Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 KNATTSPYRNA Meistaradeildin A-riðill: Club Brugge – Paris SG.......................... 0:5 Mauro Icardi 7., 63., Kylian Mbappé 61.,79., 83. Galatasaray – Real Madrid .................... 0:1 Toni Kroos 18. Staðan: París SG 3 3 0 0 9:0 9 Real Madrid 3 1 1 1 3:5 4 Club Brugge 3 0 2 1 2:7 2 Galatasaray 3 0 1 2 0:2 1 B-riðill: Olympiacos – Bayern München ............. 2:3 Youssef El Arabi 23., 79. – Robert Lew- andowski 34.,62., Corentin Tolisso 75. Tottenham – Rauða stjarnan ................. 5:0 Harry Kane 9., 72., Heung-Min Son 16, 44., Erik Lamela 57. Staðan: Bayern München 3 3 0 0 13:4 9 Tottenham 3 1 1 1 9:9 4 Rauða stjarnan 3 1 0 2 3:9 3 Olympiacos 3 0 1 2 5:8 1 C-riðill: Shahktar Donetsk – Dinamo Zagreb.... 2:2 Jevheniy Konoplyanka 17., Dodo 75. – Daniel Olmo 25., Mislav Orsic 60. Manchester City – Atalanta ................... 5:1 Sergio Agüero 34., 38. (víti), Raheem Sterl- ing 58., 64., 69. – Ruslan Malinovsky 28. (víti). Rautt spjald: Phil Foden 83. (Man- chester City). Staðan: Manchester City 3 3 0 0 10:1 9 Dinamo Zagreb 3 1 1 1 6:4 4 Shakhtar Donetsk 3 1 1 1 4:6 4 Atalanta 3 0 0 3 2:11 0 D-riðill: Atlético Madrid – Bayer Leverkusen ....1:0 Alvaro Morata 78. Juventus – Lokomotiv Moskva .............. 2:1 Paulo Dybala 77.,80. – Aleksey Miranchuk 30. Staðan: Juventus 3 2 1 0 7:3 7 Atlético Madrid 3 2 1 0 5:2 7 Lokomotiv Moskva3 1 0 2 3:5 3 Bayer Leverkusen 3 0 0 3 1:6 0 England B-deild Millwall – Cardiff .................................... 2:2  Jón Daði Böðvarsson kom inná á 70. mínútu og lagði upp síðara mark Millwall. Swansea – Brentford ............................... 0:3  Patrik Gunnarsson var ekki í leikmanna- hópi Brentford. Meistaradeild Evrópu Besiktas – Zaragoza............................ 73:74  Tryggvi Snær Hlinason skoraði tvö stig fyrir Zaragoza og tók þrjú fráköst en hann lék í níu og hálfa mínútu. KÖRFUBOLTI Raheem Sterling og Kylian Mbappé stálu senunni er fyrstu leikir 3. um- ferðar í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta fóru fram í gær- kvöldi. Skoruðu þeir báðir sína fyrstu þrennu í Meistaradeildinni. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa á sín- um tíma verið kjörnir gulldrengir Evrópu, nafnbót sem besti ungi leik- maður álfunnar hlýtur. Sterling skoraði þrjú síðustu mörk Manchester City í sannfær- andi 5:1-heimasigri á Atalanta. Atal- anta komst yfir á 28. mínútu en Eng- landsmeistararnir voru snöggir að snúa taflinu sér í vil. Sigur PSG á Club Brugge á úti- velli var aldrei í vafa. Staðan í hálf- leik var 1:0 og Mbappé skoraði þrjú mörk í seinni hálfleik til að tryggja sannfærandi 5:0-sigur. Bæði City og PSG eru með fullt hús stiga eftir þrjá leiki. Þema gærkvöldsins var það að stærstu lið Evrópu lentu undir en náðu að snúa taflinu við. Auk Man- chester City lentu bæði Bayern München og Juventus undir. Olympi- acos skoraði fyrsta mark leiksins gegn Bayern á heimavelli en þýsku meistararnir skoruðu næstu þrjú mörk og unnu að lokum 3:2-sigur. Þá lenti Juventus undir gegn Lokomotiv Mosku á heimavelli en Paulo Dybala bjargaði Juventus- mönnum með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þá unnu Tottenham og Real Madríd mikilvæga sigra fyrir knatt- spyrnustjóra sína. Mauricio Poch- ettino, stjóri Tottenham, hefur verið undir mikilli pressu og sömu sögu má segja um Zinedine Zidane hjá Real Madríd. Tottenham vann 5:0- heimasigur á Rauðu stjörnunni á meðan Real vann 1:0-sigur á útivelli gegn Galatasaray. Fyrstu þrennur gull- drengjanna í Evrópu AFP Þrenna Raheem Sterling skorar þriðja mark sitt og fimmta mark Manchester City á heimavelli í gærkvöldi.  Sterling og Mbappé stálu senunni  Ensku liðin skoruðu fimm  Stóru liðin lentu undir en sneru taflinu við  Pressunni á Pochettino og Zidane aflétt Sol Campbell var í gær ráðinn knattspyrnustjóri enska C- deildarfélagsins Southend United og verður Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, að- stoðarmaður hans. Hermann og Campbell unnu á sínum tíma enska bikarinn sem leikmenn Portsmouth. Þá mun Andy Cole, fyrrverandi framherji Manchester United, einnig vera í þjálfarateym- inu. Kevin Bond hætti með Southend í september og hefur félagið verið án stjóra síðan, en Henrik Larsson var m.a. orðaður við starfið. Hermann var aðstoðarmaður Campbells hjá Macclesfield Town í stuttan tíma á síðustu leiktíð. Campbell tók við Macclesfield í slæmri stöðu í D-deildinni en gerði vel í að bjarga liðinu frá falli niður í utandeildina. Gengi Southend á leiktíðinni hefur verið afleitt en liðið er í 22. sæti, eða næstneðsta sæti, ensku C-deildarinnar með fimm stig. Liðið hefur tapað tíu leikjum, unn- ið einn og gert tvö jafntefli í fyrstu þrettán leikjum sínum. Morgunblaðið/Kristinn Aðstoð Hermann Hreiðarsson aðstoðar Sol Campbell hjá Southend. Hermann verður að- stoðarmaður Campbells Kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna VANDAÐUR vinnufatnaður frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.