Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 80

Morgunblaðið - 12.09.2019, Síða 80
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 LJÓSADAGAR 12.-23. SEPTEMBER 20-50% AF ÖLLUM LJÓSUM PERUM, KERTUM OG LUKTUM FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 255. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslandsmeistararnir í Breiðabliki unnu magnaðan 3:2 sigur á Spörtu Prag í 32-liða úrslitum Meistara- deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gærkvöld. Breiða- blik lenti 1:2 undir í leiknum en tókst engu að síður að kreista fram sætan sigur. Liðin eiga eft- ir að mætast aftur og þá í Tékklandi. »69 Sætur sigur Blika í fjörugum leik ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Jean-Efflam Bavouzet leikur einleik í Píanókonsert fyrir vinstri hönd eftir Maurice Ravel á fyrstu áskriftartón- leikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem fram fara í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Hljómsveitarstjóri er Yan Pascal Tortelier, fyrrverandi aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar. Önnur verk á efnisskránni eru L’Arlésienne, svíta eftir Georges Bizet, Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur og Sin- fónía nr. 1 eftir Jean Sibelius. Efnisskráin verður aftur tekin upp í febrúar 2020 þegar hljóm- sveitin heldur í tónleikaferð til Bretlands. Upphafstónleikar Sinfóníunnar í kvöld Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Krækiber og aðalbláber fáum við alls staðar af landinu og sprettan í sumar hefur verið góð,“ segir Bjarni Óskarsson á Völlum í Svarf- aðardal. Hann er gjarnan kenndur við veitingastaðinn Nings í Reykja- vík, sem synir Bjarna og Hrafn- hildar Ingimarsdóttur reka nú. Þau hjónin einbeita sér nú að starfsemi sinni í Svarfaðardal, berjabúinu á Völlum hvar þau eru með sólberja- runna á einum hektara. Í gróðurhúsum eru ræktuð jarðarber og hindber en annað lyngaldin er aðkeypt að mestu leyti. Berin eru síðan seld í völdum verslunum, en að mestum hluta þó í matarversluninni á Völlum, sem er vinsæll viðkomustaður sælkera. Taílenskar konur duglegar að tína ber „Í Böggvisstaðafjalli hér fyrir of- an Dalvík er mikið af berjum og eins í Ólafsfjarðarmúla. Fólk getur haft ágætt upp úr berjatínslu, en fyrir kílóið borgum við 1.600 krón- ur. Mér finnst annars eftirtektar- vert hvað konur frá Taílandi sem búsettar eru hér á landi eru dug- legar við að tína ber og skapa sér tekjur; þrautseigjan og barátta við að bjarga sér virðist þeim í blóð borin,“ segir Bjarni. Þau Hrafn- hildur kona hans keyptu Velli, sem eru í austanverðum Svarfaðardal, árið 2004. Ætlun þeirra í fyrstu var að eiga þarna góðan sumardvalar- stað og fara út í skógarbúskap. Þegar möguleikarnir á staðnum komu í ljós var þó einboðið að nýta þá! „Við bjuggum auðvitað að því að hafa lengi staðið í veitingarekstri fyrir sunnan, sem er mjög skemmtilegt. Reksturinn hér fyrir norðan er það líka, en bara allt öðruvísi,“ segir Bjarni. Gæsakjöt og reyktur ostur Sælkeraverslunin á Völlum er í mjólkurhúsi gamla fjóssins þar – og þar sem kýrnar voru áður á bás- um hefur nú verið útbúin góð og viðurkennd aðstaða til matvæla- framleiðslu. Á einu borði eru berin flokkuð, hreinsuð, vegin og sett í öskjur og á öðrum stað er útbúin sulta. Einnig er kjöt unnið á Völl- um, til dæmis af gæsum og geitum á næsta bæ. Bleikja og lax fara í reyk og fyrir utan húsin í sér- stökum ofni er reyktur ostur; 10-15 tegundir að jafnaði. Er osturinn unninn úr gerilsneyddri mjólk frá MS. Þá er á boðstólum saltfiskur frá Dalvík; sólþurrkaður með gam- alli en sígildri verkunaraðferð. Mætti svo lengi telja áfram góð- gætið á nægtaborðinu á Völlum. „Heimavinnsla og sala beint frá býli er hvarvetna í sókn og vekur áhuga. Þetta er starfsemi sem býð- ur upp á mörg tækifæri ef rétt er á málum haldið,“ segir Bjarni, sem er að sunnan en hefur öðlast rót- festu í Svarfaðardal. Sælkerabúðin í Svarfaðardalnum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úrval „Heimavinnsla og sala beint frá býli er hvarvetna í sókn og vekur áhuga,“ segir Bjarni Óskarsson, sem hér heldur á reyktum osti og sultum.  Veislan á Völlum  Sólber og saltfiskur  Reyktur lax og bleikja Sveitin Blómahaf er við dyrnar á fjósinu á Völlum sem nú hefur verið breytt í matvælavinnslu og verslunin er í mjólkurhúsinu fremst á myndinni. Þekktasta ljóðasafn Inger Christen- sen, Alfabet (1981), verður flutt í sem hljóðverk eftir tónskáldið Hannah Schneider í Norræna hús- inu í kvöld kl. 19.30. Meðal flytj- enda eru Sjón og Gerður Kristný. Viðburðurinn er haldinn í tilefni af 50 ára afmæli bókasafns Norræna hússins og er hluti af seríunni Höf- undakvöld í Norræna húsinu. Ekki verður streymt frá viðburðinum og aðeins eru 40 miðar í boði. Bókmenntatónleikar í Norræna húsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.