Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
NÝJ
UNG
!
Hlæðu, hoppaðu,
hóstaðu og hnerraðu
áhyggjulaus!
Öruggar þvaglekavörur
Extra
rakadræg
100%
Lyktarvörn
Passa
frábærlega
Fáir einstaklingar hafa nýtt sér það
úrræði að hefja töku hálfs ellilífeyris
almannatrygginga við 65 ára aldur
samhliða áframhaldandi starfi á
vinnumarkaði eða á móti töku hálfs
lífeyris frá lífeyrissjóðum, frá því að
þetta var heimilað 1. janúar 2018.
Tilgangur þessarar heimildar er að
auka sveigjanleika við starfslok.
Félagsmálaráðherra hefur nú birt
frumvarpsdrög í samráðsgátt stjórn-
valda um breytingar á skilyrðum
þess að hefja töku hálfs lífeyris 65
ára og er markmiðið að fleiri ein-
staklingar sem náð hafa ellilífeyris-
aldri eigi þess kost að sækja um hálf-
an ellilífeyri. Fram kemur í
greinargerð að aðeins 38 einstak-
lingar fá nú greiddan hálfan elli-
lífeyri frá Tryggingastofnun.
Fram kemur í skýringum að ljóst
sé að mjög fáir einstaklingar hafi
uppfyllt skilyrði gildandi laga eða
fólk hafi af einhverjum öðrum ástæð-
um ákveðið að nýta sér ekki þetta úr-
ræði. Því þyki ástæða til að draga úr
þeim kröfum sem gerðar séu í gild-
andi lögum, þannig að fleiri einstak-
lingum verði gert kleift að fá greidd-
an hálfan lífeyri. Jafnframt verði þó
gerð krafa um starfssamband eins
og það er orðað og að greiðslur verði
tengdar við aðrar tekjur lífeyrisþega
með háu frítekjumarki.
Þröskuldurinn sem staðið hefur í
vegi þess að fleiri geti fengið hálfan
lífeyri er það skilyrði sem sett er í
dag að samanlagður áunninn réttur
til ellilífeyris frá lífeyrissjóðum og
frá almannatryggingum verði að
nema að lágmarki fjárhæð fulls elli-
lífeyris almannatrygginga, sem er í
dag 248.105 kr. Er á það bent í skýr-
ingum að sjóðfélagar í lífeyrissjóðum
þurfi að eiga töluverð réttindi í líf-
eyrissjóðum til þess að geta nýtt sér
úrræðið en að þeir sem eigi tak-
mörkuð réttindi eigi ekki kost á töku
hálfs lífeyris. Fáir hafi uppfyllt þetta
skilyrði og því sé rétt að draga úr
þeim kröfum sem gerðar séu.
Ekki í meira en 50% starfi
Fyrirkomulagið hefur verið þann-
ig að greiðslur hálfs lífeyris eru
ótekjutengdar og ekkert skilyrði
hefur verið sett um að viðkomandi
einstaklingur sé enn á vinnumarkaði
eða að hann minnki starfshlutfall sitt
til að fá hálfan lífeyri. Tekjuháir ein-
staklingar, sem að óbreyttu ættu
ekki rétt á lífeyrisgreiðslum al-
mannatrygginga vegna tekjuteng-
inga, hafi þannig getað notið þessara
greiðslna. Þessu á að breyta skv.
frumvarpsdrögunum og jafnframt
verði framvegis ekki mögulegt að
vera í fullri vinnu samhliða töku
hálfs lífeyris. Starfshlutfallið megi
ekki vera meira en 50% á vinnu-
markaði til að eiga rétt á töku hálfs
lífeyris.
38 einstaklingar
fá hálfan lífeyri
Gera á fleiri kleift að nýta sér úrræðið
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Dýr sem komið hafa á land í hval-
rekum eða hvalavöðum og drepist eða
verið aflífuð hafa sennilega sjaldan
eða aldrei verið fleiri síðustu áratugi.
Þar eru grindhvalir í miklum meiri-
hluta, en alls hafa
136 grindhvalir
synt á land í ár og
drepist eða verið
aflífaðir, en voru
sex allt árið í
fyrra.
Í nokkrum til-
vikum tókst að
reka grindina aft-
ur á haf út og þau
dýr eru því ekki
talin með í heild-
artölu dauðra dýra. Nokkur dæmi
eru um að stöku grindhvalur hafi
strandað ekki ýkja langt frá þeim
stað þar sem hvalavaða gekk á land
skömmu áður og gætu þeir því til-
heyrt þeim hópum.
Fjölgun um rúmlega 100 dýr
Að sögn Sverris Daníels Halldórs-
sonar, líffræðings hjá Hafrannsókna-
stofnun, hafa alls 153 dýr verið færð
til bókar um hvalreka hjá stofnuninni
á þessu ári og eru þau rúmlega 100
fleiri en í fyrra. Hvalir af öðrum teg-
undum en grindhvölum eru nokkru
færri en í fyrra og sérstaklega hefur
andarnefjum fækkað. Þær voru 23 í
fyrra en einungis tvær í ár, sem er á
svipuðu róli og undanfarinn áratug.
Aðrir frekar sjaldgæfir svínhvalir
eins og norðsnjáldri og skugganefja
hafa ekki fundist á fjörum á þessu ári
en voru sex í fyrra.
Oft er mest um hvalreka síðsumars
en þeir verða þó allan ársins hring.
Mögulegt er að aukin útivera á sumr-
in hafi áhrif á fjölda tilkynninga sem
berast stofnuninni.
Í Friðarhöfn og Fossvogi
Stærstu einstöku atburðir það sem
af er þessu ári voru í byrjun septem-
ber á Langanesi þegar 62 grindhvalir
strönduðu og drápust eða voru aflíf-
aðir á staðnum. Yfir 50 grindhvalir
strönduðu í fjörunni við Útskála-
kirkju í Garði á Reykjanesi í byrjun
ágúst og varð 20 þeirra ekki bjargað.
50 dýr uppgötvuðust á Gömlueyri á
Löngufjörum í byrjun júlí og höfðu
augljóslega drepist þar allt að mánuði
áður. Var það þá talinn mesti hvalreki
hérlendis frá árinu 1986 er 148 hvalir
gengu á land austan Þorlákshafnar
og drápust.
Spurður um skýringar á miklum
fjölda grindhvala á þessu ári segir
Sverrir að þær séu ekki ljósar en
margar kenningar hafi verið settar
fram. Ekki sé vitað um miklar breyt-
ingar á dreifingu grindhvals í NA-
Atlantshafi en gögn sýni að miklar
sveiflur séu í komum grindhvala upp
að landinu.
Sverrir rifjar upp að stórar hjarðir
hafi verið reknar á land á árum áður.
Þannig hafi um 400 dýr verið rekin inn
í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum 1958,
þar sem um 200 þeirra voru aflífuð.
Einnig má nefna að 67 grindhvalir
voru reknir inn í Fossvoginn árið
1934.
Hernaðarumsvif á norðurslóðum
Varðandi mikinn fjölda andarnefja
og annarra svínhvala í fyrra hafi menn
m.a. leitað skýringa í hernaðar-
umsvifum í norðurhöfum á síðasta ári.
Heræfingar gætu hafa drepið eða
hrakið þessar úthafstegundir upp að
landi. Ekki aðeins hafi mörg dýr rekið
á land víða við Norður-Atlantshaf
heldur hafi einnig borist margar frétt-
ir af andarnefjum syndandi inni á
fjörðum hér við land, en vitað er að
öflugir hljóðgjafar sem notaðir eru við
heræfingar valda skemmdum á innra
eyra hvala, að sögn Sverris.
Andarnefja Grindhvalur
Fjöldi dýra Hvalrekar Fjöldi dýra Hvalrekar
2009 1 1
2010 1 1
2011 1 1 1 1
2012 2 2 2 2
2013 59 7
2014 3 3
2015 1 1 1 1
2016 1 1 6 6
2017 2 2 1 1
2018 23 17 6 6
2019* 2 2 136 14
Alls 34 28 215 41
2018 2019*
Fjöldi dýra Hvalrekar Fjöldi dýra Hvalrekar
Andarnefja 23 17 2 2
Búrhvalur 3 3 5 5
Grindhvalur 6 6 136 14
Háhyrna 1 1 2 2
Hnísa 1 1 1 1
Hnúfubakur 3 3 2 2
Hnýðingur 2 2 1 1
Hrefna 3 3 2 2
Langreyður 1 1
Norðsnjáldri 2 2
Ógreind tegund 1 1 2 2
Rákahöfrungur 1 1
Skugganefja 4 4
Alls 51 45 153 31
Hvalrekar 2009-2019
Mikill fjöldi grind-
hvala en fá svínhveli
153 dýr skráð Heræfingar gætu truflað andarnefju
Sverrir Daníel
Halldórsson
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Samáls, segir aukna notkun áls í
drykkjarumbúðir í Bandaríkjunum og
Evrópu munu hafa
áhrif á útflutnings-
markaði Íslands
fyrir ál.
Tilefnið er um-
fjöllun í Wash-
ington Post um
aukna notkun áls í
drykkjarumbúðir
á kostnað plasts.
Til dæmis hafi
Coca Cola skýrt
frá því í ágúst að það muni framvegis
selja Dasani-vatn í áldósum. Jafnframt
hafi PepsiCo áform um að selja Aqua-
fina-vatn í áldósum á veitingahúsum
og íþróttaleikvöngum vestanhafs.
„Ef þróunin er í þessa átt mun það
teygja sig til Evrópu. Ál er hráefni
sem er selt á heimsmarkaði og flæðir
vel milli markaða,“ segir Pétur.
Tollmúrar hafa áhrif
Evrópa hafi verið lykilmarkaður
fyrir ál frá Íslandi. Lítið hafi verið flutt
út af áli til Bandaríkjanna.
„Nú þegar Bandaríkin hafa sett toll-
múra gagnvart kínverskum álfram-
leiðendum, sem framleiða yfir helming
af öllu áli í heiminum, hefur það ál
fundið sér annan farveg. Þá leitar það
meðal annars til Evrópu. Aukið fram-
boð hefur auðvitað áhrif á álmarkaðinn
í Evrópu, sem er lykilmarkaður fyrir
ál frá Íslandi, og telja greinendur það
spila inn í að álverð haldist lágt í álf-
unni. Ef Ísland gerir fríverslunar-
samning við Bandaríkin, eins og talað
er um núna, og ef álið héðan yrði innan
tollamúra þar, gætu auðvitað opnast
markaðir.“
Ógnar stöðu plastsins
Telur Washington Post að vaxandi
notkun áls ógni sterkri stöðu plastsins
á bandarískum drykkjarvörumarkaði.
Bróðurparti plasts hafi verið hent með
tilheyrandi umhverfistjóni. Banda-
rísku álsamtökin áætli að næstum 50%
áldósa séu endurunnin en til saman-
burðar sé hlutfallið 29% í plastflösk-
um. Þá er bent á að matvörurisarnir
Nestle og Unilever áformi að gera um-
búðir endurvinnanlegar, eða endur-
nýtanlegar, að kröfu neytenda. Loks
er bent á þá spá fyrirtækisins Harbor
Intelligence að eftirspurn eftir áli í
dósir á Bandaríkjamarkaði muni
aukast um 3%-5% á ári fram til 2025,
hið minnsta, á kostnað plasts. Frétta-
veitan Bloomberg fjallar líka um mál-
ið. Þar segir að því sé spáð að hlutfall
innflutts áls í áldósum í Bandaríkjun-
um muni hækka á næstu árum. Hlut-
fallið verði um 15% í ár eða ríflega tvö-
falt hærra en 2017.
„Það hefur auðvitað jákvæð áhrif á
álmarkaðinn ef eftirspurn eykst eftir
áli. Hlutfall áls sem er endurunnið er
um 75% í Evrópu og fer hækkandi.
Hlutfallið er mun hærra hér og á
Norðurlöndum eða vel yfir 90%. Þetta
háa hlutfall skýrir aukna eftirspurn.
Framleiðendur drykkjarvara vilja
vera með sjálfbæra vöru. Einn helsti
styrkleiki áls er einmitt að hægt er að
endurvinna það aftur og aftur án þess
að það tapi upprunalegum gæðum.
Svo dregur endurvinnsla verulega úr
losun, því þegar ál er endurunnið þarf
einungis 5% af orkunni sem fór í að
framleiða það upphaflega.
Það vill stundum gleymast að al-
mennt er það orkuvinnslan sem losar
mest í framleiðslu áls, t.d. í Kína þar
sem framleiðslan er að mestu koladrif-
in. Það er því geysilegur orkusparn-
aður fólginn í því að endurvinna ál.
Stundum er rætt um ál sem orku-
banka í þeim skilningi,“ segir Pétur.
Gæti styrkt íslenskan áliðnað
Drykkjarvörurisar í Bandaríkjunum velja ál í stað plasts Greinendur spá enn meiri notkun áls
Framkvæmdastjóri Samáls segir endurvinnanleika áls styrkja stöðu þess í samkeppninni við plast
Úr áli Coke selur Dasani-vatn.
Pétur Blöndal