Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  249. tölublað  107. árgangur  NÝTT ÍSLENSKT LEIGUBÍLA-APP Í ANDA UBER TÁKNMYND HINS SANNA GLAUMS Á RAFSKÚTUM Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR GREINAFLOKKUR UM KAMPAVÍN 26 VINSÆLL FERÐAMÁTI 16VIÐSKIPTAMOGGINN 6  „Flest börn kunna undirstöðu- atriði í lífinu, svo sem að leika sér með bolta, en hjá okkur eru börn sem vita ekki hvað á að gera við bolta eða önnur leikföng,“ segir Marianna Matziri, leikskólakennari hjá ELIX, sem undanfarin tvö ár hefur rekið menntaver fyrir flótta- og innflytjendabörn á aldrinum 13 til 17 ára á Grikklandi. Talið er að rúmlega 420 milljónir barna búi við stríð eða um fimmt- ungur allra barna í heiminum. Börn eru fjórðungur þeirra flóttamanna sem komu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Guðrún Hálfdánardóttir blaða- maður heimsótti menntamiðstöð ELIX í Aþenu og ræddi við starfs- fólk hennar um stöðu barna á flótta á Grikklandi. Hún segir frá heim- sókninni í Morgunblaðinu í síðasta hluta greinaflokks síns um stöðu barna og kvenna á flótta, Á leið til lífs, sem lesa má í heild sinni á mbl.is. »24-25 AFP Í óvissu Flóttabörn á Grikklandi. Kunna jafnvel ekki að leika sér Hrossin voru misjafnlega ánægð með ofankom- una á Höfðaströnd í Skagafirði í gær. Þar snjó- aði eins og víðar á Norðurlandi þar sem komin var vetrarfærð. Hálka og hálkublettir voru fyrir vestan, þæfingsfærð á Bjarnarfjarðarhálsi og ófært norður í Árneshrepp. Veðurstofan spáði því að það bætti í úrkomu og vind um landið norðaustanvert í kvöld. Þá átti að kólna og var spáð tveggja til sjö stiga frosti víða í dag. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hímt í kófi á Höfðaströnd Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aukin notkun áls í drykkjarumbúðir á kostnað plasts styrkir áliðnaðinn. Það gæti aftur styrkt útflutning á áli frá Íslandi á næstu árum. Þetta segir Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri Samáls. Tilefnið er umfjöllun bandarískra fjölmiðla á síðustu dögum um þá ákvörðun matvörurisa að nota ál í drykkjarumbúðir. Til dæmis hefur Coca-Cola ákveðið að nota ál í um- búðir fyrir vatn og PepsiCo hefur haldið inn á sömu braut. Með þessu bregðast fyrirtækin við mikilli umræðu um plastmengun og neikvæð áhrif hennar á lífríkið. Þýðir tugi milljarða dósa Spáð er 3-5% vexti í notkun ál- dósa í Bandaríkjunum á næstu ár- um. Miðað við núverandi notkun er hvert prósentustig milljarður dósa. Gangi spáin eftir gæti því þurft að auka framboð áldósa um milljarða- tugi á næstu árum til að anna eftir- spurn. Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Samáls, segir að eftir að Bandaríkjastjórn setti tollamúra gagnvart kínverskum álframleiðend- um, sem framleiði yfir helming af öllu áli í heiminum, hafi það ál fund- ið sér annan farveg. „Ef Ísland ger- ir fríverslunarsamning við Banda- ríkin, eins og talað er um núna, og ef álið héðan yrði innan tollamúra þar, gætu auðvitað opnast mark- aðir.“ Stækkar álmarkaðinn  Matvöruframleiðendur vestanhafs auka notkun áls  Framkvæmdastjóri Samáls bendir á áhrif tollmúra á Kína MGæti styrkt íslenskan áliðnað »4 Á skömmum tíma hefur Brim hf. gert viðskipti fyrir allt að sex milljarða króna. Þrír voru vegna kaupa á tveimur félögum í Hafn- arfirði sem tilkynnt var um sl. mánudag, en við það bætast allt að þrír milljarðar króna vegna sjálf- virknivæðingar vinnslu á Granda. Vegna framkvæmda verður vinnsla Brims í Reykjavík lokuð í nokkra mánuði og færist vinnsla til Hafnarfjarðar á meðan. Ljóst er að færri starfsmenn munu starfa við fiskvinnslu hjá Brimi þegar framleiðsla hefst á ný í Reykjavík. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, tæknivæðingu einu leiðina fyrir íslenska fiskvinnslu til að standa í samkeppni við evrópska fiskvinnslu sem nú kaupir gríðar- legt magn af fiski á háu verði á ís- lenskum fiskmörkuðum. Hafa þær tök á að bjóða hærra verð, meðal annars vegna hagstæðara rekstr- arumhverfis í Evrópu. »ViðskiptaMogginn Brim fækkar starfs- fólki á næsta ári  Vinnsla um tíma til Hafnarfjarðar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.