Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.09.2019, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 2019 Sýning á myndlistarverkum Ketils Larsen verður opnuð í dag kl. 18 í Litla galleríinu á Strandgötu 19 í Hafnarfirði. Er það fyrsta sýn- ingin sem haldin er á verkum Ketils eftir andlát hans og er hún haldin til minningar um hann. Katli var margt til lista lagt og var hann mörgum kær, ekki síst börnum hans og barnabörnum sem vilja halda minningu hans á lofti, eins og segir í tilkynningu. Sýningin ber heitið Kveðja frá öðrum heimi. Listamaður Ketill Larsen heitinn. Verk Ketils sýnd í Litla galleríinu Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Öll flóran í raftónlistarsenunni stendur gestum Extreme Chill festival, fjögurra daga raftón- listarhátíðar sem hefst í Reykjavík í dag, 12. september, til boða. Markmið hátíðarinnar er að koma á tengslum milli íslenskra og er- lendra tónlistarmanna, að sameina ólík listform, allt frá raftónlist til sjónlista og draga athygli að Reykjavík, sem skipuleggjendur hátíðarinnar kalla raftónlistar- höfuðborg Íslands. „Við eigum núna tíu ára afmæli og þarna verður náttúrlega bara góð blanda af alls konar lista- fólki, mikið af tilraunakenndri tónlist og hug- hrifatónlist (e. ambient music). Svo erum við líka með við- burði sem standa alveg til fjögur, hálffimm á nóttunni þar sem farið er meira út í dansvæna tónlist,“ segir Pan Thorarensen, skipuleggjandi hátíðarinnar. „Sögulegur viðburður“ Aðalnúmerið á hátíðinni í ár er þýska hljómsveitin Tangerine Dream sem fæddist á sjöunda ára- tugnum og er enn starfandi. Eng- inn upphaflegra meðlima er í hljómsveitinni eins og hún er í dag en Tangerine Dream heldur þó sama hljómnum. Hljómsveitin treður upp í Gamla bíó og verður bæði hægt að komast inn á tón- leikana með hátíðararmbandi og stökum miðum sem gilda eingöngu á þá tónleika. „Þetta verður sögulegur við- burður og það er ótrúlega magnað að fá þau til landsins. Ef eitthvað þá er það sem þau eru að senda frá sér núna með því betra sem maður hefur heyrt með Tangerine Dream. Efnið þeirra er er svo ferskt og unga fólkið er núna að kveikja almennilega á þessu líka.“ Bandið skipa nú Ulrich Schnauss, sem Pan segir stórt nafn í raftónlistarsennunni, jap- anski fiðluleikarinn Hoshiko Yam- ane og Thorsten Quaeschning. „Thorsten er svo náttúrlega heil- inn í bandinu. Edgar Froese [stofnandi Tangerine Dream sem nú er fallinn frá] velur Thorsten inn fyrir fimmtán árum og vill að Thorsten verði arftakinn að band- inu.“ Með hljómsveitinni kemur heill her af fylgdarliði. „Bianca Froese, eiginkona Edgars Froese, kemur til landsins með þeim. Hún er sú sem heldur utan um þetta og er umboðsmaðurinn þeirra líka og sér um allt batteríið, að allt gangi upp. Fjórtán manns koma til landsins með hljómsveitinni, sjón- listamenn, hljóðmenn og ljósa- menn þannig að þetta verður stór viðburður.“ Hljómurinn í tónlist Tangerine Dream frá sjöunda áratugnum hljómar enn nokkuð ferskur í eyr- um blaðamanns. Spurður hvort meira samhengi sé í raftónlist nú- tíðar og fortíðar heldur en gengur og gerist innan annarra tónlist- arstefna segir Pan: „Já, ég myndi segja það. Raf- tónlistin helst svolítið í hendur, það er náttúrlega alltaf einhver þróun en grundvallaratriðin eru mjög svipuð, það hvernig fólk vinnur.“ Pan bætir því við að raftónlist sé nú farin að teygja sig inn í ýmis svið mannlífsins og tónlistarinnar. „Ef maður pælir í því þá er eiginlega raftónlist í öllu í dag, auglýsingum, poppi, rokki og fleiru. Fyrir nokkrum árum mátti bara ekki tala um raftónlist, fólki fannst það rosalega skrýtið ein- hvern veginn.“ Skærasta stjarna Ítalíu Pan nefnir Eraldo Bernocchi frá Ítalíu sérstaklega til sögunnar þegar hann er spurður um há- punkta hátíðarinnar. „Hann er ein skærasta stjarna Ítala í þessari senu og hefur unn- ið og gefið út plötur með Harold Budd og Robin Guthrie og fleir- um. Hann spilar með okkur í Ste- reo Hypnosis í Iðnó, en við verð- um með sérstakt spunasett þar.“ Eraldo Bernucchi mun einnig spila á Gauknum föstudaginn 13. september. Pan mælir sömuleiðis með Marcus Fischer. „Hann er mjög stórt nafn í þessum geira. Svo kemur Spectro Duo frá Íran, þau eru mjög flott. Við vorum einmitt að koma frá Teheran [höfuðborg Írans] í síðasta mánuði. Þau eru líka með flotta hátíð í Teheran sem við erum í samstarfi við.“ Eins og áður verður hluti tón- leika hátíðarinnar djassskotinn. „Einn hátíðardagurinn er full- ur af lifandi djasstónlist. Þar koma fram allir þessir ungu ís- lensku djassarar, Magnús Tryggva og ADHD, Magnús Jó- hann hljómborðsleikari, Ingi- björg Turchi og Tumi Árnason saxófónleikari. Tónleikarnir fara fram á Exeter Hotel laugardag- inn 14. september, frá klukkan tvö til fimm. Frítt verður inn og allir velkomnir.“ Extreme Chill Festival er hluti af Up Node Network, norrænu samstarfi með öllum helstu raf- tónlistarhátíðum Norðurland- anna. „Þetta eru allar þessar ungu tilraunakenndu hátíðir sem kynna unga listamenn.“ Þannig kemur það meðal ann- ars til að íslenska tónlistarkonan Special-K og norska tónlistar- konan Farao spila saman á Extr- eme Chill Festival. „Farao hefur spilað á Iceland Airwaves og unnið eitthvað með Sindra Sin Fang og Jófríði. Þetta er verkefni sem við erum með í samstarfi við Insomnia-hátíðina í Tromsø en þær munu spila þar saman í október,“ segir Pan. Extreme Chill Festival var fyrst haldin í smáum sniðum á Hellissandi árið 2010. Hún hefur síðan þá verið haldin víða um land og einnig í Berlín. Í ár er hátíðin stærri en áður hefur ver- ið og sex tónleikastaðir í mið- borginni verða undirlagðir af hlýjum raftónlistarstraumum, Gamla Bíó, Iðnó, Gaukurinn, Mengi, Exeter Hotel og Klaustur bar. Miðar á hátíðina fást á midi.is og er að finna nánari upplýs- ingar um hátíðina á vefsíðunni extremechill.org. Ljósmynd/Bianca Froese-Acqua Merk Tangerine Dream er ein þekktasta hljómsveitin sem kemur fram á hátíðinni þetta árið. Hljómsveitin hefur að sögn skipuleggjenda lifað tímana tvenna en enginn upprunalegra meðlima spilar með henni í dag. Fimmtug hljómsveit mætir í ýkt „tjill“  Extreme Chill-tónlistarhátíðin fagnar tíu ára afmæli í ár  Hljómsveitin Tangerine Dream, sem fæddist á sjöunda áratugnum, aðalatriðið að þessu sinni  Tilraunakennd tónlist, djass og raftónlist Pan Thorarenssen Ítali Pan segir Eraldo Bernocchi eina skærustu stjörnu Ítala í raftónlistarsenunni þrátt fyrir að Bernocchi sé á sextugsaldri. ÞURR AUGU? Rakagjöf er ekki fullnægjandi lausn Einstök samsetning af frumuvörn og smurningu fyrir augun Inniheldur trehalósa úr náttúrunni Án rotvarnarefna Tvöföld virkni- sex sinnumlengri ending Fæst í öllum helstu apótekum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.