Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 42
mikill. Þetta fer auðvitað líka eftir efn-
isvali. Til dæmis eru sérsaumuð jakka-
föt frá okkur alveg frá 90 þúsundum
upp í nokkur hundruð þúsund ef menn
vilja eitthvað úr sjaldgæfari eða dýrari
efnum. Algengasta verðið er þó yf-
irleitt um 110-120.000 sem er ekki
langt frá verði vandaðra jakkafata.
Mér finnst það ekki dýrt fyrir hand-
verk sem er sérgert fyrir þig. Maður
getur sett þetta í samhengi við vandað
úr eða skartgrip. Það er bara gaman
að eiga eitthvað sérstakt og það sem er
vandaðra kostar auðvitað aðeins
meira. Við gerum kröfur um að bjóða
einungis það besta sem til er á mark-
aðnum og öll efni eru sérvalin af okkur
og þurfum við að læra á það hvað hent-
ar hverjum og einum og þekkja eðli og
mismun allra efna. Viðskiptavinir okk-
ar geta alltaf verið fullvissir um að fá
úrvalsefni frá úrvalsframleiðendum og
þjónustu starfsmanna sem hafa unnið
við að mæla jakkaföt í fjöldamörg ár.
Ég mældi mín fyrstu sérsaumuðu föt
fyrir tuttugu árum þegar ég vann hjá
Sævari Karli og Alvaro Calvi sem er
yfirmaður sérsaums hjá mér hefur
áratuga reynslu í þessum málum. Síð-
an fáum við oft gesti að utan sem eru
sérfræðingar í þessum málum bæði til
að halda okkur við efnið og hitta við-
skiptavini okkar.“
Þegar Villi er spurður út í herratísk-
una segir hann að hún hafi sjaldan ver-
ið skemmtilegri að hans mati.
„Ég myndi segja framleiðendur
byðu upp á vandaðri efni en áður og
Marta María
mm@mbl.is
Þeirra eigin lína Herragarðurinn-
sérsaumur samanstendur af skyrtum
frá Stenströms og buxum og jökkum
frá ítalska merkinu Corneliani. Í dag
og á morgun verða sérfræðingar frá
þessum merkjum í Herragarðinum.
Villi segir fjölmargar ástæður fyrir því
hvers vegna sérsaumur borgi sig.
„Það má segja að það séu aðallega
tvær meginástæður fyrir að menn
velja sér sérsaumuðu föt. Margir
hverjir einfaldlega passa ekki í hefð-
bundnar stærðir og þurfa því sérsaum
í jakkafötum eða skyrtum. Ég er til
dæmis með frekar breiðan háls og þarf
því alltaf sérsaumaða skyrtu svo mér
líði vel í henni án þess að hún sé of víð.
Einnig þarf yfirleitt að stytta ermar
hjá mér og sérsaumaður jakki fer mér
betur. Karlmenn eru mun meðvitaðri
um það í dag heldur en áður fyrr að
fötin passi vel og langflestir vilja ekki
hafa fötin of víð. Hin nálgunin er að
sinna þeim sem hafa eitthvað sérstakt
í huga. Sérstaklega yngri karlmenn
sem eru duglegir að fylgjast með nýj-
ustu straumum og stefnum og hafa
ákveðnar skoðanir. Við erum með
mörg hundruð efni og ótal snið og ætti
að vera nánast ómögulegt að finna
ekki eitthvað sem passar. Svo er auð-
vitað della í þessu eins og í tækjum og
bílum og menn sem hafa hellt sér í
þetta hafa áhuga á efnum frá
ákveðnum vefurum og vilja búa til
ákveðið útlit sem sker sig úr,“ segir
Villi.
Villi segir að sérsaumuð föt hafi allt
annað yfirbragð en föt sem koma í
stöðluðum stærðum.
„Sérsaumuð föt eru auðvitað sér-
mæld. Þá er gert ráð fyrir því að
menn geti verið með mislangar hend-
ur, misháar axlir og svo framvegis.
Þá finnum við út hvernig jakki og
buxur sitja best á viðskiptavininum
miðað við vaxtarlag. Það er alltaf
hægt að gera betur í að láta föt passa
betur. Ég segi oft við viðskiptavini
mína að föt númer tvö í sérsaumi séu
bestu fötin. Þá getum við fíniserað
smáatriðin og viðskiptavinurinn er
búinn að reynslukeyra fötin og veit
hverju honum líður best í. Við förum í
nánustu smáatriði eins og hversu
þykkt fóðrið á að vera og hversu mik-
ið efni á að vera inn í axlahluta jakk-
ans auk ótal annarra atriða,“ segir
hann.
Er algengt að hefðbundnar stærðir
passi ekki?
„Í sjálfu sér ekki. Við erum örugg-
lega með um 20 snið af jakkafötum í
Herragarðinum og getum þjónustað
meginþorra allra með þeim. En kröf-
ur viðskiptavina aukast alltaf. Fyrir
tuttugu árum þegar ég var að byrja í
bransanum voru allir eiginlega mikið
eins og næsti maður og í víðari fötum
en gengur og gerist í dag og sniðið því
ekki eins mikilvægt. Þetta snýst
meira um þjónustu og valmöguleika.
Því er ekki endilega hægt að segja að
menn þurfi einungis sérsaumuð föt.
En sérsaumurinn er frábær mögu-
leiki til að eiga eitthvað sérstakt og
líka skemmtilegt að láta stjana við sig
Allt annað yfirbragð með sérsaumi
Vilhjálmur Svan Vilhjálmsson eða Villi í Herragarðinum, eins og hann er oftast kallaður, hefur verið í herrafata-
bransanum í meira en 20 ár. Hann segir að það færist í vöxt að menn láti sérsauma á sig föt því menn lendi oft
á milli stærða. Ef kraginn passar á skyrtunni er hún kannski of víð yfir búkinn og þar fram eftir götunum.
Morgunblaðið/Hari
Reynsla Vilhjálmur S. Vilhjálmsson verslunarstjóri í Herragarðinum hefur starfað í herrafatabransanum í meira en 20 ár.
Til í tuskið Hér er Vilhjálmur ásamt samstarfsmönnum en í dag og á
morgun verða sérfræðingar í sérsaumi á staðnum.
Pælt í hverju smáatriði Með sér-
saumi er hægt að fá allar óskir upp-
fylltar eins og eitt hnappagat í öðr-
um lit eins og sést hér á myndinni.
og fá ráðgjöf frá fagmönnum um hvað
passar.“
Einn virðulegur maður sagði að
þegar hann væri búinn að fá skyrtu
sem passaði yfir magann á sér þá
væri kraginn allt of hár og mikill.
Þekkir þú þetta?
„Já, algjörlega. Menn eru misháls-
langir og hár kragi er ekki fyrir menn
sem eru hálsstyttri. Fyrir utan það þá
eyðileggst skyrtan fyrr af núning i við
skeggið og er óþægileg. Þess vegna
höfum við til dæmis möguleika á mis-
munandi kragahæðum fyrir við-
skiptavininn og ótal gerðir af krögum.
Við erum með dyggan kúnnahóp sem
lætur sérsauma á sig skyrtur.“
Er dýrt að láta sérsauma á sig?
„Allt sem er sérframleitt er auðvit-
að dýrara en það sem er framleitt í
magni. Áður fyrr var mun dýrara að
láta sérsauma á sig miðað við föt af
slánni en munurinn í dag er ekki svo
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
KEILIR Kuldagalli
Kr. 14.990.-
KEILIR Úlpa
Kr. 11.990.-
KEILIR Snjóbuxur
Kr. 8.990.-