Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það hefur verið gaman að sjá gamla bæinn lifna við og öðlast nýj- an tilgang. Á sínum tíma stóð til að jafna hann við jörðu en sem betur fór varð ekkert úr því,“ segir Krist- ín Jóhannsdóttir á bænum Tyrf- ingsstöðum á Kjálka í Skagafirði, en á tveimur tímum tók hún á móti hátt í 150 manns í gamla torfbæn- um og bakaði lummur ofan í mann- skapinn. Um var að ræða opið hús laugar- daginn 31. ágúst sl. í tengslum við Menningarminjadaga Evrópu 2019, en að viðburðinum stóðu Byggða- safn Skagfirðinga og Fornverka- skólinn, auk ábúenda á Tyrfings- stöðum, þeirra Kristínar og Sigurðar M. Björnssonar, sambýlis- manns hennar. Gestum var boðið að ganga um húsin og fræðast um þá uppbygg- ingu sem hefur staðið yfir á Tyrf- ingsstöðum frá árinu 2007. Hefur hún farið fram með námskeiðahaldi og kennslu í torf- og grjóthleðslu og grindarsmíði. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og er búið að útskrifa um 300 nemendur, bæði íslenska og er- lenda. Fornverkaskólinn hefur stað- ið fyrir námskeiðunum, en um er að ræða samstarfsverkefni Byggða- safnsins, Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra og Hólaskóla. Verk- efnastjóri skólans er Bryndís Zoega og hefur Helgi Sigurðsson torf- hleðslumaður staðið í fararbroddi kennslunnar, auk fleiri. Nokkrir smiðir hafa komið að kennslunni, einkum Bragi Skúlason. Mörg handtökin eftir Á Tyrfingsstöðum er nú komin heilleg bæjarmynd, með íbúðarhúsi, fjósi, hlöðu, fjár- og hesthúsum og réttum, að því er fram kemur á vef Byggðasafnsins. Á opna húsinu sl. laugardag sagði Sigríður Sigurðar- dóttir, fv. safnstjóri Byggðasafns- ins, frá tilurð Fornverkaskólans og verkefninu á Tyrfingsstöðum, sem hún átti stóran þátt í að koma af stað á sínum tíma. Samstarfsverk- efnið heldur áfram og námskeiðin hjá Fornverkaskólanum, enda mörg handtökin eftir, eins og að ganga frá þökum húsanna og hleðslum og ljúka við innréttingar innan dyra, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig stendur til að mála baðstofuna eins og hún var á árum áður. Hver einasta lumma hvarf! Eins og áður sagði stóð Kristín í ströngu við lummubakstur í gamla bænum. Þetta voru nokkur tímamót því ekki hafði verið kveikt á eldavél í torfbænum í ein 50 ár, eða síðan Kristín og fjölskylda fluttu frá Tyrf- ingsstöðum til Sauðárkróks árið 1969. Hún hafði þá búið á bænum nær óslitið frá fæðingu, 1944, en Kristín er einkadóttir hjónanna Jó- hanns Eiríkssonar og Freyju Ólafs- dóttur, sem bjuggu á Tyrfings- stöðum í rúm 40 ár. Fyrir nokkrum árum flutti Kristín aftur að Tyrf- ingsstöðum. „Ég hrærði góðan slurk af deigi um morguninn og bakaði lumm- urnar á stórri pönnu, enda veitti ekki af. Þetta hvarf allt saman, hver einasta lumma. Það var virkilega gaman að fá allt þetta fólk, sem hafði orð á því hve gott var að finna lummulyktina þegar það gekk í bæinn,“ segir Kristín, en hún festi kaup á nýrri viðarvél til að hafa í eldhúsi gamla bæjarins. Ekki þótti ráð að gera gömlu eldavélina upp, enda var hún tengd við miðstöð sem ekki er lengur til staðar. „Ég þarf ekki að fara lengra en í Silfrastaði til að fá kubba í viðarvélina, þar er af nógu að taka.“ Hún hefur einnig gripið í baksturinn heima fyrir í íbúðarhús- inu á Tyrfingsstöðum, sem stendur skammt frá torfbæjunum, þegar út- skrift fer fram hjá Fornverkaskól- anum. Þá hefur hún boðið heim í út- skriftarkaffi þegar nemendur hafa fengið skírteini sín í hendur. „Ég hef einnig bakað lummur í byrjun hvers námskeiðs og fært nemendum og kennurum, til að koma þeim í gamla fílinginn. Við höfum reynt að gera þetta skemmtilegt,“ segir Kristín að end- ingu, kampakát með samstarfið við Fornverkaskólann og Byggðasafnið. Torfið á Tyrfingsstöðum fær nýtt líf  Hátt í 150 manns komu í opið hús á Tyrfingsstöðum í Skagafirði  Torfbæir gengið í endurnýjun lífdaga  Samstarfsverkefni Fornverkaskólans og Byggðasafnsins  „Hver einasta lumma hvarf“ Ljósmyndir/Byggðasafn Skagfirðinga Opið hús Fjöldi fólks lagði leið sína að Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði, í blíðskaparveðri á dögunum. Og allir fengu lummur í eldhúsinu. Lummubakstur Kristín Jóhannsdóttir stóð í ströngu við baksturinn. Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Ægishjálmur Verð 8.500 Vegvísir Verð 8.500 Draumstafur Verð 8.500 Fulltrúar frá Ladys Circle klúbbi 15 á Akureyri komu færandi hendi og afhentu fæðingardeild Sjúkrahúss- ins á Akureyri afrakstur söfnunar- innar Mömmur og möffins sem efnt var til á hátíðinni Einni með öllu á Akureyri um verslunarmannahelg- ina í sumar. Að þessu sinni söfnuðust 1.071 þús. krónur en fyrir afraksturinn verða keyptar nýjar vöggur fyrir börn á fæðingardeildinni. Mömmur og möffins hefur fest sig í sessi sem einn af hugljúfustu viðburðum Einn- ar með öllu sem haldin er um versl- unarmannahelgina á Akureyri. Bæjarbúar, fyrirtæki og hópar taka sig saman og baka möffinskökur en þetta árið voru tæplega 3.000 kökur lagðar á borðið og seldar ásamt kaffi og söfum. Alls hafa fæðingardeild- inni verið færðar tæplega 6 millj. kr. að gjöf frá árinu 2010 og eru það allt peningar sem safnast hafa með sölu á möffinskökum á bæjarhátíðinni vinsælu. Peningar sem þarna hafa safnast hafa m.a. verið notaðir til kaupa á mælitækjum á fæðingar- deildinni og húsbúnaði. Fyrir af- rakstur hátíðarinnar eitt árið var keypt nýtt og gott fæðingarrúm. sbs@mbl.is Stuðningur Frá vinstri talið Ingibjörg Jónsdóttir forstöðuljósmóðir og svo frá Ladys Circle eru hér í röðinni Hrönn Guðmundsdóttir, Valdís Anna Jónsdóttir, H. Rut Jónsdóttir og Ólöf Heiða Óskarsdóttir. Möffinsstyrkur til fæðingardeildar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.