Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  249. tölublað  107. árgangur  NÝTT ÍSLENSKT LEIGUBÍLA-APP Í ANDA UBER TÁKNMYND HINS SANNA GLAUMS Á RAFSKÚTUM Í MIÐBORG REYKJAVÍKUR GREINAFLOKKUR UM KAMPAVÍN 26 VINSÆLL FERÐAMÁTI 16VIÐSKIPTAMOGGINN 6  „Flest börn kunna undirstöðu- atriði í lífinu, svo sem að leika sér með bolta, en hjá okkur eru börn sem vita ekki hvað á að gera við bolta eða önnur leikföng,“ segir Marianna Matziri, leikskólakennari hjá ELIX, sem undanfarin tvö ár hefur rekið menntaver fyrir flótta- og innflytjendabörn á aldrinum 13 til 17 ára á Grikklandi. Talið er að rúmlega 420 milljónir barna búi við stríð eða um fimmt- ungur allra barna í heiminum. Börn eru fjórðungur þeirra flóttamanna sem komu yfir Miðjarðarhafið til Evrópu á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Guðrún Hálfdánardóttir blaða- maður heimsótti menntamiðstöð ELIX í Aþenu og ræddi við starfs- fólk hennar um stöðu barna á flótta á Grikklandi. Hún segir frá heim- sókninni í Morgunblaðinu í síðasta hluta greinaflokks síns um stöðu barna og kvenna á flótta, Á leið til lífs, sem lesa má í heild sinni á mbl.is. »24-25 AFP Í óvissu Flóttabörn á Grikklandi. Kunna jafnvel ekki að leika sér Hrossin voru misjafnlega ánægð með ofankom- una á Höfðaströnd í Skagafirði í gær. Þar snjó- aði eins og víðar á Norðurlandi þar sem komin var vetrarfærð. Hálka og hálkublettir voru fyrir vestan, þæfingsfærð á Bjarnarfjarðarhálsi og ófært norður í Árneshrepp. Veðurstofan spáði því að það bætti í úrkomu og vind um landið norðaustanvert í kvöld. Þá átti að kólna og var spáð tveggja til sjö stiga frosti víða í dag. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hímt í kófi á Höfðaströnd Baldur Arnarson baldura@mbl.is Aukin notkun áls í drykkjarumbúðir á kostnað plasts styrkir áliðnaðinn. Það gæti aftur styrkt útflutning á áli frá Íslandi á næstu árum. Þetta segir Pétur Blöndal, fram- kvæmdastjóri Samáls. Tilefnið er umfjöllun bandarískra fjölmiðla á síðustu dögum um þá ákvörðun matvörurisa að nota ál í drykkjarumbúðir. Til dæmis hefur Coca-Cola ákveðið að nota ál í um- búðir fyrir vatn og PepsiCo hefur haldið inn á sömu braut. Með þessu bregðast fyrirtækin við mikilli umræðu um plastmengun og neikvæð áhrif hennar á lífríkið. Þýðir tugi milljarða dósa Spáð er 3-5% vexti í notkun ál- dósa í Bandaríkjunum á næstu ár- um. Miðað við núverandi notkun er hvert prósentustig milljarður dósa. Gangi spáin eftir gæti því þurft að auka framboð áldósa um milljarða- tugi á næstu árum til að anna eftir- spurn. Pétur Blöndal, framkvæmda- stjóri Samáls, segir að eftir að Bandaríkjastjórn setti tollamúra gagnvart kínverskum álframleiðend- um, sem framleiði yfir helming af öllu áli í heiminum, hafi það ál fund- ið sér annan farveg. „Ef Ísland ger- ir fríverslunarsamning við Banda- ríkin, eins og talað er um núna, og ef álið héðan yrði innan tollamúra þar, gætu auðvitað opnast mark- aðir.“ Stækkar álmarkaðinn  Matvöruframleiðendur vestanhafs auka notkun áls  Framkvæmdastjóri Samáls bendir á áhrif tollmúra á Kína MGæti styrkt íslenskan áliðnað »4 Á skömmum tíma hefur Brim hf. gert viðskipti fyrir allt að sex milljarða króna. Þrír voru vegna kaupa á tveimur félögum í Hafn- arfirði sem tilkynnt var um sl. mánudag, en við það bætast allt að þrír milljarðar króna vegna sjálf- virknivæðingar vinnslu á Granda. Vegna framkvæmda verður vinnsla Brims í Reykjavík lokuð í nokkra mánuði og færist vinnsla til Hafnarfjarðar á meðan. Ljóst er að færri starfsmenn munu starfa við fiskvinnslu hjá Brimi þegar framleiðsla hefst á ný í Reykjavík. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, tæknivæðingu einu leiðina fyrir íslenska fiskvinnslu til að standa í samkeppni við evrópska fiskvinnslu sem nú kaupir gríðar- legt magn af fiski á háu verði á ís- lenskum fiskmörkuðum. Hafa þær tök á að bjóða hærra verð, meðal annars vegna hagstæðara rekstr- arumhverfis í Evrópu. »ViðskiptaMogginn Brim fækkar starfs- fólki á næsta ári  Vinnsla um tíma til Hafnarfjarðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.