Morgunblaðið - 23.10.2019, Síða 34
34 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Nýlega fóru for-
svarsmenn loftslags-
verkfallsins á fund með
fulltrúum ríkisstjórn-
arinnar þar sem lagðar
voru fram tvær kröfur,
að ríkisstjórnin lýsi yf-
ir neyðarástandi með
viðeigandi aðgerðum
og að ríkisstjórnin láti
3,5% af vergri lands-
framleiðslu í loftslagsmál eins og
milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna,
IPCC, segir að þurfi til að takast á
við loftslagsmál. Ríkisstjórnin skrif-
aði ekki undir þessar kröfur okkar og
ríkja mikil vonbrigði hjá ungu fólki. Í
kjölfar þessarar niðurstöðu skrifaði
Gró Einarsdóttir, doktor í umhverfis-
og félagssálfræði, grein í Kjarnann
þar sem hún segist vera sammála
2,5% (ekki talan sem við nefndum),
en mótfallin yfirlýsingu um neyðar-
ástand. Því verður hér farið yfir hvað
neyðarástand gæti gert og hvað það
myndi þýða fyrir samfélagið.
Markmiðið með yfirlýsingunni er
að undirstrika hversu aðkallandi
loftslagsváin er. En til þess að sjá
hvað neyðarástand þýðir þarf ekki að
leita lengra en í greinargerð forsvars-
manna loftslagsverkfallsins þar sem
það er skilgreint. Neyðarástandið er
ekki leið fyrir Alþingi til þess að taka
upp á ólýðræðislegum hlutum eins og
höfundur nefnir í grein sinni þar sem
hann óttast það að „lögreglan fari að
handtaka þá sem nota jarðefnaelds-
neyti“. Neyðarástandið er tvenns
konar, bæði viðurkenning á alvar-
leika vandamálsins og tillögur að að-
gerðum sem yrði gripið til strax. Í til-
lögu forsvarsmanna loftslags-
verkfallsins er meðal annars vísað í
losunartakmörk á fyrirtæki, tak-
mörkun á innflutningi jarðaefnaelds-
neytis, bann við olíuleit, bann við fjár-
festingum í olíutengdum verkefnum
og viðskiptaþvinganir á mengandi
ríki. Aðgerðir sem þessar virðast
kannski róttækar, en þær eru fremur
lítilfjörlegar í samanburði við þær að-
gerðir sem við munum þurfa að ráð-
ast í, ef ekki verður gripið í taumana
núna.
Myndlíking af brennandi húsi er
oft notuð til þess að lýsa loftslags-
vánni, en það er ekki að ástæðulausu
því að húsið okkar er vissulega að
brenna. En vegna þess að breyting-
arnar eru ekki af jafn augljósum toga
og bókstaflega brennandi hús er auð-
velt að hunsa vandann þar til það er
um seinan.
Ef jörðin okkar, húsið okkar, væri
bókstaflega að brenna væri ekkert
sjálfsagðara en að lýsa yfir neyðar-
ástandi. Við þurfum leið til þess að
taka þetta huglæga, óáþreifanlega
vandamál sem virðist eins og hæg-
fara lestarslys fyrir augum okkar og
færa aðgerðir gegn því í eitthvað taf-
arlaust, eitthvað sem við getum strax
séð og mælt árangur af. Eitthvað
sem gerir öllum ljóst hver staðan er.
Til þess er neyðarástandið.
Með neyðarástandinu er lýðræðinu
svo sannarlega ekki aflýst, en því
verður hins vegar aflýst ef það verður
enginn lýður eftir til þess að ráða.
Neyðarástand:
Lýðræðinu aflýst
eða eina björgin?
Eftir Gunnhildi
Fríðu Hallgríms-
dóttur og Eyþór
Mána Steinarsson
Gunnhildur Fríða
Hallgrímsdóttir
»Með neyðar-
ástandinu er lýðræð-
inu svo sannarlega ekki
aflýst.
Höfundar eru loftslagsaktívistar.
Eyþór Máni
Steinarsson
Eftir áratuga fram-
kvæmdastopp í Reykja-
vík hefur ófremdar-
ástand skapast og er nú
talið að árlega tapist 15
milljarðar vegna umferð-
artafa á höfuðborgar-
svæðinu. Sú tala fer
hækkandi ár frá ári. Nú
hafa helstu stjórnmála-
flokkar landsins tekið
höndum saman og samið
um að seilast djúpt í vasa
skattgreiðenda gegn því loforði að
lausn sé í sjónmáli enda eigi að nota
allt nýja skattféð í vegina.
Ekki er hins vegar allt sem sýnist.
Óvíst eru um árangurinn því arð-
semissjónarmiðum hefur verið
sleppt þar sem til stendur að nýta
megnið af nýja skattfénu í rándýr
gagnslítil gæluverkefni sem byggj-
ast meira á óskhyggju en raunsýnni
nálgun. Fyrir vikið er umferðar-
vandinn ekkert á förum frekar en
hin nýja skattheimta sem verður lík-
lega komin til að vera.
Sóun á vegafé
Flest vitum við að þak er ekki
nauðsynlegur hluti vegamannvirkja,
en til að strætó sleppi við umferðar-
hnúta stendur til að byggja sérstaka
stokka sem gera
strætó kleift að aka
ofan á helstu stofn-
brautum. Alls fara á
fjórða tug milljarða
af nýju veggjöld-
unum í slíkt bruðl,
sem er margfalt dýr-
ara en hefðbundnar
lausnir. Þá er ekki öll
sagan sögð því stokk-
arnir eru að óþörfu
látnir eyðileggja dýr
umferðarmannvirki
sem fyrir eru og virka.
Þannig mun Miklu-
brautarstokkurinn eyðileggja glæ-
nýjan vegkafla við Klambratún sem
byggður var 2017 og í annan endann
fer Miklubrautarstokkurinn undir
brú (Snorrabraut) og í hinn endann
fer hann yfir brú (til Kringlunnar).
Stíflur í stað lausna
Athyglisvert er að Miklubrautar-
stokkurinn hefur verið styttur í ann-
an endann miðað við það sem áður
hefur verið kynnt og umferðarljós
verða nú við báða útganga. Ein við
Háaleitisbraut og önnur við Naut-
hólsveg. Ekki er vitað hversu mikið
þessi ljós munu trufla umferðina, en
ef ekkert er meira gert þá er hætt
við að á annatímum muni ökumenn
einfaldlega festast inni í stokknum í
eigin mengunarskýi.
Annað áhyggjuefni er að Kringlu-
mýrarbrautin er nánast skilin eftir.
Þar eru þegar oft miklar tafir á um-
ferðinni og mengunin sem töfunum
fylgir hefur mælst vera umtalsverð.
Búast má við verulegri umferðar-
aukningu á Kringlumýrarbraut í
framtíðinni, ekki síst ef ákveðið
verður að tengja Sundabrautina við
annan endann eins og gangalausn
Sundabrautar gerir í dag ráð fyrir.
Ástandið mun magnast upp og verða
jafnvel mun verra en það er í dag.
Gagnslitlar ofurdýrar lausnir hafa
hins vegar ekki alltaf verið viðmiðið.
Árið 2003 var t.d. gerð víðtæk áætl-
un um að skipta út öllum umferðar-
ljósum á Miklubraut og Kringlumýr-
arbraut með mun hagkvæmari
hætti. Í stað þess að bruðla öllu fénu
í að laga aðeins ein gatnamót að fullu
og önnur gatnamót að hluta eins og
nú stendur til, var hönnuð lausn sem
fyrir sama pening leysti umferðar-
vandann við 9 ljósagatnamót. Með
slíkri lausn er ljóst að helstu umferð-
artafir og tafamengun sem þeim
fylgir mundi fljótt heyra sögunni til
á svæðinu.
Forsendur borgarlínu
standast ekki
Þegar umferðarspálíkön höfuð-
borgarsvæðisins sem notuð hafa
verið til að meta áhrif borgarlínu
eru skoðuð kemur dálítið áhugavert
í ljós. Spálíkönin hafa aldrei skoðað
áhrifin af því ef þessi besta leið sem
leysir umferðarvandan hefði verið
farin. Í stað þess horfa líkönin að-
eins til Miklubrautarstokks sem er
misráðin framkvæmd þar sem hún
skilur Kringlumýrarbrautina eftir.
Annar stór galli við við umferðar-
spár vegna borgarlínu er að spárnar
gefa sér þá forsendu að gríðarlegar
breytingar verði á ferðavenjum
borgarbúa. Þessi forsenda hefur
þegar sýnt sig að vera óskhyggja því
þetta er ekki í fyrsta sinn sem raun-
veruleikinn hefur reynst annar en
sá sem embættismenn gáfu sér. Ár-
ið 2012 hófst tíu ára tilraun þar sem
samið var um framkvæmdastopp í
Reykjavík gegn því að um millj-
arður færi í strætó á ári. Forsenda
tilraunarinnar var að hlutdeild
strætó í umferðinni mundi að lág-
marki tvöfaldast á tímabilinu. Nú 7
árum síðar hefur hins vegar engin
aukning orðið enn og niðurstaðan er
skýr: Markaðurinn fyrir niður-
greiddar almenningssamgöngur er
mettaður.
Samgöngusáttmálinn hunsar
þessa niðurstöðu með öllu og marg-
faldar sama veðmál með skattfé og
tímatap almennings. En í stað þess
að veðja „bara“ 10 milljörðum eins
og í fyrri tilrauninni þá á nú að veðja
vel á annað hundrað milljörðum á
umferðarlausn sem gefur sér að
hlutdeild strætó muni þrefaldast. Í
ljósi þeirrar falleinkunnar sem
fyrsta strætótilraunin fékk, þá er
ekki að sjá að þetta geti mögulega
gengið eftir. Umferðarspár mega
aldrei byggjast á slíkri óskhyggju
þannig að dregin sé upp fölsk mynd
sem aldrei getur ræst, því raunveru-
leikinn verður aldrei umflúinn.
Endurskoða þarf
samgöngustefnuna
Hætt er því við að samgöngu-
sáttmálinn sé því ekki að fara að
leysa neinn umferðarvanda, heldur
tefja fyrir lausn hans með falsvon
um að lausn sé í sjónmáli. Mjög
slæmar umferðartafir munu verða
viðvarandi næsta áratug meðan
Miklabrautin verður grafin sundur
og saman í þessum gríðarlega inn-
gripsmiklu framkvæmdum. Það
eina sem skattgreiðendur munu
uppskera þegar verkefninu lýkur
verður stíflaður stokkur og tómir
vasar.
Tvær ólíkar framkvæmdir
Eftir Jóhannes
Loftsson » Forsenda sam-göngusáttmálans er
óraunsæ og því getur
hann ekki leyst umferð-
arvandann. Til þess þarf
aðra nálgun.
Tillaga Árið 2003 átti að leysa allan umferðarvanda við Miklubraut og Kringlumýrarbraut fyrir sama fé (núvirt)
og fer bara í hluta Miklubrautar nú. (Heimildir: Miklabraut Kringlumýrarbraut , Frumdrög, áfangaskýrsla 2003.
Framkvæmdaáætlun Samgöngusáttmála/2019.)
Höfundur er verkfræðingur.
jloftsson@gmail.com
Jóhannes
Loftsson
Fasteignir
Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix
standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði,
endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá
lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður.
Ljósstyrkur: 3200 lumens
Drægni: 408 m
Lengd: 266,2 mm
Þvermál: 28,6 mm
Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður)
Vatnshelt: IP68
Fenix UC35 V2
Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena
hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni.
Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis-
og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli,
yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending.
Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi
með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til
merkjasendinga.
FENIX HL60R
Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu-
endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950
lúmenum og allt að 116 m drægni.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Fenix TK47UE
Hægt að hlaða
um USB snúru.
Hægt að hlaða
um USB snúru.