síðara lauk tóku við ýmis
tilfallandi störf s.s. hjá Arkitekta-
félagi Íslands, og við myndmennta-
kennslu.
Árið 1993 var Ragnheiður ráðin
sem framkvæmdastjóri Nýlista-
safnsins við Vatnsstíg. Gegndi hún
því starfi til ársins 2000. Við tók
arkitektúrinn aftur á Teiknistofu
Guðrúnar Jónsdóttur og lét hún af
störfum þar árið 2016, eða nánast
samtímis og Guðrún Jónsdóttir
kvaddi þennan heim. Verkefnin á
Teiknistofunni voru mjög fjölbreytt;
þó að meginverkefnin hafi verið á
sviði skipulags og húsakannana
gafst þó einnig tóm til teikna nokk-
ur hús, sem sum hafa verið reist.
Má þar nefna viðbyggingu við
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi,
Klausturstofu við Þingeyrakirkju
og Búsetabyggingar í Vogum við
Vatnsleysuströnd. Á starfstímanum
tók Ragnheiður þátt í mörgum sam-
skipulags Reykjavíkur, þar sem hún
starfaði í tvö ár. Guðrún Jónsdóttir
arkitekt var þá forstöðumaður
þeirrar stofnunar en er störfum
hennar lauk þar fóru tveir arkitekt-
ar þaðan með henni, þau Ragnheið-
ur og Jón Þórisson. Saman lögðu
þau grunninn að nýrri Teiknistofu
Guðrúnar Jónsdóttur í Tjarnargötu
R
agnheiður Þóra
Ragnarsdóttir fæddist
á Landspítalanum í
Reykjavík 12. septem-
ber 1949. Hún ólst upp
á Brávallagötunni í Vesturbænum
til sex ára aldurs. Fjölskyldan flutti
síðan á Rauðalæk og gekk hún í
Laugarnesskóla. Þaðan fluttist hún
inn í Glaðheima og var í Vogaskóla
frá 11 ára aldri. Þrjú sumur var hún
í sveit, fyrst á Tannstaðabakka og
síðan hjá sama fólki í Eyjanesi í
Vestur-Húnavatnssýslu. Hún lauk
verslunarskólaprófi frá Versl-
unarskóla Íslands 1967 og stúdents-
prófi frá máladeild Menntaskólans í
Reykjavík 1970. Eftir menntaskóla
var hún eitt ár í Myndlista- og
handíðaskóla Íslands en fluttist síð-
an til Frakklands og hélt áfram
myndlistarnámi við École d́Art et
d́Architecture í Marseille í tvö ár.
Frá Marseille flutti hún sig til Aix-
en-Provence og innritaðist í nám í
innanhússarkitektur.
„Skammt fyrir utan Aix leigði ég
íbúð í einstöku húsi ásamt íslensk-
um vinkonum mínum. Húsið var vel
í sveit sett og í nágrenni við hið
rómaða myndefni franska mynd-
listarmannsins Cézanne, þ.e. fjallið
St.Victoire. Eftir dvöl okkar í þessu
ágæta húsi í Beaurecueil varð það
dvalarstaður margra ágætra Íslend-
inga sem voru við nám í Aix.“
Eftir Frakklandsdvölina sagði
Ragnheiður skilið við námið og hélt
heim til Íslands. En hálfu ári seinna
í janúar 1975 hóf hún nám í arki-
tektúr við Konunglegu Akademíuna
í Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hún
brottfararprófi í byggingarlist 1981.
Í Kaupmannahöfn kynntist hún
manni sínum, Keld Gall Jörgensen,
sem fluttist með henni alfarið til
heimalandsins það sama ár. „Setti
hann þó það skilyrði að hann myndi
sigla mánuði á undan mér til lands-
ins bláa og varð svo úr. Er ég mætti
á skerið var hann kominn með alla
pappíra og byrjaður að læra ís-
lensku, sem hann varð fljótlega
fullnuma í.“
Ragnheiður hóf störf við arkitekt-
úr á Teiknistofu Ormars og Örnólfs
en réði sig fljótlega til Borgar-
keppnum með stofunni og með
öðrum kollegum.
Eftir að starfi hennar lauk á
teiknistofunni hefur hún snúið sér í
myndlistaráttina, sem ásamt hönn-
un og arkitektúr hefur ætíð fangað
hug hennar. Samhliða aðalstarfinu
hefur hún verið virkur myndlistar-
maður og tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum hér og erlendis og
haldið nokkrar einkasýningar hér-
lendis. Ragnheiður hefur setið í
stjórn Norræna Sumarháskólans,
Nýlistasafnsins og Safnasafnsins á
Svalbarðseyri og hlotið viðurkenn-
ingu fyrir nýbyggingu og viðbygg-
ingar við það safn, sem reistar voru
árið 2007.
„Með tímanum heilla fleiri ferða-
lög um íslensku sveitina, lestur í
listileg ský og fagrar bókmenntir og
margar ljósanætur í Múlakoti. Um-
fram allt fleiri gæðastundir með
fjölskyldunni og ekki ófáar með
góðum vinum.“
Fjölskylda
Eiginmaður Ragnheiðar var Keld
Gall Jörgensen, f. 1.2. 1955, d. 26.6.
1997, lektor í dönskum bók-
menntum við HÍ, þau skildu. For-
eldrar hans voru Anne-Lise Nielsen
og Ib Jörgensen, sem voru búsett í
Kaupmannahöfn (bæði látin).
Börn Ragnheiðar og Kelds eru
tvíburarnir Marta Gall Jörgensen
vinnusálfræðingur, bús. í Reykja-
vík, og Nína Gall Jörgensen verk-
fræðingur, búsett í Reykjavík, f.
22.10.1982. Barnabarn Ragnheiðar
og sonur Mörtu er Hafliði Keld
Jónsson, f. 2010.
Systkini Ragnheiðar: Sigurbjörg
Ragnarsdóttir, f. 28.3. 1944, d.
18.12. 2014, skrifstofumaður; Marta
Gunnlaug Ragnarsdóttir, 15.12.
1946, skrifstofustjóri, og Hrafnhild-
ur Hanna Ragnarsdóttir, f. 10.3.
1948, prófessor í sálfræði.
Foreldrar Ragnheiðar voru Svan-
laug Ingibjörg Ásmundsdóttir/
Gunnlaugsdóttir, f. 12.7. 1920, d.
7.12. 1978, húsmóðir í Reykjavík, og
Ragnar Ármann Magnússon, f. 25.3.
1917, d. 13.8. 1989, endurskoðandi í
Reykjavík. Þau voru gift en skildu
1968.
Ragnheiður Ragnarsdóttir, arkitekt FAÍ og myndlistarmaður – 70 ára
Afmælisbarnið Ragnheiður í frægum sófa, hönnuðum af Börge Mogensen,
sem keyptur var á námsárunum í Kaupmannahöfn.
„Arkitektúr og myndlist eru systkin“
Með barnabarninu Ragnheiður
og Hafliði í Carvoeiro í Portúgal.
64 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019
50 ára Hallur er Reyk-
víkingur, er menntaður
tækniteiknari frá Iðn-
skólanum en starfar
sem tónlistarmaður.
Hann starfrækir hljóm-
sveitina Skepna sem
gaf út plötu í sumar, en
semur aðallega tónlist fyrir kvikmyndir,
leikhús og dansverk.
Maki: María Björg Tamimi, f. 1974,
snyrtifræðingur og hundaræktandi.
Börn: Snorri Rafn, f. 1991, Hera, f. 1994,
Gabríel Máni, f. 1996, og Mikael Dagur, f.
1999.
Foreldrar: Séra Ingólfur Guðmundsson,
f. 1930, og Áslaug Eiríksdóttir, f. 1933,
bókasafnsfræðingur. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Hallur
Ingólfsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Týndar sálir slæðast inn í þitt líf.
Ekki láta þær hafa of mikil áhrif á þig. Ein-
hver kemur þér rækilega á óvart.
20. apríl - 20. maí
NautMundu að misjafn sauður er í mörgu
fé svo þú skalt vanda val þeirra sem þú
treystir fyrir þínum málum. Þeir sem eru
bjartsýnir lifa lengur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gagnrýni er ekki góð ef hún á
ekki rétt á sér. Þér fer fram í að standa
með sjálfum/sjálfri þér.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú hefur lengi leitað svara við
ákveðnum spurningum og munt fá þau úr
óvæntri átt. Atvik sem þú lendir í í dag er
vísbending um að þú eigir að halda áfram
á þeirri leið sem þú hefur verið á.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú munt eiga innilegar samræður við
systkini þín. Taktu tillit til skoðana annarra.
Þú þarft ekki að skipuleggja allt hjá öllum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Slakaðu á í kvöld yfir góðri bók og
reyndu að gleyma vandamálum þínum.
Þér verður boðið á stefnumót.
23. sept. - 22. okt.
Vog Til þín er leitað með forustu í ákveðnu
máli. Sýndu ástvinum þínum þolinmæði.
Leyfðu öðrum að hjálpa þér.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er eitthvert agaleysi að
hrjá þig svo það er nauðsynlegt að þú
spýtir í lófana og takir þér tak. Einbeittu
þér að styrkleikum þínum, þú býrð yfir
mörgum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er hægt að leiða öðrum
sannleikann fyrir sjónir án þess að beita
fortölum. Endurskoðaðu málflutning þinn
og æfðu þig svo á góðum vini.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Hollráð vina þinna geta verið
ómetanleg í stöðunni svo taktu mark á
þeim. Kannski líta vinir og fjölskylda ekki á
áfrom þín með velþóknun en hvað með
það?
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Láttu græðgina ekki ná tökum
á þér því oft leiðir hún menn í glötun.
Hertu upp hugann því nú hefurðu allt að
vinna og engu að tapa.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Vertu óhrædd/ur við að segja hug
þinn því þá munu aðrir taka mark á þér.
Málið er ekki hversu mörg stefnumót þú
ferð á, heldur hversu innihaldsrík þau eru.
Í dag, 12. september, eiga hjónin Hekla
Ragnarsdóttir og Þórgnýr Þórhalls-
son 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau
voru gefin saman á þessum degi 1959
í Siglufjarðarkirkju af séra Ragnari
Fjalari Lárussyni.
Árnað heilla
Demantsbrúðkaup
40 ára Guðni ólst
upp í Engjaseli í
Breiðholti en býr á
Völlunum í Hafnar-
firði. Hann er flug-
maður og vélvirki að
mennt og er flug-
maður hjá leiguflug-
félaginu Smart-Lynx.
Maki: Margrét Einarsdóttir, f. 1978,
tækniteiknari.
Börn: Tvíburarnir Róbert Rafn og
Rebekka Rós, f. 2002, og Nökkvi Hrafn,
f. 2005.
Foreldrar: Kristján Ólafsson, f. 1941,
rafvirkjameistari, búsettur í Reykjavík,
og Sigríður Kolbrún Sigurðardóttir, f.
1945, d. 2012, vann á skrifstofu lög-
reglustjóra.
Guðni Magni
Kristjánsson
Til hamingju með daginn