Morgunblaðið - 23.10.2019, Blaðsíða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
„Við Steingrímur stjórnandi erum
gamlir félagar og höfum gert margt
saman í músíkinni í gegnum tíðina.
Ég hef sungið þetta hlutverk nokkr-
um sinnum áður en ég er að syngja
það í fyrsta sinn með Hallveigu. Við
tvö höfum sungið mikið saman í
gegnum tíðina, en við þrjú, ég hún
og Steingrímur, höfum þekkst allt
frá því við kynntumst í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð. Þar vorum
við Hallveig í kórnum hjá Þorgerði
og sungum einmitt einsöng saman í
fyrsta sinn,“ segir Hrólfur Sæm-
undsson barítón, annar þeirra ein-
söngvara sem fram koma með Nes-
kórnum sem flytur Sálumessu
Brahms nk. laugardag.
„Við þrjú vinnum vel saman og
þegar ég er á landinu finnst mér
mjög gaman að vinna með Stein-
grími og ekki síður Hallveigu, hún er
frábær söngkona,“ segir Hrólfur og
bætir við að honum finnist Sálu-
messa Brahms gríðarlega flott verk.
„Þetta er eitt mest krefjandi verk
kórbókmenntanna og sérstakt fyrir
þær sakir að þetta er lútersk sálu-
messa en ekki kaþólsk, eins og sálu-
messur eru flestar. Verkið sjálft er
stórfenglegt og fyrir vikið nýtur það
mikilla vinsælda og er oft sett upp.
Það þarf ákveðnar raddtýpur til að
syngja sólóin í þessu verki og auðvit-
að líka góðan kór, en ég verð að
hrósa kór Neskirkju sérstaklega,
þau hljóma alveg ótrúlega vel heyrði
ég á æfingu með þeim um daginn.“
Innblásin og mikilfengleg
Þegar Hrólfur er spurður hvort
Brahms sé góður við söngvarana
sína í þessu verki eða með svínslegar
kröfur segir hann að sér finnist alltaf
þægilegt að syngja Brahms. „Vissu-
lega getur það líka verið krefjandi, en
hann kunni sannarlega að skrifa fyrir
söngvara, enda skrifaði hann líka
mikið af sönglögum. Hljómur radd-
anna í sálumessunni þarf að vera sá
rétti, sópraninn þarf til dæmis að
hafa það sem einkennir röddina
hennar Hallveigar; hina engilfögru
miklu hæð og að geta svifið yfir. Á
meðan barítóninn þarf að hafa mýkt
en vera um leið þéttur og röddin stór,
því það er stór hljómsveit sem spilar
með.“
Þegar Hrólfur er spurður hvað það
sé við þessa sálumessu sem geri það
að verkum að hún lifi og sé svo vinsæl
sem raun ber vitni segir hann að það
sé fyrst og fremst tónlistin.„Hver sá
sem heyrir þessa músík hrífst með,
hún er ótrúlega innblásin og mikil-
fengleg. Fólk fær gjarnan gæsahúð
og tár spretta fram, sérstaklega í lif-
andi flutningi. Brahms samdi þetta
eftir að móðir hans lést og þar sem
hann var sjálfur mótmælendatrúar
sankaði hann að sér textum bæði úr
Biblíunni og úr apókrýfum versum.
Hann samdi þetta ótrúlega verk í
sinni persónulegu sorg og þessi sálu-
messa, öfugt við flestar þær kaþ-
ólsku, fókuserar meira á eftirlifandi
syrgjendur en sál hins látna. Nálg-
unin er því mannlegri en í mörgum
öðrum sálumessum,“ segir Hrólfur
og bætir við að þetta sé eitt af allra
skemmtilegustu verkum sem hann
tekst á við innan kirkjulistaverka.
„Það er virkilega gefandi að syngja
þetta.“
Debúterar á Spáni næsta vor
Hrólfur býr í Hollandi, rétt við
landamæri Þýskalands þar sem
hann starfar og hefur gert mest-
megnis undanfarinn áratug.
„Ég er með samning hjá óperunni
í Aachen um að syngja alltaf í tveim-
ur uppfærslum á hverri leiktíð þar,
en tvær til þrjár uppfærslur annars
staðar. Í vetur byrjaði leiktíðin með
Niflungahringnum eftir Wagner þar
sem ég syng hlutverk dvergsins
Alberichs, sem er auðvitað nokkuð
skondið því ég er hávaxnasti söngv-
ari sýningarinnar. Spaðadrottningin
verður svo næst og ég mun svo deb-
útera á Spáni næsta vor í Teatro
Real í Madrid, þ.e. konunglegu óp-
erunni, sem er eitt stærsta óperuhús
Evrópu, sem er virkilega spennandi.
Líklega fer ég svo til Ástralíu að
syngja Rínargull Wagners og þaðan
til Svíþjóðar að syngja í uppfærslu á
Macbeth,“ segir Hrólfur sem kann
vel við fyrirkomulagið.
„Ég hef fastar tekjur í óperunni í
Aachen en svigrúm til að koma heim
til Íslands eða fara út í heim til að
takast á við önnur verkefni. Börnin
mín búa á Íslandi svo ég reyni að
koma eins mikið og ég get til að hitta
þau og þá er gaman að geta verið
með í stórverkum eins og Sálumessa
Brahms er.“
Kór Neskirkju og Sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna flytja sálumessu
Johannesar Brahms, Ein deutsches
Requiem, á laugardaginn kemur kl.
17. Einsöngvarar eru Hallveig Rún-
arsdóttir og Hrólfur Sæmundsson.
Stjórnandi er Steingrímur Þórhalls-
son. Alls taka um 100 manns þátt í
flutningnum í Neskirkju. Miðar eru
seldir á tix.is.
„Fær gæsahúð og tár spretta fram“
Kór Neskirkju og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna flytja sálumessu Johannesar Brahms í
Neskirkju á laugardag kl. 17 Einsöngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir og Hrólfur Sæmundsson
Hljómur Stjórnandinn Steingrímur Þórhallsson (lengst til hægri) ásamt Kór Neskirkju.
Ljósmynd/Wil van Iersel
Barítón Hrólfur Sæmundsson.
Það þykir kannski hálfgerð hneisa á dæmigerðumtímum viðburðamenningar að þurfa að játa aðmaður hafi ekki áður heyrt fiðlusnillinginn Josh-ua Bell (f. 1967) í lifandi framkomu. Hvað þá að
hafa dvalið í heimabæ hans vestra, Bloomington IN., án
þess nokkurn tíma að hafa hlýtt á þessa vonarstjörnu
nafntogaða hvítrússneska fiðlukennarans Josefs Gingolds
(1909-95) sem þegar fór mikið orð af í indíanska háskóla-
bænum 1982, þá aðeins 15 ára að aldri.
Því meiri voru greinilega eftirvæntingar hlustenda í
Eldborg sl. sunnudag, er höfðu margir hverjir líklega
heyrt glæsta frammistöðu Bells 21.11. 2019 þar sem hann
lék með og stjórnaði frægri hljómsveit Nevilles Marr-
iners, Academy of St. Martin-in-the-fields, með að sögn
frábærum árangri. Enda stóð ekki á eldheitum undir-
tektum tónleikagesta á hér um ræddum tónleikum, jafnvel
þótt aðsóknin næði að þessu sinni varla 75% – sem kom því
óneitanlega svolítið á óvart.
Verkefnaval kvöldsins var nokkuð vítt og spannaði allt
frá síðbarokki til síðrómantíkur. Fyrst sjaldheyrt en krefj-
andi Rondó í h-moll D 895 frá næstsíðasta aldursári Schu-
berts, er flutt var með neistandi tilþrifum. Vakti, þar sem
síðar, og eftirtekt hvað fiðlarinn hreyfði sig mikið, allavega
miðað við hvað gengur og gerist, og kom manni til að
gruna að vaskar sviðsfettur geti bætt jafnt tónræna tján-
ingu sem líkamsheilsu.
Næst kom alkunn fjórþætt Sónata Césars Francks í A
frá 1886 og fagnaði nánast örðulausri syngjandi túlkun.
Þrátt fyrir undramjúkan píanóleik Baxs á veikustu stöð-
um þótti manni samvægi hljóðfæranna stundum verða enn
mýkri strokum Bells í óhag og því spurning hvort alvöru-
kammersalur – s.s. mun minni að umfangi – hefði hugs-
anlega skilað betri balansi. Allavega frá neðri hliðarsvöl-
um heyrt, enda mun nú almennt vitað að heyrð hins
annars verðugt rómaða Eldborgarsalar er fráleitt alls
staðar eins.
Eftir hlé léku þeir félagar fyrst 4. Sónötu J.S. Bachs í c-
moll BWV 1017 fyrir fiðlu og sembal, nú talda frá kringum
1726-28 eða þegar kantötusmíðum hans í Leipzig var að
mestu lokið. Mig vantaði því miður nægilegan samanburð
um þessa tiltölulega lítið þekktu sónötu stórmeistarans (af
6). En túlkun dúósins kom samt vel fyrir, jafnvel þótt virt-
ist heldur rómantísk, a.m.k. miðað við seinni tíma upp-
runahyggju.
Boðaðri dagskrá lauk síðan með Sónötu Eugènes Ysay-
es (1858-1931) nr. 3 af 6 í d-moll fyrir fiðlu án undirleiks, er
belgíski virtúósinn samdi sem n.k. framhald síns tíma af
sömu tóngrein Bachs. Kastaði leikur Bells þar sannköll-
uðum tólfum með lýtalausri tæknifimi og heillandi innlifun
– og af þvílíkum þrótti að stappaði nærri suðupunkti eftir
viðbrögðum hlustenda að dæma. Í lokin kynnti Bell munn-
lega þrjú aukalög – yndisljúfa Rómönzu eftir Clöru Schu-
mann, verk eftir Henryk Wieniawski og að endingu út-
setningu f. fiðlu og píanó á kunnu píanónæturljóði eftir
Chopin. Náði ekki heitinu, en ef marka mátti frumstefið
var það Op. 9,2 í Es-dúr (so – mi- re mi – re do …) í eft-
irminnilega hugljúfri meðferð dúósins.
Var þeim félögum fagnað á fæti eins og sagt er. Og ekki
að ófyrirsynju.
Af þýðum þrótti
Eldborg Hörpu
Kammertónleikarbbbbm
Verk eftir Schubert, Franck, Bach, Ysafe o.fl. Joshua Bell fiðla
og Alessio Bax píanó. Sunnudaginn 20. október 2019.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST
Snillingur Fiðluleikarinn Joshua Bell.
Leiklestrafélagið stendur í sam-
vinnu við Þjóðleikhúsið og Krist-
björgu Kjeld fyrir viðamikilli dag-
skrá í
Þjóðleikhúskjall-
aranum á næstu
vikum til minn-
ingar um Guð-
mund Steinsson
leikskáld. Þrjú
verk hans verða
leiklesin en verk-
efninu er ýtt úr
vör með dagskrá
þar sem lífi og
starfi Guð-
mundar eru gerð skil og fer dag-
skráin fram laugardaginn 26. októ-
ber kl. 16. Þar verður meðal annars
lesið úr Forsetaefninu. Umsjón hafa
María Kristjánsdóttir og Þórunn
Sigríður Þorgrímsdóttir. Guð-
mundur var fæddur 19. apríl 1925
en lést 15. júlí 1996. Hann var einn
helsti leikritahöfundur á Íslandi á
ofanverðri 20. öld.
Verkin þrjú sem lesin verða eru
Þjóðhátíð í leikstjórn Sveins Ein-
arssonar sunnudaginn 27. október
kl. 19.30 og þriðjudaginn 29. októ-
ber kl. 19.30; Stundarfriður í leik-
stjórn Benedikts Erlingssonar
fimmtudaginn 31. október kl. 19.30
og sunnudaginn 3. nóvember kl. 16
og Katthóll í leikstjórn Stefáns Bald-
urssonar fimmtudaginn 7. nóvember
kl. 19.30 og sunnudaginn 10. nóv-
ember kl. 16. Fjöldi listafólks tekur
þátt í leiklestrunum. Þeirra á meðal
er Sigurður Skúlason, Guðrún S.
Gísladóttir, Arnar Jónsson og Krist-
björg Kjeld, ekkja skáldsins.
Verk Guðmundar Steinssonar leiklesin
Guðmundur
Steinsson