Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu
þrjú ár við lagnakerfi í Skólavegi á Fáskrúðs-
firði, sem liggur í gegnum bæinn endilangan.
Ekki sér fyrir endann á framkvæmdunum og
eru sumir íbúar við götuna orðnir þreyttir á
hægagangi, raski, óþægindum og vatnsskorti
sem þessu hefur fylgt í haust og telja jafnvel að
hætta geti fylgt framkvæmdunum.
Verið er að skipta um allar lagnir í götunni,
vatn, fráveitu, rafmagn og síma auk þess sem
ljósleiðari verður lagður í götuna. Lagnakerfið
var orðið gamalt og úr sér gengið og sums
staðar var asbest í vatnslögnum. Sums staðar
þarf að endurnýja inntök í hús.
Verkið unnið í áföngum
Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð er
um mikið og flókið verk að ræða. Síðasta vor
var aðeins sagt að áfram yrði unnið við fram-
kvæmdirnar í sumar og inn í haustið eftir því
sem veður leyfði. Engin tímamörk hafa verið
tilkynnt en enn er stefnt að því að ljúka jarð-
vinnu í haust. Þá er reiknað með að ljúka verk-
efninu næsta sumar og að Skólavegur verði þá
malbikaður. Verkið er unnið í áföngum og var
árið 2017 byrjað innst í bænum og unnið út að
kirkju. Í fyrra var kafli á milli kirkju og sund-
laugar endurnýjaður og í ár var byrjað á síðasta
áfanganum. Það eru starfsmenn Fjarðabyggðar
sem vinna að þessu verkefni með undirverktök-
um í samvinnu við viðkomandi veitufyrirtæki.
aij@mbl.is
Óþægindi vegna framkvæmda
Morgunblaðið/Albert Kemp
Mikið rask Stefnt er að því að ljúka jarðvinnu við Skólaveg í haust en meðal íbúa gætir óánægju.
Skipt um allar lagnir í
Skólavegi á Fáskrúðsfirði
Skipholti 29b • S. 551 4422
Yfirhöfnin
fæst í Laxdal
Traust
í 80 ár
Fylgdu okkur á facebook
Köflóttar
buxnaleggings
Str. S-XXL
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Kr. 6.900.-
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Str.
38-58
Nýjar vörur streyma inn
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín-
um í gærmorgun að veita sveitar-
félaginu Hornafirði styrk að upphæð
33,2 milljónir króna.
Styrkurinn er ætlaður til þess að
takast á við óvænt útgjöld og brýn
verkefni við endurreisn eftir mikla
úrkomu, vatnavexti og flóð sem urðu
á Suðaustur- og Austurlandi í lok
september og byrjun október 2017.
Forsætisráðherra, fjármála- og
efnahagsráðherra og dómsmála-
ráðherra gerðu tillögu um styrkveit-
inguna.
Vatnsveðrið og vatnavextirnir ollu
tjóni á göngubrú yfir Hólmsá við
Fláajökul, sem hrundi í flóðunum, og
einnig skemmdum sem urðu á leið-
um að Miðfelli, Jökulfelli, Haukafelli,
Hoffellsjökli, Heinabergi og Fláa-
jökli, yfir Kolgrímu og út í Skógey.
Með styrkveitingunni sem ríkis-
stjórnin samþykkti í gær hefur alls
verið veitt rúmlega 350 milljónum
króna úr ríkissjóði vegna úrkomu-
veðursins og vatnavaxtanna sem
urðu á Suðaustur- og Austurlandi
haustið 2017. gudni@mbl.is
Hornafjörður fær
styrk vegna tjóns
Úrkomuveður og flóð ollu tjóni 2017
Jarðskjálftahrina í og við Öxarfjörð
virðist vera í rénun. Þó mældust
minnst átta skjálftar á svæðinu rétt
tæpa 30 kílómetra vestnorðvestur
af Kópaskeri í gær. Frá því á
laugardag og fram á mánudags-
morgun mældust rúmlega 500
skjálftar á svæðinu. Skjálftarnir
sem mældust í gærmorgun eru ekki
stórir, en sá stærsti var 2,8 stig.
Þrír stærstu skjálftarnir í hrin-
unni eru 3,5 stig, 3,2 stig og 3,1 stig.
Stærstu skjálftanna varð vart í
næstu byggðum. Jarðskjálftahrin-
an á upptök sín á Tjörnesbrotabelt-
inu, en þar varð síðast öflug hrina í
lok mars á þessu ári. Í þeirri hrinu
mældust um 2.600 skjálftar.
Jarðskjálftahrina
virðist vera í rénun