Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 50
menn séu ekki ánægðir með gengi liðsins í upphafi Íslandsmótins. „Þessi byrjun er ekkert sérstök hjá okkur. Við höfum verið lengi í gang og ekki fundið rétta taktinn. Það gekk betur í fyrra en liðið er talsvert frábrugðið í vetur og við er- um að læra hver inn á annan auk þess sem leikstíllinn hefur breyst. Leikkerfin eru öðruvísi og við erum að læra betur inn á hvernig best sé að nýta Wayne Martin undir körf- unni. Hann er stórkostlegur í teign- um og mun pottþétt draga að sér varnarmenn sem við skotmennirnir munum þrífast á. Við erum með fullt af vopnum hvað það varðar.“ Umgjörðin verður æ betri Maciej segir stemninguna í kring- um liðið vera fína og umgjörðin í Njarðvík verði sífellt betri. „Það er alltaf topp stemning og umgjörðin er orðin mjög góð. Sér- staklega hefur verið unnið meira með það að markaðssetja heimaleik- ina síðustu þrjú til fjögur árin og meira gert fyrir áhorfendur. Um- gjörðin er því alltaf að verða betri. Hér er alltaf gerð krafa um að berj- ast um titla. Sú krafa er alltaf til staðar alveg sama hverjir eru í lið- inu,“ útskýrði Maciej og hann segir deildina hafa orðið sterkari síðustu árin. „Fyrir fjórum eða fimm árum voru einn eða tveir leikir sem voru léttir. Í fyrra var enginn þannig leik- ur og ekki heldur í vetur. Öll liðin virðast geta unnið leiki á góðum degi, sem segir til um styrk deild- arinnar á heildina litið,“ sagði Ma- ciej enn fremur, en hann hefur skor- að rúm sjö stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum. Sama krafan er alltaf til staðar Morgunblaðið/Hari Í Seljaskóla Maciej með boltann gegn ÍR í fyrsta leik tímabilsins. NJARÐVÍK Kristján Jónsson kris@mbl.is Svolítið erfitt er að átta sig á hversu sterkt lið Njarðvíkur verður þegar líður á veturinn í Dominos- deild karla í körfuknattleik. Miklar breytingar urðu á leikmannahópn- um þegar menn eins og Elvar Már Friðriksson og Jeb Ivey hurfu á braut. Njarðvík hélt þó Serbanum Mario Matasovic, sem heillaði marga á síðasta tímabili. Er liðið auk þess með fínan kjarna leikmanna sem aldir eru upp hjá félaginu í þeim Loga, Ólafi Helga, Kristni, Jóni Arnóri og Maciej. „Við erum að ganga í gegnum mannabreytingar og nú er eiginlega nýtt upphaf. Maður veit ekki hvern- ig maður á að meta liðið akkúrat núna en mér líst mjög vel á þá leik- menn sem eru til staðar. Hópurinn er þéttur og góður en kannski vant- ar eitt aukapúsl sem við erum að leita að,“ sagði Maciej Stanislaw Baginski þegar Morgunblaðið spjall- aði við hann í gær. Vísar hann þar til þess að Njarð- víkingar létu litháíska leikstjórnand- ann, Evaldas Zabas, fara fyrr í vik- unni. Á heimasíðu félagsins kemur jafnframt fram að leit standi yfir að öðrum leikstjórnanda til að fylla það skarð. Byrjunin ekkert sérstök Miklar kröfur eru gerðar til liðs- ins í Njarðvík enda hefur það verið sigursælt í gegnum tíðina. Njarðvík vann ÍR í fyrstu umferðinni en hefur síðan þá tapað fyrir Tindastóli og Keflavík. Heyra má á Maciej að  Njarðvíkingar ekki of ánægðir með frammistöðuna í fyrstu leikjunum Eitt ogannað 50 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Þjálfari: Einar Árni Jóhannesson Árangur 2018-19: 7. sæti Íslandsmeistari: 1981, 1982, 1984, 1985, 1986, 1987, 1991, 1994, 1995, 1998, 2001, 2002, 2006. Bikarmeistari: 1987, 88, 89, 90, 92, 99, 2002, 2005.  Njarðvík vann ÍR í fyrstu um- ferðinni en tapaði fyrir Tindastóli og Keflavík. Fjórði leikur liðsins er á útivelli gegn Grindavík á föstudaginn. BAKVERÐIR: Logi Gunnarsson Maciej Baginski Jón Arnór Sverrisson Hermann Harðarson Arnór Sveinsson Veigar P. Alexandersson Rafn Edgar Sigmarsson FRAMHERJAR: Mario Matasovic Ólafur Helgi Jónsson Guðjón Karl Halldórsson MIÐHERJAR: Garðar Gíslason Wayne Martin Lið Njarðvíkur 2019-20 KOMNIR: Wane Martin frá Víetnam FARNIR: Evaldas Zabas, óvíst. Adam Eiður Ásgeirsson í háskóla í Bandaríkjunum Elvar Már Friðriksson í Borås í Sví- þjóð Eric Katenda, óvíst Gabríel Sindri Möller í háskóla í Bandaríkjunum Jeb Ivey, hættur Snjólfur Marel Stefánsson í háskóla í Bandaríkjunum Breytingar á liði Njarðvíkur  Njarðvík er með flottan og sterkan hóp af heima- mönnum sem gætu náð mjög langt í vetur.  Eftir að hafa verið í vandræðum með mið- herjastöðuna síðasta vetur á að fórna Kanaígildinu í þá stöðu.  Liðið hefur ekki sama hraða eftir að Elvar Már Friðriksson fór til Svíþjóðar,  Ég er að vona að Kristinn Pálsson springi út í vetur og eigi hörkutímabil. Benedikt Guðmundsson um Njarðvík  Simon Hald, línumaður danska landsliðsins í handknattleik og leik- maður þýska meistaraliðsins Flens- burg, verður frá keppni næstu átta til tíu mánuðina en hann varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í leik á móti Aalborg í Meistaradeild- inni. Hald missir því af Evrópu- mótinu sem fram fer í janúar en Danir leika í riðli með Íslendingum, Ungverjum og Rússum á mótinu og verður riðillinn spilaður í Malmö í Svíþjóð.  Ítölsku knattspyrnuliðin halda áfram að reka þjálfara sína en í gær var Aurelio Andreazzoli þjálfari Genoa rekinn frá störfum og þar með hafa 11 af 20 liðum í ítölsku A- deildinni skipt um þjálfara síðasta árið. Thiago Motta, sem lék með Barcelona, Inter og Paris SG, tekur við þjálfarastarfinu hjá Genoa, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.  Bjarki Már Elísson, vinstri horna- maður Lemgo og íslenska landsliðs- ins í handknattleik, er annar marka- hæsti leikmaður í þýsku Bund- esligunni. Bjarki hefur skor- að 77 mörk í tíu leikj- um með Lemgo á leiktíðinni eða 7,7 mörk að með- tali í leik. Hann er fjórum mörkum á eftir þýska landsliðs- manninum Uwe Gensheimer sem leik- ur með Rhein-Neckar Löwen. Opið virka daga kl. 10-18, lokað laugardaga Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi Nýjar vörur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.