Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 AF BÓKMENNTUM Árni Matthíasson arnim@mbl.is Þrettán bækur eru tilnefndar til bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019, skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur. Átta bókanna eru eftir konur, en fimm eftir karla. Frá hverju landanna á Norðurlöndum koma tvær bækur en svo líka bækur frá Grænlandi, Álandseyjum og sam- ísku málsvæði. Að þessi sinni er eng- in bók tilnefnd frá Færeyjum. Frá Danmörku eru smásagna- safnið Efter solen eftir Jonas Eika og skáldsagan de eftir Helle Helle. Frá Finnlandi koma tvær skáldsög- ur, Tristania eftir Marianna Kurtto og Där musiken började eftir Lars Sund. Frá Grænlandi kemur smá- sagna- og ljóðasafnið Arpaatit qa- qortut eftir Pivinnguaq Mørch. Norðmenn tilefna ljóðabókina Det er berre eit spørsmål om tid eftir Eld- rid Lunden og sjálfsævisöguna Jeg lever et liv som ligner deres eftir Jan Grue. Frá samísku tungumálasvæði er ljóðabókin Ii dát leat dat eana eft- ir Inga Ravna Eira. Svíþjóð tilnefnir ljóðabókina Nonsensprinsessans dagbok. En sjukskrivning eftir Isa- bellu Nilsson og skáldsöguna Männ- iskan är den vackraste staden eftir Sami Said. Frá Álandseyjum er skáldsagan Det finns inga monster eftir Liselott Willén tilnefnd. Ísland tilefnir skáldsöguna Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur. og ljóðabókina Kóngulær í sýning- argluggum eftir Kristínu Ómars- dóttur. Hér verður fjallað um skáldsög- urnar sem tilnefndar eru, en smá- sagna- og ljóðasöfnin og sjálfs- ævisagan verða tekin fyrir í grein á laugardag. Ekki verður fjallað hér um ís- lensku skáldverkin, enda voru þau rýnd í blaðinu á síðasta ári. Helle Helle – de Helle Helle er einn fremsti rithöf- undur Dana, skrifar meistaralegan stíl sem sjá má á bókinni de. Sagan segir af unglings- stúlku, sextán ára gamalli, sem býr með móður sinni í Rødby. Stúlkan glímir við flest það sem sextán ára stúlkur glíma við í lífinu, en að auki glímir hún við þögnina. Móð- ir hennar er alvarlega veik, en um veikindin er aldrei talað, en skuggi þeirra, skuggi þagnarinnar, hvílir yf- ir bókinni – þær tala um hversdags- lega hluti, en ekki um veikindin og það sem framundan er. Við fylgjum dótturinni í ár, í 51 kafla, þar sem lokakaflinn vísar í upphafskaflann. Þegar maður leggur bókina frá sér finnst manni sem sög- unni hafi ekki lokið, að sá hörmungaratburður sem vofir yfir gerist aldrei. Listavel skrifað að vanda. Marianna Kurtto – Tristania Skáldsagan Tristania eftir finnsku skáldkonuna Marianna Kurtto dreg- ur nafn sitt af eynni Tristan da Cunha sem er í afskekktasta eyja- klasa heims, um 2.400 km vestur af Höfðaborg. Í sögunni rekur Kurtto örlög eyjaskeggja, sem eru ríflega 250, en bókin hefst í október 1961 þegar eldfjallið Queen Mary’s Peak tók að gjósa. Íbúarnir flúðu frá byggðakjarnanum Edinburgh of the Seven Seas til óbyggðrar eyjar skammt frá og þaðan var þeim bjargað til Bretlands. Lífið á eyjunum getur verið erfitt, en Kurtto dregur upp mynd af stöðnuðu sam- félagi og gosið þvingar fram nauðsynlegar breytingar og erf- iðleikarnir sem íbúarnir ganga í gegnum í kjölfar- ið færa fólk sam- an. Sagan spann- ar áratuginn fyrir gosið og árin á eftir og persónurnar eru ýmist íbúar á eyjunum, eða brottfluttir. Lars Sund – Där musiken började Fyrir fimm árum kom út bókin Tre systrar och en berättare eftir Lars Sund og með henni hóf hann Jakobstads- þríleikinn sem fjallar um Finn- land frá seinni hluta 20. aldar og fram undir lok fyrsta áratugar 21. aldar. Bók númer tvö í þrí- leiknum er Där musiken började og hefst þar sem sögumaður horfir á er miðpunktur æsku hans, skemmti- staður við hallærisplan Jakobstad, er rifinn. Hann er að skrifa bók um tónskáldið Alf Holm sem varð heims- þekkt fyrir hina umdeildu óperu Tom of Finland. Leiðsögumaður við bókaskrifin verður lagasmiðurinn Odin Sikstr- öm, sem er búinn að vera dauður í fimmtán ár þegar bókarskrifin hefj- ast, en Sikström birtist höfundi sem draugur á reiðhjóli og leiðir hann aft- ur í tímann. Það er mikil músík í bók- inni og frásögnin bráðskemmtileg, sérstaklega fyrir þá sem lifðu þann tíma þegar rokkið lagði undir sig heiminn. Liselott Willén – Det finns inga monster Liselott Willén er frá Álands- eyjum, en búsett í Svíþjóð. Det finns inga monster gerist á Álandseyjum og segir sögu Alice, sem er sjö ára þegar bókin hefst og upplifir hörmungar sem hún bælir með sér. Þegar hún snýr aftur á sömu slóðir áratug síð- ar koma minning- arnar upp á yfirborðið – hún minnist þess dags þegar faðir hennar hvarf, sér fyrir sér stúlku með hamar og föðurinn blóðugan. Willén fléttar saman minningum Alice og raunveruleika og gerir það listavel, fléttar því saman sem hún telur sig hafa upplifað og því sem aðrir segja sannleika. Það má lýsa bókinni sem spennusögu, myrkri spennusögu, þar sem mörkin á milli draums og veruleika skipta miklu máli. Människan är den vackraste staden – Sami Said Sænski rithöfundurinn Sami Said, sem fluttist til Svíþjóðar frá Erítreu, vakti fyrst athygli með bók um árekstra milli fjölskyldu sinnar og vel meinandi félagsmála- yfirvalda. Í Människan är den vackraste staden segir hann frá flóttamann- inum San Frans- isco sem er á leið heim, frá norðri til suðurs. Við vitum ekki til hvaða landa San Fransisco fer og ekki heldur hvað borgirnar heita eða eyjan sem hann lendir á í miðju Atlantshafinu, enda er það flóttamanninum fyrir bestu að halda ekki í neitt, að gleyma öllu, að skipta um menningu og nafn, reyna að aðlagast þeim stað sem hann lendir á hverju sinni, fela upprunann með nýju nafni: „Núna ertu hér. Lærðu málið … gleymdu hefð- unum.“ Glímt við náttúruöfl og innri og ytri ófrið  Þrettán bækur tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Helle Helle Marianna Kurtto Sami Said Liselott WillénLars Sund Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið Vantar þig pípara? FINNA.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.