Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 50
menn séu ekki ánægðir með gengi
liðsins í upphafi Íslandsmótins.
„Þessi byrjun er ekkert sérstök
hjá okkur. Við höfum verið lengi í
gang og ekki fundið rétta taktinn.
Það gekk betur í fyrra en liðið er
talsvert frábrugðið í vetur og við er-
um að læra hver inn á annan auk
þess sem leikstíllinn hefur breyst.
Leikkerfin eru öðruvísi og við erum
að læra betur inn á hvernig best sé
að nýta Wayne Martin undir körf-
unni. Hann er stórkostlegur í teign-
um og mun pottþétt draga að sér
varnarmenn sem við skotmennirnir
munum þrífast á. Við erum með fullt
af vopnum hvað það varðar.“
Umgjörðin verður æ betri
Maciej segir stemninguna í kring-
um liðið vera fína og umgjörðin í
Njarðvík verði sífellt betri.
„Það er alltaf topp stemning og
umgjörðin er orðin mjög góð. Sér-
staklega hefur verið unnið meira
með það að markaðssetja heimaleik-
ina síðustu þrjú til fjögur árin og
meira gert fyrir áhorfendur. Um-
gjörðin er því alltaf að verða betri.
Hér er alltaf gerð krafa um að berj-
ast um titla. Sú krafa er alltaf til
staðar alveg sama hverjir eru í lið-
inu,“ útskýrði Maciej og hann segir
deildina hafa orðið sterkari síðustu
árin.
„Fyrir fjórum eða fimm árum
voru einn eða tveir leikir sem voru
léttir. Í fyrra var enginn þannig leik-
ur og ekki heldur í vetur. Öll liðin
virðast geta unnið leiki á góðum
degi, sem segir til um styrk deild-
arinnar á heildina litið,“ sagði Ma-
ciej enn fremur, en hann hefur skor-
að rúm sjö stig að meðaltali í fyrstu
þremur leikjunum.
Sama krafan
er alltaf til
staðar
Morgunblaðið/Hari
Í Seljaskóla Maciej með boltann gegn ÍR í fyrsta leik tímabilsins.
NJARÐVÍK
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Svolítið erfitt er að átta sig á
hversu sterkt lið Njarðvíkur verður
þegar líður á veturinn í Dominos-
deild karla í körfuknattleik. Miklar
breytingar urðu á leikmannahópn-
um þegar menn eins og Elvar Már
Friðriksson og Jeb Ivey hurfu á
braut. Njarðvík hélt þó Serbanum
Mario Matasovic, sem heillaði
marga á síðasta tímabili. Er liðið auk
þess með fínan kjarna leikmanna
sem aldir eru upp hjá félaginu í þeim
Loga, Ólafi Helga, Kristni, Jóni
Arnóri og Maciej.
„Við erum að ganga í gegnum
mannabreytingar og nú er eiginlega
nýtt upphaf. Maður veit ekki hvern-
ig maður á að meta liðið akkúrat
núna en mér líst mjög vel á þá leik-
menn sem eru til staðar. Hópurinn
er þéttur og góður en kannski vant-
ar eitt aukapúsl sem við erum að
leita að,“ sagði Maciej Stanislaw
Baginski þegar Morgunblaðið spjall-
aði við hann í gær.
Vísar hann þar til þess að Njarð-
víkingar létu litháíska leikstjórnand-
ann, Evaldas Zabas, fara fyrr í vik-
unni. Á heimasíðu félagsins kemur
jafnframt fram að leit standi yfir að
öðrum leikstjórnanda til að fylla það
skarð.
Byrjunin ekkert sérstök
Miklar kröfur eru gerðar til liðs-
ins í Njarðvík enda hefur það verið
sigursælt í gegnum tíðina. Njarðvík
vann ÍR í fyrstu umferðinni en hefur
síðan þá tapað fyrir Tindastóli og
Keflavík. Heyra má á Maciej að
Njarðvíkingar ekki of ánægðir með
frammistöðuna í fyrstu leikjunum
Eitt
ogannað
50 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Þjálfari: Einar Árni Jóhannesson
Árangur 2018-19: 7. sæti
Íslandsmeistari: 1981, 1982, 1984,
1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995,
1998, 2001, 2002, 2006.
Bikarmeistari: 1987, 88, 89, 90, 92,
99, 2002, 2005.
Njarðvík vann ÍR í fyrstu um-
ferðinni en tapaði fyrir Tindastóli
og Keflavík. Fjórði leikur liðsins
er á útivelli gegn Grindavík á
föstudaginn.
BAKVERÐIR:
Logi Gunnarsson
Maciej Baginski
Jón Arnór Sverrisson
Hermann Harðarson
Arnór Sveinsson
Veigar P. Alexandersson
Rafn Edgar Sigmarsson
FRAMHERJAR:
Mario Matasovic
Ólafur Helgi Jónsson
Guðjón Karl Halldórsson
MIÐHERJAR:
Garðar Gíslason
Wayne Martin
Lið Njarðvíkur 2019-20
KOMNIR:
Wane Martin frá Víetnam
FARNIR:
Evaldas Zabas, óvíst.
Adam Eiður Ásgeirsson í háskóla í
Bandaríkjunum
Elvar Már Friðriksson í Borås í Sví-
þjóð
Eric Katenda, óvíst
Gabríel Sindri Möller í háskóla í
Bandaríkjunum
Jeb Ivey, hættur
Snjólfur Marel Stefánsson í háskóla
í Bandaríkjunum
Breytingar á liði Njarðvíkur
Njarðvík er með flottan og sterkan hóp af heima-
mönnum sem gætu náð mjög langt í vetur.
Eftir að hafa verið í vandræðum með mið-
herjastöðuna síðasta vetur á að fórna Kanaígildinu
í þá stöðu.
Liðið hefur ekki sama hraða eftir að Elvar Már
Friðriksson fór til Svíþjóðar,
Ég er að vona að Kristinn Pálsson springi út í
vetur og eigi hörkutímabil.
Benedikt Guðmundsson
um Njarðvík
Simon Hald, línumaður danska
landsliðsins í handknattleik og leik-
maður þýska meistaraliðsins Flens-
burg, verður frá keppni næstu átta
til tíu mánuðina en hann varð fyrir
því óláni að slíta krossband í hné í
leik á móti Aalborg í Meistaradeild-
inni. Hald missir því af Evrópu-
mótinu sem fram fer í janúar en
Danir leika í riðli með Íslendingum,
Ungverjum og Rússum á mótinu og
verður riðillinn spilaður í Malmö í
Svíþjóð.
Ítölsku knattspyrnuliðin halda
áfram að reka þjálfara sína en í gær
var Aurelio Andreazzoli þjálfari
Genoa rekinn frá störfum og þar
með hafa 11 af 20 liðum í ítölsku A-
deildinni skipt um þjálfara síðasta
árið. Thiago Motta, sem lék með
Barcelona, Inter og Paris SG, tekur
við þjálfarastarfinu hjá Genoa, sem
er í næstneðsta sæti deildarinnar.
Bjarki Már Elísson, vinstri horna-
maður Lemgo og íslenska landsliðs-
ins í handknattleik, er annar marka-
hæsti leikmaður í þýsku Bund-
esligunni. Bjarki hefur skor-
að 77 mörk í tíu leikj-
um með Lemgo á
leiktíðinni eða 7,7
mörk að
með-
tali í
leik.
Hann er fjórum
mörkum á eftir
þýska landsliðs-
manninum Uwe
Gensheimer sem leik-
ur með Rhein-Neckar
Löwen.
Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Nýjar vörur