Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Samskipti ehf. - Söluferli Íslandspóstur ohf. býður til sölu allt hlutafé í dótturfélagi sínu Samskiptum ehf. Samskipti er öflugt þjónustufyrirtæki á sviði prentlausna sem hefur veitt einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alhliða prentþjónustu síðan 1978. Fyrirtækið hefur verið leiðandi á sínu sviði og leggur áherslu á faglega og persónulega þjónustu. Til að nálgast frekari upplýsingar og gögn eru áhugsamir bjóðendur beðnir um að hafa samband við Deloitte ehf., sem er ráðgjafi Íslandspósts í söluferlinu, með tölvupósti á netfangið samskipti@deloitte.is. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til klukkan 16:00 þann 10. október 2019. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nú styttist í að hinn nýi og öflugi dráttarbátur Magni verði afhentur Faxaflóahöfnum. Hans bíður síðan löng og ströng sigling frá Víetnam til Reykjavíkur. Smíðin gengur vel og er á lokastigi. Báturinn er smíðaður í Hi Phong í Víetnam. Skipasmíðastöðin Damen Shipyards í Hol- landi smíðar bát- inn, en hún rekur skipasmíðastöð í Víetnam. Reiknað er með að bátur- inn verði klár um næstu mánaða- mót, nánar til- tekið 4. október, samkvæmt upp- lýsingum Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögu- manns hjá Faxaflóahöfnum. „Dagana 8. til 19. september fara fram allsherjarprófanir á sjó þar sem allur búnaður bátsins verður próf- aður og togprufa fer fram. Eftir það verður tíminn til mánaðamóta not- aður til að laga hnökra sem upp kunna að koma og báturinn þrifinn hátt og lágt,“ segir Gísli Jóhann. Að því loknu er stefnt að því að sigla bátnum heim, en Damen sér um að manna bátinn og stefnir að því að afhenda hann í Reykjavík um miðjan janúar 2020. Áætlað er að siglingin taki 60 daga með stoppum en leiðin er áætluð 10.350 sjómílur, eins og sjá má á meðfylgjandi korti. Gísli Jóhann, Júlíus Víðir Guðna- son skipstjóri og Þórarinn Pálsson vélstjóri eru í Víetnam og fylgjast með lokametrunum. Þeir verða ytra fram yfir prófanir og frágang. Hinn nýi dráttarbátur er 32 metra langur og 12 metra breiður. Hann er með tvær 2.025 kW aðalvélar (saman- lagt 6.772 hestöfl). Togkraftur er sagður verða 85 tonn fram og 80 aft- ur. Er það helmingi meiri togkraftur en núverandi Magni hefur og sá sami og samanlagt allra fjögurra núver- andi báta Faxaflóahafna. Ákveðið var að hinn nýi bátur fengi nafnið Magni. „Magni hefur verið öfl- ugasti báturinn okkar frá því að elstu menn muna og ákveðið var að halda í þá hefð. Núverandi Magni verður endurskírður og mun heita Haki,“ segir Gísli Jóhann. Stjórn Faxaflóahafna hefur haft til skoðunar um nokkra hríð að láta smíða öflugri dráttarbát en hafnirnar hafa nú til umráða. Komum risastórra skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mik- ið á undanförnum árum og þau stærstu eru yfir 150 þúsund brúttó- tonn að stærð. Þá var einnig horft til þess að Eimskip er að láta smíða stór og öflug vöruflutningaskip í Kína. Smíði bátsins var boðin út í fyrra og voru tilboð opnuð í nóvember sl. Alls bárust 15 tilboð frá átta skipasmíða- stöðvum og var tilboði Damen Ship- yards að upphæð jafnvirði 1.040 millj- óna tekið. Nýr Magni siglir 10 þúsund mílur  Smíði á nýjum dráttarbáti á lokastigi í Víetnam  Væntanlegur til Reykjavíkur um miðjan janúar Ljósmynd/Gísli Jóhann Hallsson Nýr Magni Báturinn er mjög nýtískulegur. Hann er væntanlegur til Reykjavíkur í byrjun næsta árs. Heimild: Faxafl óahafnir Reykjavík Hai Phong Indlandshaf Kyrrahaf Atlantshaf Súesskurðurinn Gíbraltar- sund Áætlað er að siglingin taki 60 daga með stoppum en leiðin er um 10.350 sjómílur Báturinn er smíðaður í Hai Phong í Víetnam á vegum hollensku skipa- smíðastöðvarinnar Damen Siglingin heim frá Hai Phong Kraftur Nýi Magni er með mjög öflugan togbúnað. Togkraftur er tvöfaldur miðað við gamla Magna. Gísli Jóhann Hallsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.