Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 NÝTT ÍSEYSKYR VIÐBÆTTS SYKURS OG SÆTUEFNA! Ísey skyr kynnir til leiks tvær nýjar bragðtegundir án viðbætts sykurs og sætuefna. Hvort sem þú kýst suðræna ávexti eða perur og banana er alltaf rétta augnablikið fyrir Ísey skyr. Laktósalaust BLÁTT LOK BLÁR BOTN Fimm umsóknir bárust um embætti sóknarprests í Hveragerðis- prestakalli. Þessi sóttu um embættið: Erna Kristín Stefánsdóttir guð- fræðingur, sr. Gunnar Jóhannes- son, sr. Hannes Björnsson, Ingimar Helgason guðfræðingur og sr. Ninna Sif Svavarsdóttir. Kjörnefnd Hveragerðispresta- kalls kýs sóknarprest úr hópi um- sækjenda, að loknu valferli kjör- nefndar. Biskup skipar í embættið frá og með 1. desember til fimm ára. Tvær umsóknir bárust um Lauf- ásprestakall í Eyjafjarðar- og Þing- eyjarprófastsdæmi. Kjörnefnd valdi sr. Gunnar Einar Steingrímsson sem næsta sóknarprest prestakalls- ins. Umsækjendur voru tveir. Sr. Gunnar Einar Steingrímsson fæddist á Akureyri 18. desember 1974. Hann var vígður sem djákni í janúar 2009 til Grafarvogssóknar. Gunnar lauk guðfræðiprófi, cand. theol., frá guðfræðideild Óslóar- háskóla (TF) í júní 2015, og var vígður til prests í Niðarósdóm- kirkju 30. ágúst 2015. Þá kemur fram á vef þjóðkirkj- unnar að biskup Íslands hafi aug- lýst laust til umsóknar embætti fangaprests. Embættið er eitt af sérþjónustuprestsembættum þjóð- kirkjunnar. Skipað er í embættið frá 1. desember 2019 til fimm ára. Fráfarandi fangaprestur til síðustu áratuga, sr. Hreinn Hákonarson, er kominn til starfa á Biskupsstofu. sisi@mbl.is Fimm sóttu um prests- embætti Morgunblaðið/Árni Sæberg Umsóknir Kirkjan í Hveragerði. Ferli FATF, alþjóðlegs starfshóps um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, er ófyr- irsjáanlegt og ógagnsætt að mati Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Segir hann að starfshópur ríkis- stjórnarinnar vegna FATF hafi unnið hratt og örugglega niður langan lista athugasemda sem gerðar voru í kjölfar úttektar á málefnum peningaþvættis hér á landi og að komið hafi á óvart að FATF hafi ekki metið það svo að við værum komin lengra. „Það kom okkur til dæmis á óvart að það kæmi svona skýr krafa um að við kláruðum löggjöfina um almanna- heillafélögin, sem var ekki eitt af þeim atriðum sem höfðu verið sér- staklega til umræðu á fundum,“ sagði Bjarni í gær. Það væri þetta sem gerði ferlið ófyrirsjáanlegt, auk þess sem það væri ógagnsætt vegna þess að samkomulag væri um að ekki væri tekið fram hvernig ein- stök aðildarríki ráðstöfuðu sínum atkvæðum. Það væri þó ljóst að ekki hefði verið full samstaða meðal aðildarríkja um að setja Ísland á gráa listann. Dugði ekki til Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hélt því fram að brugðist hefði verið fljótt við þeim sex atriðum sem út af stóðu sam- kvæmt FATF í september, en ráðu- neyti hennar var áberandi í vinnunni. „Svo er niðurstaðan sú að við förum á þennan lista þrátt fyrir það,“ sagði Áslaug Arna. Ferlið sagt ógagnsætt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á fundi Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sátu fyrir svörum hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gærmorgun.  Skýr krafa var gerð um aðgerðir við ábendingum FATF Brotist var inn í húsnæði Lands- bankans í miðbæ Reykjavíkur á sunnudagsmorgun. Ekki er talið að viðkomandi hafi haft neitt á brott með sér. Þetta segir Rúnar Pálma- son, upplýsingafulltrúi bankans. „Ég get staðfest að það komst maður inn í afmarkaðan hluta skrif- stofurýmis en það bendir ekkert til þess að hann hafi haft neitt á brott með sér. Lögreglan er með málið í rannsókn,“ segir Rúnar. Um sólar- hring síðar var einstaklingur hand- tekinn grunaður um innbrotið. Sá er sagður áður hafa komið við sögu lög- reglu og er viðkomandi grunaður um fleiri innbrot sama dag og brotist var inn í Landsbankann. Stal engu í bankainnbroti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.