Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðustu þrjú ár við lagnakerfi í Skólavegi á Fáskrúðs- firði, sem liggur í gegnum bæinn endilangan. Ekki sér fyrir endann á framkvæmdunum og eru sumir íbúar við götuna orðnir þreyttir á hægagangi, raski, óþægindum og vatnsskorti sem þessu hefur fylgt í haust og telja jafnvel að hætta geti fylgt framkvæmdunum. Verið er að skipta um allar lagnir í götunni, vatn, fráveitu, rafmagn og síma auk þess sem ljósleiðari verður lagður í götuna. Lagnakerfið var orðið gamalt og úr sér gengið og sums staðar var asbest í vatnslögnum. Sums staðar þarf að endurnýja inntök í hús. Verkið unnið í áföngum Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðabyggð er um mikið og flókið verk að ræða. Síðasta vor var aðeins sagt að áfram yrði unnið við fram- kvæmdirnar í sumar og inn í haustið eftir því sem veður leyfði. Engin tímamörk hafa verið tilkynnt en enn er stefnt að því að ljúka jarð- vinnu í haust. Þá er reiknað með að ljúka verk- efninu næsta sumar og að Skólavegur verði þá malbikaður. Verkið er unnið í áföngum og var árið 2017 byrjað innst í bænum og unnið út að kirkju. Í fyrra var kafli á milli kirkju og sund- laugar endurnýjaður og í ár var byrjað á síðasta áfanganum. Það eru starfsmenn Fjarðabyggðar sem vinna að þessu verkefni með undirverktök- um í samvinnu við viðkomandi veitufyrirtæki. aij@mbl.is Óþægindi vegna framkvæmda Morgunblaðið/Albert Kemp Mikið rask Stefnt er að því að ljúka jarðvinnu við Skólaveg í haust en meðal íbúa gætir óánægju.  Skipt um allar lagnir í Skólavegi á Fáskrúðsfirði Skipholti 29b • S. 551 4422 Yfirhöfnin fæst í Laxdal Traust í 80 ár Fylgdu okkur á facebook Köflóttar buxnaleggings Str. S-XXL Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kr. 6.900.- Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Str. 38-58 Nýjar vörur streyma inn Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sín- um í gærmorgun að veita sveitar- félaginu Hornafirði styrk að upphæð 33,2 milljónir króna. Styrkurinn er ætlaður til þess að takast á við óvænt útgjöld og brýn verkefni við endurreisn eftir mikla úrkomu, vatnavexti og flóð sem urðu á Suðaustur- og Austurlandi í lok september og byrjun október 2017. Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og dómsmála- ráðherra gerðu tillögu um styrkveit- inguna. Vatnsveðrið og vatnavextirnir ollu tjóni á göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul, sem hrundi í flóðunum, og einnig skemmdum sem urðu á leið- um að Miðfelli, Jökulfelli, Haukafelli, Hoffellsjökli, Heinabergi og Fláa- jökli, yfir Kolgrímu og út í Skógey. Með styrkveitingunni sem ríkis- stjórnin samþykkti í gær hefur alls verið veitt rúmlega 350 milljónum króna úr ríkissjóði vegna úrkomu- veðursins og vatnavaxtanna sem urðu á Suðaustur- og Austurlandi haustið 2017. gudni@mbl.is Hornafjörður fær styrk vegna tjóns  Úrkomuveður og flóð ollu tjóni 2017 Jarðskjálftahrina í og við Öxarfjörð virðist vera í rénun. Þó mældust minnst átta skjálftar á svæðinu rétt tæpa 30 kílómetra vestnorðvestur af Kópaskeri í gær. Frá því á laugardag og fram á mánudags- morgun mældust rúmlega 500 skjálftar á svæðinu. Skjálftarnir sem mældust í gærmorgun eru ekki stórir, en sá stærsti var 2,8 stig. Þrír stærstu skjálftarnir í hrin- unni eru 3,5 stig, 3,2 stig og 3,1 stig. Stærstu skjálftanna varð vart í næstu byggðum. Jarðskjálftahrin- an á upptök sín á Tjörnesbrotabelt- inu, en þar varð síðast öflug hrina í lok mars á þessu ári. Í þeirri hrinu mældust um 2.600 skjálftar. Jarðskjálftahrina virðist vera í rénun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.