Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 2
Afhentu Degi undirskriftir
Morgunblaðið/Hari
Vinkonurnar Lóa Margrét Hauksdóttir og Snæfríður
Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen, báðar fæddar árið
2008, gengu í gær á fund Dags B. Eggertssonar borg-
arstjóra. Erindið var að afhenda honum undir-
skriftalista með um 200 nöfnum þar sem uppbyggingu
við Vatnshólinn við Stýrimannaskólann er mótmælt.
Lóa var búin að skrifa borgarstjórn og borgarstjóra
oftar en einu sinni en fékk engin svör. Þá fékk hún
Snæfríði og fleiri í lið með sér við undirskriftasöfn-
unina og bað um áheyrn hjá borgarstjóra.
Þær eru í Háteigsskóla og vöktu athygli á því að
skólinn væri orðinn of lítill. Þá væru umferðarslys við
Háteigsskóla of tíð og því þyrfti að skoða umferð-
arhraða og merkingar við skólann. gudni@mbl.is
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann-
esson, og eiginkona hans, Eliza
Reid, voru viðstödd krýningar-
athöfn Naruhitos Japanskeisara og
Masako keisaraynju í gær.
Athöfnin fór fram í keisarahöll-
inni í Tókýó að viðstöddum um
2.500 gestum. Þeirra á meðal voru
um 180 þjóðarleiðtogar og fulltrúar
ríkja hvaðanæva úr heiminum.
Naruhito tók við keisaratign af Aki-
hito föður sínum í apríl en var
krýndur formlega í gær.
Forseti Íslands ætlar að eiga
fund með forsætisráðherra Japans,
Shinzo Abe, í dag. Á morgun mun
forsetinn svo eiga fund með forseta
neðri deildar japanska þjóðþings-
ins, Tadamori Oshia.
gudni@mbl.is
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Viðstödd
krýningu
keisarans
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
595 1000
Tenerife
Castle Harbour aaa
ÚTSALA
HAUST
2 fyrir 1
2 fyrir 1
13. NÓVEMBER
7 NÆTUR
Verð frá kr.
84.945
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Gerð fyrstu útgáfu viðbragðsáætlun-
ar vegna svokallaðra CBRNE-atvika
er lokið og var hún kynnt á vef land-
læknis í vikunni. Um er að ræða
flokkun á atvikum er varða lýðheilsu-
ógnir af völdum efnamengunar, sýkla
og geislunar. Markmið viðbragðs-
áætlunarinnar er að auka almenna
og sérhæfða þekkingu á slíkum at-
vikum til að tryggja hnökralaus við-
brögð sem lágmarka áhrif smits,
mengunar, geislunar eða annarra
óvæntra atvika sem upp kunna að
koma.
„Alþjóðaumhverfið er að breytast
og við erum berskjaldaðri fyrir alls
konar ógnum,“ segir Íris Marelsdótt-
ir, verkefnisstjóri á sóttvarnasviði
embættis landlæknis, sem vann að
gerð viðbragðsáætlunarinnar.
Íris segir að áætlunin hafi verið
unnin annars vegar vegna alþjóðlegr-
ar kröfu um að þjóðir eigi slíka áætl-
un en einnig til að bregðast við nýj-
um ógnum og loftslagsbreytingum.
„Alþjóðleg ógn eykst. Þekking á
hryðjuverkum færist á milli landa.
Hitt er svo að við erum að horfast í
augu við endurteknar sýkingar hér á
landi. Með áætluninni tekst vonandi
að skýra til hvaða ráða á að grípa,
hver er ábyrgur þegar eitthvað kem-
ur upp og bæta samvinnuna á milli
þeirra sem bregðast við.“
Í viðbragðsáætluninni eru tiltekin
nokkur dæmi um CBRNE-atvik á Ís-
landi á liðnum árum. Þar á meðal
þegar nóróveirusýking kom upp í
sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni
sumarið 2017 og 181 barn var fært í
fjöldahjálparstöð í Hveragerði. Eins
þegar tæplega fimmtíu veiktust eftir
að hafa snætt nóróveiruumengaðar
ostrur á Skelfiskmarkaðnum síðasta
vetur og þegar 24 veiktust eftir að
saurgerlamengun kom upp í Efstadal
II á Suðurlandi í sumar.
Af fleiri dæmum má nefna ösku-
fallið sem varð í kjölfar gossins í
Eyjafjallajökli vorið 2010 og eldsvoð-
ana í Skeifunni sumarið 2014 og í
húsnæði Geymslna og Icewear í
Garðabæ vorið 2018.
Handbók CBRNE, sem gefin er út
samhliða þessari áætlun, er fyrir við-
bragðsaðila á vettvangi en það eru
slökkvilið, heilbrigðisstarfsmenn, lög-
regla og björgunarsveitir. Handbók-
in tekur til viðbragða frá því að útkall
berst og nær til fyrstu 30 mínútna á
CBRNE-vettvangi og eftir það tekur
þessi áætlun við sem leiðbeinandi rit.
Bókin verður gefin út á prenti í lok
ársins og í appi á næsta ári.
Þegar verður hafist handa við að
innleiða áætlunina og er stefnt að
lokum þess ferlis í byrjun árs 2020.
Kynningar verða haldnar í öllum lög-
regluumdæmum á næstu vikum í
samráði við þar til bær lögreglu- og
heilbrigðisyfirvöld.
Berskjölduð fyrir alls konar ógnum
Viðbragðsáætlun vegna efnamengunar, sýkla og geislunar kynnt Brugðist við nýjum ógnum og
endurteknum sýkingum Handbók fyrir viðbrögð á vettvangi Kynnt um land allt á næstu vikum
Morgunblaðið/Ómar
Öskufall Eldgos í Eyjafjallajökli leiddi af sér mikið öskufall sem flokkast sem CBRNE-atvik. Á myndinni er verið að
taka sýni úr öskunni sem féll á Mýrdalssandi. Þau fóru í efnagreiningu til að kanna hversu mikil hætta stafaði af.
100 ára afmælisátaki Barnaheilla –
Save the Children var hleypt af
stokkunum í Smáralind í byrjun
október. Tæplega 600 manns „und-
irrituðu“ á táknrænan hátt áskorun
um að stöðva stríð gegn börnum.
Fulltrúar Barnaheilla – Save the
Children ætla að afhenda Guðlaugi
Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra
áskorunina. Jafnframt verður hann
beðinn að beita sér fyrir því á al-
þjóðavettvangi að stöðva stríð gegn
börnum og vinna að því að Ísland
verði í fararbroddi í slíkri vinnu.
Afhendingin fer fram klukkan
11.00 á morgun í Garði norður á 2.
hæð utanríkisráðuneytisins. Fólk er
beðið að skrá þátttöku með tölvu-
pósti til ghjohanns@barnaheill.is.
Afhenda
áskorun
100 ára afmælis-
átak Barnaheilla