Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Stytting vinnuvikunnar er meðal
helstu breytinga sem samið var um í
nýgerðum kjarasamningi Samninga-
nefndar ríkisins og fimm stéttar-
félaga innan BHM aðfaranótt mánu-
dags.
Sverrir Jónsson, formaður samn-
inganefndar ríksins, segir að vinnu-
tímastyttingin sé á sömu nótum og
vinnutímabreytingarnar sem samið
var um í lífskjarasamningunum á al-
mennum vinnumarkaði sl. vor.
„Þetta er í anda þess meginmark-
miðs að samræma kjör og aðstæður á
milli vinnumarkaða,“ segir hann.
„Við náðum að stytta vinnuvikuna og
tryggja kaupmátt og ýmsar fleiri
breytingar verða gerðar sem eiga að
stuðla að bættu starfsumhverfi og
betri samræmingu á milli fjölskyldu-
lífs og atvinnulífs,“ segir hann.
Samkomulagið varðar fyrst og
fremst starfsfólk í dagvinnu
Samningurinn gildir til marsloka
árið 2023. Nota á næsta ár til undir-
búnings og innleiðingar breytinga á
vinnutíma með samtölum á milli
stjórnenda og starfsfólks og segir
Sverrir þær fela í sér mikil tækifæri
til umbóta í starfsemi ríksins. „Samn-
ingurinn sem gerður var um helgina
og vinnutímabreytingarnar varða
fyrst og fremst fólk í dagvinnu. Það
þarf líka að bæta starfsumhverfi
vaktavinnufólks og nú getum við
beint athyglinni að því. Það mun
samninganefnd ríkisins gera í nánu
samráði og samstarfi við heilbrigðis-
ráðuneytið og dómsmálaráðuneytið
þar sem stærstu vaktavinnuhóparnir
eru,“ segir Sverrir.
Alls gerir ríkið um 60 kjarasamn-
inga við um 100 stéttarfélög með um
20 þúsund félagsmenn. Félögin sem
sömdu við ríkið um helgina eru Félag
háskólamenntaðra starfsmanna
Stjórnarráðsins, Félag íslenskra fé-
lagsvísindamanna, Fræðagarður,
Stéttarfélag bókasafns- og upplýs-
ingafræðinga og Stéttarfélag lög-
fræðinga. Í þeim eru samtals um
2.300 félagsmenn sem starfa á vel-
flestum stofnunum ríkisins.
Bragi Skúlason, formaður Fræða-
garðs, stéttarfélags háskólamennt-
aðra, segir að nýgerður samningur
verði kynntur félagsmönnum á
næstu dögum áður en atkvæða-
greiðsla um hann fer fram og gat
Bragi því ekki rætt innihald samn-
ingsins fyrr en félagsmenn hefðu
fengið tækifæri til að kynna sér hann.
Félagsmenn í Fræðagarði eru ríf-
lega 2.600 talsins og starfa þeir hjá
ríki, sveitarfélögum og á almennum
vinnumarkaði. Nær samningurinn
sem náðist um helgina til rúmlega
800 félagsmanna Fræðagarðs sem
starfa hjá ríkinu.
Rúmlega 20 BHM-félög semja við
ríkið og er því ósamið við fjölda fé-
laga háskólamanna, sem hafa verið í
viðræðum í hópum eftir því sem
ástæða hefur þótt til en samnings-
umboðið er hjá hverju og einu félagi.
Maríanna H. Helgadóttir, formað-
ur Félags íslenskra náttúrufræðinga,
sem er eitt þeirra félaga sem ekki
hafa lokið samningum við ríkið, sagði
í gær að FÍN væri hluti af svoköll-
uðum BHM-08-hópi, þ.e. félögum
sem hafa haldið hópinn í viðræðunum
við ríkið. „Engin breyting hefur orðið
hjá okkur. Við erum ekki búin að ná
samningum við samninganefnd rík-
isins,“ sagði hún.
Stytta vinnuviku og
tryggja kaupmátt
Engin breyting hefur orðið hjá okk-
ur, segir formaður FÍN um stöðuna
Morgunblaðið/Golli
Kjaramál Viðræður BHM og SNR
fara fram í húsi Ríkissáttasemjara.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Samgöngustofa hefur afturkallað
fyrri ákvörðun sína í máli flugfarþega
sem kvörtuðu undan þjónustu flug-
félagsins SAS. Farþegarnir áttu bók-
að flug með SAS frá Keflavík til Ósló-
ar 29. júní 2018 en komu þeirra á
áfangastað seinkaði um fjórar
klukkustundir. Fóru þeir fram á
staðlaðar skaðabætur á grundvelli
Evrópureglugerðar. Í fyrri úrskurði
hafnaði Samgöngustofa því að fólkið
ætti rétt á bótum en sneri úrskurð-
inum við fyrr í þessum mánuði.
Seinkun á komu fólksins var meðal
annars rakin til tæknilegrar skoð-
unar sem ráðist var í á vélinni eftir að
fugl fór í hreyfil hennar í fyrra flugi.
SAS útvegaði nýja flugvél fyrir far-
þega en sú var með færri sæti en upp-
haflega vélin og því komust ekki allir
farþegar með. Fólkið sem kvartaði
var í þeim hópi og seinkaði för þess
um fjóra tíma af þeim sökum.
Í umsögn SAS kemur fram að fé-
lagið telji sig hafa gert allt sem í valdi
þess stóð til að takmarka seinkun á
komu fólksins á lokaákvörðunarstað.
Telur félagið að það að fugl fari í
hreyfil flugvélar flokkist undir óvið-
ráðanlegar aðstæður sem leysi fyrir-
tækið undan bótaábyrgð vegna seink-
unar komu fólksins á loka-
ákvörðunarstað.
Samgöngustofa gaf út ákvörðun í
málinu hinn 25. september síðastlið-
inn og var niðurstaðan sú að flug-
félagið væri ekki bótaskylt gagnvart
umræddum flugfarþegum. Sú
ákvörðun var afturkölluð 11. október
á þeirri forsendu að gögn flugfélags-
ins hefðu ekki verið metin rétt. Telur
Samgöngustofa nú að ekki hafi verið
réttmætar ástæður fyrir neitun á fari
með seinni flugvélinni og skal SAS
greiða hvorum farþega um sig 400
evrur í skaðabætur.
Afturkalla ákvörðun
um bætur flugfarþega
Flugfélagið SAS
þarf að greiða tveim-
ur farþegum bætur
Leifsstöð Fólk á faraldsfæti.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Hljómur langspilsins er dularfullur
og fallegur, rétt eins og hann komi
úr annarri veröld. Strax þegar ég
handlék hljóðfærið í fyrsta sinn var
ég heillaður, bæði af möguleikum
þess og síðan þeirri merkilegu sögu
og menningu sem að baki býr,“ segir
Eyjólfur Eyjólfsson óperusöngvari.
Með þremur strengjum
Nú um helgina, 26. og 27. október,
verður efnt til tónlistarhátíðar til-
einkaðrar langspilinu í Íslenska
bænum í Austur-Meðalholtum í Flóa,
skammt frá Selfossi. Þar koma fram
ýmsir tónlistarmenn auk þess sem
sýnd verða átján langspil sem nem-
endur í 6. og 7. bekk í Flóaskóla
smíðuðu undir handleiðslu Eyjólfs
Eyjólfssonar síðasta vetur. Á laugar-
dag verða svo í Austur-Meðalholtum
tvennir tónleikar með langspilsleik,
og þeim síðari, sem hefjast klukkan
20:30, mun svo væntanlega ljúka
með dansiballi.
Áhugi Eyjólfs á langspilinu vakn-
aði fyrir um tíu árum og fljótlega
eignaðist hann slíkan grip. Smíðaði
sér síðan sjálfur hljóðfæri; stokk
með þremur strengjum sem leika má
á af mikilli list. Í meistaranámi í
þjóðfræði við Háskóla Íslands hefur
Eyjólfur svo rannsakað þennan þátt
tónlistarsögunnar, hljóðfæri sem
hugsanlega hafi komið með þýskum
hansakaupmönnum til Íslands fyrr á
öldum. Fyrir nokkrum árum hóf
hann síðan samstarf við þau Hannes
Lárusson og Kristínu Magnúsdóttur
sem hafa byggt upp Íslenska bæinn;
menningarsetur sem tileinkað er ís-
lenska torfbæjararfinum. Í
sýningarskálanum þar verða hljóð-
færin til sýnis og svo hefur verið efnt
til samstarfs við fólkið í sveitinni.
Tónar og laglína
„Þetta hefur verið eitt stórt ævin-
týri,“ segir Eyjólfur. „Í Flóaskóla
var strax áhugi á samstarfi og
krakkarnir voru áhugasöm þegar
þau smíðuðu langspil undir minni
leiðsögn. Smíðin var þó aðeins fyrsta
skrefið; að undanförnu hef ég verið
að kenna þeim undirstöðuatriðin í að
ná fram tónum og laglínu. Einnig
höfum við í kennslunni vikið aðeins
að menningarsögunni þar sem hljóð-
færið skipar stóran sess. Afrakstur
þess má heyra um helgina,“ segir
Eyjólfur um Langspilsvöku 2019 –
sem til stendur að verði árlegur við-
burður héðan í frá.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Tónlistarmaður Eyjólfur óperusöngvari hér með langspilið sitt góða.
Hjómur úr annarri veröld
Ljósmynd/Aðsend
Flóaskóli Ungir efnilegir hljóðfærasmiðir með Eyjólfi leiðbeinanda sínum.
Langspilshátíð í
Flóa Skólabörn
smíða hljóðfæri
VR óskar eftir orlof
VR óskar eftir að leigja vönduð sumarhús eða
orlofsíbúðir til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is
fyrir 15. nóvember 2019.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa
að fylgja:
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
• Lýsing á eign og því sem henni fylgir
• Ástand íbúðar og staðsetning
• Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár
• Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
Öllum tilboðum verður svarað.