Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Flest höfum við fengið okk-ar barnabólusetningar íungbarnaeftirliti heilsu-gæslunnar. Á fullorðins- árum er það oft fyrst þegar við för- um að leita út fyrir landsteinana á vit hinna ýmsu ævintýra að við för- um að velta fyrir okkur hvaða bólusetningar við höfum þegar fengið. Fyrir slíkar ferðir þarf gjarnan að bæta við eða endur- nýja bólusetn- ingar í ljósi land- lægra sjúkdóma í öðrum löndum. Þegar líður á æv- ina og fólk nær 60 ára aldri þarf að nýju að huga að bólusetningum. Besta forvörnin Haustinu fylgja oft öndunarfæra- sýkingar og önnur veikindi og á vetrarmánuðum má búast við inflú- ensu sem kemur sem faraldur hvern vetur hér á landi líkt og ann- ars staðar. Börn og eldra fólk auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma er í mestri hættu á alvarlegri fylgi- kvillum inflúensu. Því er mælst til að þessir hópar njóti forgangs í bólusetningum. Besta forvörnin gegn alvarlegum fylgikvillum inflú- ensunnar og dauðsföllum er bólu- setning. Geta valdið slæmum sýkingum Þótt flensan sé algeng og landlæg ár hvert þá eru einnig aðrar bólu- setningar sem huga þarf að hjá full- orðnu fólki og ber þar að nefna lungnabólgubólusetninguna svoköll- uðu sem veitir vörn gegn bakteríum sem kallast pneumókokkar. Bakterían getur valdið alvarlegri sýkingu í lungum, miðeyra og kinn- holum. Ef illa fer getur bakterían einnig valdið sýkingu í blóði og jafnvel heilahimnubólgu. Oft er það svo að fólk veikist fyrst með venju- legri kvefpest en pneumókokkar koma svo í kjölfarið með alvarlegri veikindum. Bakterían smitast með úðasmiti á milli manna, til dæmis ef smitaður einstaklingur eða beri hóstar nálægt öðrum og heldur ekki fyrir munn og nef. Þessa bakteríu er í raun að finna í nefi og koki hjá hraustu fólki á öll- um aldri en á viðkvæmum aldri eða þegar herjar á ónæmiskerfið af öðr- um orsökum geta þær valdið slæm- um sýkingum. Sjúkdómar af völd- um pneumókokka geta orðið alvarlegir og jafnvel lífshættulegir hjá þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Eru það helst ung börn og ein- staklingar komnir yfir sextugt en einnig einstaklingar með undir- liggjandi ónæmisvanda eða lang- vinna sjúkdóma (sjá betur að neð- an). Að jafnaði greinast um 50 einstaklingar með alvarlega sýkingu af völdum pneumókokka á Íslandi ár hvert og eru flestir þeirra sem greinast 60 ára og eldri. Vörn gegn bakteríunum Auk almenns hreinlætis er sterk- asta forvörnin gegn pneumókokka- sýkingum bólusetningin gegn þeim og er mælt með að þeir ein- staklingar sem hafa aukna áhættu fái hana. Um ræðir eftirfarandi hópa fullorðinna samkvæmt upplýs- ingum frá Landlækni:  Allir fullorðnir 60 ára og eldri.  Fullorðnir (19 ára og eldri) með aukna áhættu á alvarlegum pneumókokkasýkingum. Hér á við fólk með undirliggjandi ónæmis- vandamál, meðfædda hjartagalla með bláma, hjartabilun, króníska lungnasjúkdóma, mænuvökvaleka eða ígræðslu á heyrnarbeini eða kuðungi. Til eru ýmsir stofnar af bakt- eríunni og veitir bólusetningin vörn gegn þeim hættulegustu. Til eru tvær tegundir bóluefnis, annars vegar bóluefni ætlað fullorðnum og hins vegar bóluefni sem sérstaklega er hannað fyrir börn yngri en fimm ára. Það síðarnefnda hefur verið hluti af ráðlögðum bólusetningum barna frá árinu 2011. Ef ein- staklingur hefur fengið lungna- bólgubólusetningu eftir sextugt þarf ekki að endurtaka hana. Hægt er að fá lungnabólgubólusetningu á þinni heilsugæslu. Á vefnum heilsuvera.is má lesa meira um bólusetningar fullorðinna. Bólusetningar fullorðinna Morgunblaðið/Hari Sprauta Þótt flensan sé algeng og landlæg ár hvert eru einnig aðrar bólusetningar sem huga þarf að hjá fullorðnum. Þórunn Jónsdóttir Heilsuráð Þórunn Jónsdóttir, sérnámslæknir í heimilislækningum, Heilsugæslunni Glæsibæ Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nú á fimmtudagskvöld, milli klukk- an 17.30 og 21.30, er opið í Hall- grímskirkju í Reykjavík undir merkj- um kvöldkirkjunnar. Þetta eru kyrrðarstundir þar sem fólk kemur inn í rökkvaða kertaprýdda kirkjuna og getur átt þar stund með sjálfu sér við trúarlega íhugun eða annað. Stundir þessar eru samvinnuverk- efni presta Hallgrímskirkju og Dóm- kirkju. Kvöldkirkja verður um sinn mánaðarlega, fyrst í Hallgrímskirkju og síðan í Dómkirkjunni einnig. „Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna trúarheiminn fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu helgi- haldi,“ segir sr. Sigurður Árni Þórð- arson, sóknarprestur í Hallgríms- kirkju. Norræn fyrirmynd Kvöldkirkjan, sem byggist á nor- rænni fyrirmynd, verður í þrjú skipti í Hallgrímskirkju nú á haust- dögum, það er fimmtudagana 24. október, 21. nóvember og 12. des- ember. Helgihaldið annast sr. Sig- urður Árni og sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir, sem einnig þjónar við Hallgrímskirkju, og prestar Dóm- kirkjunnar; þau sr. Elínborg Sturlu- dóttir og sr. Sveinn Valgeirsson. Dómkirkjuprestar verða svo með kvöldkirkju í sínum ranni á nýju ári þegar komin er reynsla á starfið. Í Hallgrímskirkju hafa kirkjuverð- irnir haft veg og vanda af því að skapa kvöldkirkjunni umgjörð og ramma. Fremstur í þeim flokki er Grétar Einarsson. „Fjöldi fólks upp- lifir samskipti fólks í kringum okkur yfirborðsleg og ekki nærandi. Við prestarnir vitum að margir leita einhvers sem er djúptækt og per- sónulega gefandi í glundroða nú- tímans. Allir vilja jákvæða reynslu sem ógnar ekki eða spillir, heldur róar og kyrrir. Sunnudagsmessur og kyrrðarstundir dagkirkjunnar höfða ekki til allra. Kvöldkirkjan er öðru vísi en venjulegu helgistundirnar sem fólk hefur áður upplifað,“ segir sr. Sigurður Árni og heldur áfram: Iðka bænir með ýmsu móti „Fólk er ekki bundið við kirkju- bekkina, heldur hefur möguleika á að ganga um kirkjurýmið, setjast niður, færa sig og finna nýja staði. Svo hefur fólk möguleika á að tjá sig og tilfinningar sínar, skila inn í helgirýmið spurningum, líka reiði og sekt, sem sé túlka stóru lífs- málin og skila þeim til Guðs. Til- finningarnar má svo líka setja á blað. Bænir eru sem sé tjáðar og iðkaðar með ýmsu óhefðbundnu móti í kvöldkirkjunni.“ Fyrsta Kvöldkirkjan á fimmtudag í Hallgrímskirkju Ró og trúarleg íhugun í rökkv- aðri kertaprýddri kirkjunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Prestur Séra Sigurður Árni Þórð- arson kveikir á kertunum. Leyndardómar Grafarvogs er yfir- skrift ljósmyndasamkeppni sem Borgarbókasafnið í Spönginni efnir til meðal íbúa í hverfinu um þessar mundir. Í tilkynningu segir að í byggðinni, sem nú er orðin gróin og falleg, megi finna skrýtin skúmaskot og skemmtilegar byggingar, króka- leiðir og kostuleg sjónarhorn, sem tilvalið sé að mynda. Hægt er að senda myndir á netfangið spongin@borgarbokasafn.is til 18. nóvember næstkomandi. Hinn 5. desember verður tilkynnt um verð- launahafa og opnuð sýning á inn- sendum ljósmyndum á safninu í bókasafninu og menningarhúsinu í Spönginni. Grafarvogsmyndir Leyndardómar Grafarvogur Horft yfir Húsahverfið. Landvernd er 50 ára um þessar mundir og þeim tímamótum verður fagnað á afmælisdaginn sjálfan, næstkomandi föstudag 25. október, með afmælishátíð og ráðstefnu í Norræna húsinu í Reykjavík. Yfir- skrift afmælisráðstefnunnar, sem hefst kl. 14.30, er Sigrar og ósigrar í íslenskri náttúruvernd í 50 ár. Meðal þeirra sem taka til máls eru Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, og Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra. Eftir ráðstefnu er hátíðarfundur þar sem til máls taka rithöfundarnir Andri Snær Magnason og Steinunn Sigurð- ardóttir. Landvernd 50 ára Tímamót Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Tillögur þurfa að berast fyrir 29. október 2019 merktar „Loftslagsviðurkenning 2019“ á netfangið usk@reykjavik.is eða með pósti til Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 105 Reykjavík. Loftslagsviðurkenningin verður afhent á loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu 29. nóvember 2019. Nánari upplýsingar: reykjavik.is/loftslagsvidurkenning Loftslagsviðurkenning Reykjavíkurborgar og Festu – tilnefningar óskast Leitað er eftir tilnefningum um fyrirtæki, félagasamtök, stofnanir eða einstaklinga vegna loftslagsviðurkenningar. Tilnefning- arnar geta verið frá aðilunum sjálfum eða öðrum. Óskað er eftir rökstuðningi með tilnefningunni og bent er á að hægt er að styðjast við eyðublað á vefsíðunni reykjavik.is/loftslagsvidurkenning. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslags- málum og vera hvatning til annarra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.