Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 53

Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 KNATTSPYRNA Meistaradeildin A-riðill: Club Brugge – Paris SG.......................... 0:5 Mauro Icardi 7., 63., Kylian Mbappé 61.,79., 83. Galatasaray – Real Madrid .................... 0:1 Toni Kroos 18. Staðan: París SG 3 3 0 0 9:0 9 Real Madrid 3 1 1 1 3:5 4 Club Brugge 3 0 2 1 2:7 2 Galatasaray 3 0 1 2 0:2 1 B-riðill: Olympiacos – Bayern München ............. 2:3 Youssef El Arabi 23., 79. – Robert Lew- andowski 34.,62., Corentin Tolisso 75. Tottenham – Rauða stjarnan ................. 5:0 Harry Kane 9., 72., Heung-Min Son 16, 44., Erik Lamela 57. Staðan: Bayern München 3 3 0 0 13:4 9 Tottenham 3 1 1 1 9:9 4 Rauða stjarnan 3 1 0 2 3:9 3 Olympiacos 3 0 1 2 5:8 1 C-riðill: Shahktar Donetsk – Dinamo Zagreb.... 2:2 Jevheniy Konoplyanka 17., Dodo 75. – Daniel Olmo 25., Mislav Orsic 60. Manchester City – Atalanta ................... 5:1 Sergio Agüero 34., 38. (víti), Raheem Sterl- ing 58., 64., 69. – Ruslan Malinovsky 28. (víti). Rautt spjald: Phil Foden 83. (Man- chester City). Staðan: Manchester City 3 3 0 0 10:1 9 Dinamo Zagreb 3 1 1 1 6:4 4 Shakhtar Donetsk 3 1 1 1 4:6 4 Atalanta 3 0 0 3 2:11 0 D-riðill: Atlético Madrid – Bayer Leverkusen ....1:0 Alvaro Morata 78. Juventus – Lokomotiv Moskva .............. 2:1 Paulo Dybala 77.,80. – Aleksey Miranchuk 30. Staðan: Juventus 3 2 1 0 7:3 7 Atlético Madrid 3 2 1 0 5:2 7 Lokomotiv Moskva3 1 0 2 3:5 3 Bayer Leverkusen 3 0 0 3 1:6 0 England B-deild Millwall – Cardiff .................................... 2:2  Jón Daði Böðvarsson kom inná á 70. mínútu og lagði upp síðara mark Millwall. Swansea – Brentford ............................... 0:3  Patrik Gunnarsson var ekki í leikmanna- hópi Brentford. Meistaradeild Evrópu Besiktas – Zaragoza............................ 73:74  Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig fyrir Zaragoza og tók þrjú fráköst en hann lék í níu og hálfa mínútu. KÖRFUBOLTI Raheem Sterling og Kylian Mbappé stálu senunni er fyrstu leikir 3. um- ferðar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fóru fram í gær- kvöldi. Skoruðu þeir báðir sína fyrstu þrennu í Meistaradeildinni. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa á sín- um tíma verið kjörnir gulldrengir Evrópu, nafnbót sem besti ungi leik- maður álfunnar hlýtur. Sterling skoraði þrjú síðustu mörk Manchester City í sannfær- andi 5:1-heimasigri á Atalanta. Atal- anta komst yfir á 28. mínútu en Eng- landsmeistararnir voru snöggir að snúa taflinu sér í vil. Sigur PSG á Club Brugge á úti- velli var aldrei í vafa. Staðan í hálf- leik var 1:0 og Mbappé skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik til að tryggja sannfærandi 5:0-sigur. Bæði City og PSG eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Þema gærkvöldsins var það að stærstu lið Evrópu lentu undir en náðu að snúa taflinu við. Auk Man- chester City lentu bæði Bayern München og Juventus undir. Olympi- acos skoraði fyrsta mark leiksins gegn Bayern á heimavelli en þýsku meistararnir skoruðu næstu þrjú mörk og unnu að lokum 3:2-sigur. Þá lenti Juventus undir gegn Lokomotiv Mosku á heimavelli en Paulo Dybala bjargaði Juventus- mönnum með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þá unnu Tottenham og Real Madríd mikilvæga sigra fyrir knatt- spyrnustjóra sína. Mauricio Poch- ettino, stjóri Tottenham, hefur verið undir mikilli pressu og sömu sögu má segja um Zinedine Zidane hjá Real Madríd. Tottenham vann 5:0- heimasigur á Rauðu stjörnunni á meðan Real vann 1:0-sigur á útivelli gegn Galatasaray. Fyrstu þrennur gull- drengjanna í Evrópu AFP Þrenna Raheem Sterling skorar þriðja mark sitt og fimmta mark Manchester City á heimavelli í gærkvöldi.  Sterling og Mbappé stálu senunni  Ensku liðin skoruðu fimm  Stóru liðin lentu undir en sneru taflinu við  Pressunni á Pochettino og Zidane aflétt Sol Campbell var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska C- deildarfélagsins Southend United og verður Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að- stoðarmaður hans. Hermann og Campbell unnu á sínum tíma enska bikarinn sem leikmenn Portsmouth. Þá mun Andy Cole, fyrrverandi framherji Manchester United, einnig vera í þjálfarateym- inu. Kevin Bond hætti með Southend í september og hefur félagið verið án stjóra síðan, en Henrik Larsson var m.a. orðaður við starfið. Hermann var aðstoðarmaður Campbells hjá Macclesfield Town í stuttan tíma á síðustu leiktíð. Campbell tók við Macclesfield í slæmri stöðu í D-deildinni en gerði vel í að bjarga liðinu frá falli niður í utandeildina. Gengi Southend á leiktíðinni hefur verið afleitt en liðið er í 22. sæti, eða næstneðsta sæti, ensku C-deildarinnar með fimm stig. Liðið hefur tapað tíu leikjum, unn- ið einn og gert tvö jafntefli í fyrstu þrettán leikjum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Aðstoð Hermann Hreiðarsson aðstoðar Sol Campbell hjá Southend. Hermann verður að- stoðarmaður Campbells Kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna VANDAÐUR vinnufatnaður frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.