Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 48
48 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
50 ára Tonie er fædd
og uppalin í Frederiks-
berg í miðri Kaup-
mannahöfn, en flutti
til Íslands 6.1. 1995.
Hún er hjúkrunarfræð-
ingur að mennt og
vinnur á Barnaspítala
Hringsins. Hún er sérhæfð í astma og
ofnæmi barna og vinnur líka fyrir
Astma- og ofnæmisfélag Íslands. Tonie
er í hlaupahóp og hjólahóp Víkings og
hefur m.a. hlaupið maraþon, Laugaveg-
inn og klárað Landvættina.
Maki: Grétar Þórisson, f. 1964, rekur
Plastviðgerðir Grétars.
Börn: Kaja, f. 1995, og Janus, f. 1997.
Foreldrar: Keld Gertin Sörensen, f.
1938, fv. sölumaður, og Jonna Koch, f.
1944, hárgreiðslukona. Þau eru bús. í
Rødovre.
Tonie Gertin
Sörensen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Berðu höfuðið hátt, þú hefur svo
sannarlega efni á því. Gættu þess að mis-
nota ekki góðvild annarra.
20. apríl - 20. maí
Naut Það gæti verið rétt að fresta öllum
framkvæmdum meðan þú ert að gera þín-
um nánustu grein fyrir því hvað það sem
þú vilt. Reyndu að láta fjárhagsáætlanir
þínar standast.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Hertu upp hugann horfstu í augu
við það sem þú óttast. Ekki tefla á tvær
hættur í fasteignaviðskiptum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Dagurinn í dag er góður til þess að
undirrita samninga eða ná samkomulagi
við aðra. Gættu þess að taka þig ekki of
hátíðlega.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér er mikið í mun að koma sjón-
armiðum þínum á framfærivið aðra í dag.
Leyfðu þér að njóta kvöldsins í vinahópi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu ekki hugfallast þótt þér finn-
ist aðrir ekki komast lönd né strönd í sín-
um málum – það er bara alls ekki þitt mál.
Þú hefur mörg járn í eldinum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert á kafi í alls kyns stússi sem
bakar þér ómælda fyrirhöfn. Hógværð og
lítillæti eru góðir kostir.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Notaðu daginn til þess að
brjóta niður hindrun sem þú hefur reist
sjálf/ur. Vendu þig á að telja upp á 10 áður
en þú lætur eitthvað út úr þér.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Stundum verðum við að
stjórna því hvert við stefnum og stundum
verðum við einfaldlega að leyfa lífinu að
hafa sinn gang. Búðu þig undir spennandi
tækifæri á næstu vikum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú hefur áhyggjur af gangi
mála og það er full ástæða til. Einhver
með heillandi nærveru kemur þér í upp-
nám.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að vinna í því að ná
tökum á tilfinningum þínum. Láttu ekki
leti og kæruleysi ná tökum á þér í dag því
þú þarft að skila verkefni sem krefst ein-
beitingar.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gerðu ráð fyrir kraftaverkum, þau
eiga sér oftar stað en okkur grunar. Ekki
svíkja loforð.
myndir og leikið í sjónvarpsþáttum á
borð við Ástríði, Rétt og Stelpurnar.
Árið 2015 kom út bókin Mörk – saga
mömmu hjá Forlaginu, en bókin var
gefin út í Englandi í byrjun árs 2019.
Fyrir skemmstu ferðaðist Þóra til
heimsálfunnar Afríku í fyrsta sinn er
hún heimsótti Malaví á vegum UN
Women. „Ég heimsótti fátækustu
ingum í Þjóðleikhúsinu, hjá Leik-
félagi Akureyrar og með sjálfstæðum
leikhópum og setti upp einleikinn Ég
heiti Rachel Corrie í Borgarleikhús-
inu árið 2009 svo eitthvað sé nefnt en
í nóvember tekur hún þátt í leiklestr-
arveislu til heiðurs Guðmundi Steins-
syni í Þjóðleikhúskjallaranum.
Þóra hefur framleitt tvær stutt-
Þ
óra Karítas Árnadóttir
fæddist 22. október 1979
á St. Mary‘s Hospital í
London en fluttist
þriggja mánaða gömul
með foreldrum sínum og Einari eldri
bróður sínum til Reykjavíkur. For-
eldrar hennar skildu þegar hún var
tveggja ára gömul.
„Fimm ára gömul lærði ég að lesa
og skrifa og skrifaði þá mína fyrstu
bók, sem ég heftaði saman, en hún
fjallaði um þrá mína til að eignast
yngra systkini. Sú þrá rættist tæp-
um áratug síðar þegar systur mínar
Erla Rut og Anna Rós komu í heim-
inn.“
Þóra var eitt ár í Æfingadeild
Kennaraskólans áður en hún flutti
sex ára gömul út á land með móður
sinni og bróður að Skógum undir
Eyjafjöllum.
„Þar sleit ég barnsskónum og undi
mér best við bústörf í fjósafötum
með bestu vinkonum mínum Ástu
Rut og Evu Rún. Mamma var skóla-
stýra í grunnskólanum á Skógum og
stýrði skólanum á skapandi hátt. Ef
vel viðraði voru frímínútur langar. Í
Skógum festi ég rætur og tengdist
náttúrunni sterkum böndum. Allt í
allt fór ég í sex grunnskóla, var einn
vetur ellefu ára að aldri í Austur-
bæjarskóla í Reykjavík og talaði um
sveitina af nostalgískum saknaðar-
trega. Ég fór aldrei í sjöunda bekk
en tvisvar í sjötta bekk og var alltaf
einu ári á undan í skóla nema í Aust-
urbæjarskóla, þar sem ég stundaði
nám með jafnöldrum.“
Síðustu tvo bekki í grunnskóla tók
hún í Litlu-Laugaskóla í Reykjadal,
þar sem mamma hennar var ís-
lenskukennari við Framhaldsskól-
ann á Laugum. Því næst lá leiðin til
Reykjavíkur. Fjórtán ára gömul hóf
Þóra nám við Menntaskólann í
Reykjavík. Hún útskrifaðist þar af
eðlisfræðideild árið 1998 og fór beint
þaðan yfir í Háskóla Íslands, þar
sem hún lauk BA-gráðu í guðfræði.
Þóra hóf störf sem sjónvarpskona
á Skjá Einum meðfram háskólanámi
og stýrði þar fjölda sjónvarpsþátta.
Árið 2004-2006 bjó hún í London, þar
sem hún lagði stund á leiklist. Við
heimkomu lék hún í fjölmörgum sýn-
sveitahéruðin þar í landi í því skyni
að heyra um persónulega reynslu
kvenna sem hafa verið giftar á barns-
aldri. UN Women átti þátt í að
breyta lögunum um hjónabandsaldur
árið 2017, en þá var aldurinn hækk-
aður upp í 18 ár og nú er markvisst
unnið að því með fræðslu og sam-
starfi höfðingja í þorpum og svokall-
aðra mæðrahópa að rifta ólöglegum
hjónaböndum og binda enda á þenn-
an skaðlega sið, en viðtölin verða
sýnd í söfnunarþætti sem sýndur
verður 1. nóvember á RUV í tilefni af
þrjátíu ára afmælisári Landsnefndar
UN Women á Íslandi.
Þóra vinnur nú að sjónvarpsþátt-
unum Hver ertu? í samvinnu við
Republik, en þættirnir verða sýndir
hjá Sjónvarpi Símans árið 2020.
„Þættirnir snúast um að safna í sarp-
inn sögum af forfeðrum og formæðr-
um viðmælenda og skoða svolítið
upprunann. Þetta krefst mikillar
undirbúningsvinnu en það er gaman
að draga fram áhugaverðar sögur úr
fortíðinni og sjá þær lifna við í frá-
sögn afkomenda og setja þær í sam-
hengi við Íslandssöguna. Ég hef allt-
af verið svolítið hissa á því að
sagnfræðikennsla sé ekki byggð
meira á ævisagnalestri og fæ kikk út
úr þessu grúski. Þessi nálgun varpar
persónulegu ljósi á söguna og því er
bæði gefandi og fræðandi að vinna að
þessum þáttum og áhugavert hvern-
ig útgáfur af sögum varðveitast á
milli kynslóða með munnmælahefð-
inni. Ég hlakka til að sýna afrakstur-
inn á nýju ári því viðmælendur þátt-
arins og sögurnar að baki eru að
mínu mati áhugaverðar og innihalds-
ríkar.“
Fjölskylda
Unnusti Þóru er Sigurður Guð-
jónsson myndlistarmaður, en þau
hafa búið saman í áratug. Foreldrar
Sigurðar eru hjónin Svava Valgeirs-
dóttir, f. 28.8. 1942, d. 30.11. 2007,
móttökustjóri í Orkuveitunni, og
Guðjón Ingi Sigurðsson, f. 1.10. 1936,
tónlistarmaður og húsgagnasmiður.
Börn Þóru og Sigurðar eru Árni
Guðjón Sigurðsson, f. 8.8. 2015, og
Dagur Kári Sigurðsson, f. 16.1. 2018.
Fyrir átti Sigurður Flóka Hrafn
Þóra Karítas Árnadóttir leikkona – 40 ára
Í haustlitunum Sigurður og Þóra á róluvellinum við Freyjugötu.
Var í Malaví á vegum UN Women
Í Malaví Þóra tekur þátt í söfn-
unarþætti á RÚV 1. nóvember nk.
Synirnir Dagur Kári og Árni Guð-
jón í Hyde Park í London sl. vor.
30 ára Ævar er frá
Ásólfsskála undir
Vestur-Eyjafjöllum en
býr á Flúðum. Hann er
með diplóma á
matvælabrú frá
Fræðsluneti Suður-
lands og er bústjóri
Flúðasveppa. Ævar hefur áhuga á tónlist
og listum almennt og kemur fram sem
trúbador nokkrum sinnum á ári. Hann
hefur einnig áhuga á útivist og almennri
hreyfingu.
Maki: Elma Jóhannsdóttir, f. 1992, leik-
skólakennari á Undralandi á Flúðum.
Börn: Stígur, f. 2012, og Birna Eyfjörð, f.
2017.
Foreldrar: Sigurður Grétar Ottósson, f.
1962, og Katrín Birna Viðarsdóttir, f.
1966, kúabændur og ferðaþjónustu-
bændur á Ásólfsskála.
Ævar Eyfjörð
Sigurðsson
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isSTOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Eru sparifötin hrein?