Morgunblaðið - 23.10.2019, Page 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Dekkjaþjónusta
Úrval fólksbíla- og jeppadekkja
SAMEINUÐ GÆÐI
Opið mánudaga til fimmtudaga kl. 7.45-17.00, föstudaga kl. 7.45-16.00
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
AF BÓKMENNTUM
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Barna- og unglingabókmennta-verðlaun Norðurlandaráðsverða afhent í sjöunda sinn
þriðjudaginn 29. október í Stokk-
hólmi í tengslum við þing Norður-
landaráðs. Við sama tækifæri verða
einnig veitt verðlaun fyrir bók-
menntir, tónlist, kvikmyndir og um-
hverfismál. Allir verðlaunahafar
hljóta verðlaunagripinn Norðurljós
og 350 þúsund danskar krónur, sem
samsvara 6,5 milljónum íslenskra
króna. Alls eru fjórtán bækur á átta
norrænum tungumálum tilnefndar
til barna- og unglingabókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs árið
2019, sem er tveimur bókum fleira
en í fyrra. Dómnefndir stóru mál-
svæðanna fimm (Danmerkur, Finn-
lands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar)
mega hver um sig tilnefna tvö verk
sem komið hafa út á síðustu tveimur
árum. Sænsku bækurnar tvær komu
út 2017, en allar hinar í fyrra. Dóm-
nefndir minni málsvæðanna
(Álandseyja, Færeyja, Grænlands
og samíska tungumálasvæðisins)
mega tilnefna eitt verk hver sem út
hafa komið á seinustu fjórum árum,
en allar komu bækurnar út í fyrra
nema sú frá samíska tungumála-
svæðinu sem kom út 2017. Þannig
geta tilnefndu bækurnar mest orðið
fjórtán. Í blaðinu á laugardag er
fjallað um framlag Álendinga, Dana,
Grænlendinga, Íslendinga og Sama,
en í dag er sjónum beint að framlagi
Finna, Færeyinga, Norðmanna og
Svía. Rýnir las bækurnar á frum-
málinu nema annað sé tekið fram.
Menntun sterkasta vopnið
Fyrra framlag Finna er fantasíu-
skáldsagan Breven från Maresi eftir
Mariu Turtschaninoff sem skrifuð er
á sænsku og þýða mætti sem Bréfin
frá Maresi. Um er að ræða síðustu
bókina í þríleik sem hóf göngu sína
með Maresi. Krönikor från Röda
klostret sem tilnefnd var til barna-
og unglingabókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs árið 2015 og rýnir
hreifst mjög af á sínum tíma.
Turtschaninoff er afbragðshöfundur
sem tekst að byggja upp góða
spennu í bókum sínum á sama tíma
og tilfinningar fá nauðsynlegt rými.
Í lokabók þessa femíníska þríleiks
snýr Maresi aftur til heimahaga
sinna með það að markmiði að koma
á fót stúlknaskóla. Fátækt, for-
dómar og harðneskjuleg yfirvöld
koma næstum í veg fyrir að hún nái
því markmiði sínu að mennta landa
sína, en hún veit sem er að læsi og
menntun er sterkasta vopnið í bar-
áttunni við óbil-
gjörn stjórnvöld.
Rýnir hefur ekki
enn lesið aðra
bókina í þrí-
leiknum, en getur
heilshugar mælt
með bæði fyrstu
og þriðju bókinni
sem hæglega má
lesa sem sjálf-
stæðar bækur. Óskandi væri að þrí-
leikurinn kæmi út á íslensku.
Seinna framlag Finna er mynda-
bókin Ruusun matka eftir Mariku
Maijala sem rýnir las í sænskri þýð-
ingu Söru Ehnholm Hielm undir titl-
inum Rosie springer eða Ferðalag
Rósu. Bókin fjallar um mjóhundinn
Ruusu eða Rósu, sem ætlað er það
hlutverk í lífinu að taka þátt í
hlaupakeppnum hunda og hlaupa
hring eftir hring á milli þess að vera
geymd innilokuð í búri. Rósu dreym-
ir um frelsi og dag einn stingur hún
af. Lesendur fylgjast með flótta
Rósu sem hleypur ógnarhratt frá
bókaopnu til
opnu fram hjá
húsum, bílum og
sirkus áður en
hún þorir að
staldra við í al-
menningsgarði
þar sem hún
eignast nýja vini.
Naívar vaxlita-
myndir Maijala eru heillandi í ein-
faldleika sínum og ná vel til ungra
lesenda sem eiga auðvelt með að
skilja það sem fyrir augu ber. Ferða-
lag Rósu er falleg bók um frelsis-
þrána og þörfina fyrir að brjóta af
sér hlekki vanans.
Auðgar upplifun lesenda
Framlag Færeyinga þetta árið er
Miljuløtur eftir Rakel Helmsdal sem
rýnir las í
danskri þýðingu
höfundar undir
titlinum Miljas
øjeblikke eða
Stundir Milju.
Myndskreyt-
ingar voru í
höndum Kathr-
inu Skarðsá.
Bókin saman-
stendur af tólf sögum sem lagðar
eru hinni tólf ára gömlu Milju í
munn. Þar segir hún frá ýmsu sem
hún hefur upplifað síðustu fimm árin
og ber textinn sterkan keim af
dagbókarfærslum. Lesendur fá að
kynnast fjölskyldunni og vinum
Milju, sem er bæði hugmynda- og
tilfinningarík stúlka. Hversdags-
legar lýsingar Milju eru heillandi, en
bókin kemst á flug í samskiptum
hennar við framliðna sem eru hreint
ekki eins ógnvekjandi og ætla mætti
við fyrstu sýn. Myndskreytingarnar
skiptast annars vegar í barnslegar
teikningar sem gætu verið komnar
frá Milju sjálfri, og styrkja þannig
hlutverk hennar sem sögumanns, og
hins vegar blæbrigðaríkari teikn-
ingar úr smiðju fullorðinnar mann-
eskju. Myndefnið kallast vel á við
textann og auðga upplifun lesenda.
Ekkert er að óttast
Bæði framlög Norðmanna þetta
árið eiga það sameiginlegt að vera
myndabækur. Annars vegar er um
að ræða Alle sammen teller eftir
Kristin Roskifte sem þýða mætti
sem Teljum öll. Hins vegar Det var
ikke en busk eftir Eli Hovdenak sem
þýða má sem Þetta var ekki runni.
Alle sammen teller er í stóru broti
og spannar tölurnar frá núll upp í sjö
og hálfan millj-
arð, en mann-
eskjur eru not-
aðar til að
raungera talna-
efnið. Umhverfið
er teiknað með
einföldum bláum
pennastrikum,
en manneskj-
urnar eru litrík-
ar í klippimyndaáferð sinni. Fjöl-
breytileikinn er undirstrikaður í
samspili myndefnis og texta þar sem
manneskjurnar eru allskonar í útliti
og tjá margvíslegar tilfinningar, allt
frá gleði til sorgar. En allar skipta
manneskjurnar máli.
Þrátt fyrir einfalt yfirbragð leynir
bókin á sér í heimspekilegum pæl-
ingum um lífið. Hún er uppfull af
dásamlegum smáatriðum sem lengi
má rýna í. Textinn miðlar oft upp-
lifun þeirra sem á myndunum eru,
en það er síðan lesenda að geta sér
til um hvern verið er að tala hverju
sinni. Spurningar aftast opna fyrir
að hægt sé að lesa bókina aftur og
aftur og sífellt uppgötva eitthvað
nýtt. Hér er um fallegan grip að
ræða sem á fullt erindi við íslenska
lesendur.
Í Det var ikke
en busk leikur
höfundur sér
með ljós og
skugga. Fuglinn
Tilde og tröllið
Torvald ferðast
um dimman
skóg þar sem
auðveldlega má
sjá ófreskjur í hverju horni og hræð-
ast ýmis draugaleg hljóð. Líkt og í
öðrum tilnefndum bókum ársins þar
sem draugar og ófreskjur eru til um-
fjöllunar kemur í ljós að það er í
raun ekkert að óttast.
Knappur textinn situr vel á hverri
opnu þar sem myndefnið fær að
njóta sín til fulls. Myndirnar, sem
bera yfirbragð kolateikninga, eru
dimmar en lýsast smám saman upp
af rauðum, gulum og grænum past-
ellitum eftir því sem á söguna líður.
Húmor er markvisst notaður til að
skapa mótvægi við drungann sem
yfir hvílir. Bókin lætur ekki mikið
yfir sér við fyrsta lestur, en er bæði
djúp og falleg í einfaldleika sínum.
Makleg málagjöld
Báðar sænsku bækurnar í ár eiga
það sameiginlegt að fjalla um börn
sem upplifa tengslaleysi við foreldra
sína og verða fyrir aðkasti skóla-
félaganna með tilheyrandi ein-
angrun. Annars vegar er um að
ræða skáldsöguna Risulven Ris-
ulven eftir Ninu Ivarsson, sem þýða
mætti sem Kjarrskógaúlfur, og hins
vegar skáldsagan Den förskräckliga
historien om Lilla Hon eftir Lenu
Ollmark, sem þýða mætti sem
Hræðilega sagan af Litlu Henni,
sem Per Gustavsson myndskreytti.
Það er sárt að lesa Risulven Ris-
ulven sem fjallar um hinn tólf ára
gamla Pär sem býr í úthverfablokk
ásamt móður sinni sem er í neyslu.
Bókin lýsir tilveru þar sem foreldrar
bregðast og
börn sýna hvert
öðru grimmd,
en vegna félags-
legra aðstæðna
sinna er Pär
utanveltu í skól-
anum. Hann
vonast til að
finna nýjan vin í
Rezu, flótta-
stúlku frá Sýrlandi, en í grimmum
heimi geta kynni tveggja brotinna
barna reynst afar vandasöm. Þrátt
fyrir erfitt umfjöllunarefni glittir í
samúð og hlýju sem gerir bókina
þess virði að lesa.
Flest njótum við þess frá barns-
aldri að lesa stöku sinnum bækur
sem hræða okkur mátulega mikið.
Den förskräckliga historien om Lilla
Hon er ein slíkra bóka. Litla Hún
fær enga athygli frá foreldrum sín-
um og hinir krakkarnir í skólanum
leyfa henni ekki að leika sér í
skemmtilegasta
tómstunda-
herberginu. Í
staðinn hræða
þeir hana með
draugasögum af
grimmum kenn-
ara sem hengdi
sig á háaloftinu,
kokk sem vanur
var að gera
kássu úr nemendum sem kláruðu
ekki matinn sinn áður en hann hlaut
sjálfur grimman dauðdaga, handa-
vinnustelpuna sem fékk skæri í
hjartað og bókasafnsstráknum sem
klemmdist til bana milli bókahillna í
miðjum feluleik.
Dag einn plata illgjörnu skóla-
félagarnir Litlu Hana upp á háaloft
og loka hana þar inni með þeim af-
leiðingum að hún neyðist til að hitta
alla drauga skólans. Í samtölum við
þá kemur í ljós að frásagnir skóla-
félaganna endurspegluðu ekki raun-
veruleikann. Að lokum verður les-
endum ljóst að meiri ástæða er til að
óttast lifandi manneskjur með illt í
hyggju en vingjarnlega drauga. Eins
og vera ber fá allir að lokum makleg
málgjöld. Myndskreytingarnar bæta
miklu við lestrarupplifunina. Mynd-
irnar eru drungalegar þegar við á,
en jafnframt uppfullar af góðum
húmor. Hér er á ferðinni hryllilega
frábær og blóðug bók sem vonandi á
eftir að koma út í íslenskri þýðingu
fyrr en seinna.
Fyrri umfjöllun Morgunblaðsins um verkin sem tilnefnd eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019
Vofur, vinskapur og vísdómur
Hrædd Litla Hún felur sig fyrir skóladraugunum á mynd Pers Gustavsson.
Fjölbreytileiki Kristin Roskifte sýnir 85 manneskjur í kvikmyndahúsi.
Kvikmyndin fær einn til að skynja heiminn á nýjan hátt. Þremur gestum
finnst hún leiðinleg. Einn í hópnum mun sjá myndina aftur eftir 82 ár.