Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
brottfararfarþega krossast, sem
flækir rekstur, hindrar flæði farþega
og eykur álag á starfsfólk.
Á árunum 2017 og 2018 var unnið
að tillögu sem miðaði að því að nú-
verandi bygging yrði betrumbætt og
lagfærð. Aðaluppdrættir byggðir á
tillögunni voru samþykktir sumarið
2018 af Reykjavíkurborg og fram-
kvæmdaleyfi veitt.
Nánari ástandsskoðun samhliða
verkhönnun leiddi hins vegar í ljós
að núverandi flugstöð er í mun verra
ástandi en talið var í upphafi og því
nauðsynlegt að endurnýja bygging-
una í meira mæli en áður var talið.
Því var sótt um framkvæmdaleyfi á
ný. Nú er gert ráð fyrir endur-
byggingu burðavirkis, hjúps og
innra byrðis. Af því leiðir að ástand
flugstöðvarinnar breytist og núver-
andi braggalag hverfur.
Umfang og eðli byggingarinnar
verður óbreytt í öllum megin-
atriðum. Þó er gert ráð fyrir að
gámaeiningar verði fjarlægðar og
minnkar byggingin við norðaustur-
hlið en stækkar til norðurs.
Byggingin verður aðallega á einni
hæð en tæknirými á 2. hæð. Gert er
ráð fyrir kaffistofu sem rúmar 100
manns og lítilli fríhöfn eins og nú er.
Loftræsting verður bætt verulega
frá því sem nú er. Flugstöðin er
núna 1.306,5 fermetrar samkvæmt
uppmælingu en verður 1.636 fer-
metrar eftir stækkun.
Í viðtali við mbl.is í fyrradag sagði
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri flugfélagsins, að ekki væru
komnar neinar tímasetningar varð-
andi þessar framkvæmdir á flug-
stöðinni. Málið væri á vinnslustigi.
Á undanförnum áratugum hafa í
nokkur skipti verið upp áform um
nýrri og betri flugstöð fyrir innan-
landsflugið en þau hafa ekki orðið að
veruleika.
Flugstöðin verr farin en talið var
Framkvæmdaleyfi fyrir endurbyggingu var veitt í fyrra Ástandsskoðun leiddi í ljós að það væri
óframkvæmanlegt vegna ástands bygginganna Því verður ráðist í uppbyggingu og endurbætur
Tölvuteikning/kurtogpí
Ný flugstöð Svona mun byggingin líta út að lokinni endurgerð og endurbótum samkvæmt hugmyndum arkitekta.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Endurbætur á gömlu flugstöðinni á
Reykjavíkurflugvelli verða um-
fangsmeiri en upphaflega var ætlað.
Ástæðan er sú að skoðun leiddi í ljós
að ástand byggingarinnar var verra
en talið var.
Eins og fram kom í frétt í Morg-
unblaðinu á laugardaginn varð ekk-
ert úr áformum um nýja flugstöð á
reit Umferðarmiðstöðvarinnar. Þess
í stað verður að ósk Air Iceland
Connect (Flugfélags Íslands) ráðist í
endurgerð og stækkun gömlu flug-
stöðvarinnar á Þorragötu 10-20.
Í sumar sendi félagið erindi til
Reykjavíkurborgar og var fram-
kvæmdaleyfi veitt 27. ágúst 2019.
Sótt var um leyfi til að gámaeiningar
verði fjarlægðar, bygging dregin inn
frá austri og stækkuð til norðurs,
burðarvirki og byggingarhjúpur
endurnýjaður, útlitum breytt, innra
skipulagi breytt og loftræsting og
brunavarnir verði endurnýjað.
Fram kemur í erindi Air Iceland
Connect að núverandi aðstaða á
Reykjavíkurflugvelli er orðin mjög
lúin og hefur þar að auki ýmsa ókosti
hvað varðar innra skipulag.
Skipulagið er óhentugt
Eftir að hætt var að nota hlið 1 í
vestasta hluta flugstöðvarinnar af
öryggisástæðum er sá hluti hússins
verr nýttur en áður. Komufarþegar
þurfa að ganga eftir endilangri flug-
stöðinni að farangursfæribandi. Inn-
ritun er í miðri byggingunni í stað
þess að vera í öðrum enda hennar.
Þetta veldur því að umferð komu- og
Flugstöðin er upphaflega
hönnuð af Skúla H. Norðdahl
arkitekt og var byggð í nokkr-
um áföngum árin 1963, 1966
og 1978. Elstu húsin eru frá
árum síðari heimsstyrjaldar-
innar, eða meira en 70 ára
gömul. Árið 2006 var ytra
byrði hússins lagfært auk
þess sem byggingin var
stækkuð lítillega. Árið 2010
voru gámahús byggð við flug-
stöðina. Höfundur þessara
breytinga var Eyjólfur Braga-
son arkitekt.
Flugstöðin hefur frá upp-
hafi verið miðstöð innan-
landsflugsins. Einnig fara
flugfarþegar til og frá Græn-
landi um flugstöðina. Til
skamms tíma var Færeyja-
flugið einnig rekið frá Reykja-
víkurflugvelli en það var á síð-
ustu árum flutt til Keflavíkur-
flugvallar.
Frá árum
styrjaldar
GAMLA FLUGSTÖÐIN
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík
Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is
Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur
og allar aðrar gerðir af kerrum,
ásamt úrvals viðgerðarþjónustu
Ifor Willams Kerrur
í öllum stærðum og útfærslum