Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 23.10.2019, Qupperneq 57
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Koparborgin, fyrsta skáldsaga Ragnhildar Hólmgeirsdóttur, kom út fyrir fjórum árum og segir af ævintýrum ungs pilts í einskonar miðaldaheimi þar sem galdrar og yfirnáttúrulegar verur eru hluti af daglegu lífi. Fyrir stuttu kom svo út bókin Villueyjar sem gerist í sama heimi, en með aðrar aðal- persónur, nú er það ung stúlka sem er í aðalhlutverki og sögusviðið annar heimshluti með öðrum sið. Algert tóm Ragnhildur segist ekki hafa séð fyrir sér að hún myndi skrifa aðra bók. „Ég var búin að vera svo lengi með hugmyndina að Koparborginni í huga að það var eiginlega algert tóm þegar ég var búin með hana. Í júní árið eftir að hún kom út fékk ég svo hugmynd þegar ég var að hjóla í vinnuna sem varð að Villu- eyjum.“ Það tók Ragnhildi langan tíma að skrifa Koparborgina meðfram fullu námi og hlutastarfi, en hún segist hafa verið tiltölulega fljót að skrifa Villueyjar. „Ég fékk úthlut- aða samtals níu mánuði á tveimur árum frá ritlaunasjóði, hafði skrif- að fyrstu tvo kaflana áður, en að öðru leyti er hún skrifuð á þeim tíma – ég var stjarnfræðilega miklu fljótari að skrifa hana en Koparborgina.“ Var búin að ákveða endinn Endirinn á Villueyjum kemur nokkuð á óvart. Ragnhildur segir að hún hafi verið búin að ákveða endinn þegar hún byrjaði á bókinni og viljað hafa hann opinn. „Hann átti upphaflega að vera opnari en ritstjóranum mínum fannst hann ekki nógu átakamikill og um leið og hann varð átakameiri varð kannski ljósara hvernig þetta fór.“ Eins og nefnt er sá Ragnhildur ekki fyrir sér að hún myndi skrifa aðra bók og hún segist ekki vera með neina hugmynd í huga sem stendur í það minnsta. „Vonandi dreymir mig eitthvað skrautlegt sem ég get unnið með, en mér fannst það svo útilokað að ég myndi skrifa aðra bók og svo er hún bara hér. Það er mjög skemmtilegt að skrifa en líka svolít- ið sérkennilegt hugarástand, sér- staklega að skrifa svona hratt. Mér finnst Villueyjar hafa endað á því að vera miklu sorglegri. Kop- arborgin var svolítið ofbeldisfyllri, þó að það séu álíka alvarlegir at- burðir, en maður nálgast þá öðru vísi,“ segir hún. „Ég velti því oft fyrir mér þegar ég var að skrifa hana hvort hún væri nógu mikið eins og Koparborgin, eða of mikið eins, en svo bara réð hún þessu sjálf,“ segir Ragnhildur. Morgunblaðið/Hari Alvara Mér finnst Villueyjar hafa endað á því að vera miklu sorglegri. Koparborgin var svolítið ofbeldisfyllri, þó að það séu álíka alvarlegir atburðir, en maður nálgast þá öðruvísi,“ segir Ragnhildur Hólmgeirsdóttir. Sorglegir atburðir  Rithöfundurinn Ragnhildur Hólmgeirsdóttir segir að það sé skemmtilegt að skrifa en líka sérkennilegt hugarástand MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019 Ragnar Jónasson hefur vax-ið jafnt og þétt sem höf-undur glæpasagna, hefurfest sig í sessi í fremstu röð og sennilega er Hvítidauði besta bók hans til þessa. Hann er á fleygi- ferð í annars rólegri og yfirvegaðri sögu og lesandinn er með frá upp- hafi til loka. Ekki er hægt að biðja um mikið meira. Uppbygging frásagnarinnar er vel gerð. Helgi Reykdal, afbrota- fræðingur og fyrrverandi laus- ráðinn sum- armaður hjá lög- reglunni, er möndullinn sem allt snýst um, upphaf og endir. Hann vinnur að lokaritgerð árið 2012 og umfjöllunarefnið er óupplýst dauðsföll á berklahæli skammt frá Akureyri 1983. Gagnasöfnunin leiðir hann allt aftur til 1950 og lesandinn kynnist starfsfólki hælisins og öðr- um, sem dauðsföllunum tengjast, með einum eða öðrum hætti. Hulda Hermannsdóttir hjá rannsóknarlög- reglunni er reyndar kunnug, hefur komið við sögu áður og var þá í veigameira hlutverki og því frekar í sviðljósinu en engu að síður er nær- vera hennar sterk, þó í skugganum sé. Helstu persónur eiga almennt við einhvern vanda að stríða. Þær eru yfirleitt erfiðar í umgengni, ekki all- ar þar sem þær eru séðar, kaldlynd- ar, fráhrindandi. Fyrir bragðið liggja margar undir grun að hætti Agötu Christie. Ragnar er helsti sérfræðingur landsins í verkum hennar og eflaust í bókum margra annarra af sama meiði, enda skín það í gegn. Þannig er ekki laust við að Alfred Hitchcock komi upp í hug- ann áður en yfir lýkur og ekki er leiðum að líkjast. Höfundur heldur sig við efnið, fer einkum á milli áranna 1983 og 2012 og eftir því sem Helgi aflar sér meiri upplýsinga í rannsókn sinni þrengist hringurinn um nær hverja persónu. Þessi nálgun er sérlega vel gerð og Helgi, sem er sjálfur í tilvistar- kreppu, þráir helst að flýja veru- leikann með lestri glæpasagna! Hvítidauði hefur sögulega skír- skotun, en tekur líka á samfélags- legum vandamálum eins og heimilis- ofbeldi og öðrum hrottaskap, einelti á vinnustað, vímuefnaneyslu, yfir- hylmingu og útskúfun. Frásögnin er eðlileg og lesandinn á auðvelt með að meðtaka vandamálin því í raun blasa þau við hvert sem litið er. Spurningin er bara um að taka á þeim eða láta meðvirknina taka völd- in. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vaxandi Ragnar hefur vaxið jafnt og þétt sem höfundur glæpasagna. Sá á kvölina sem á völina Reyfari Hvítidauði bbbbn Eftir Ragnar Jónasson. 256 bls. Veröld 2019. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Árleg „street“-danshátíð og sú eina hér á landi hefst í dag og stendur yfir til og með 27. október. Dansskólinn Dans Brynju Péturs stendur fyrir hátíðinni og munu erlendir gestakennarar mæta og leiðbeina og sýna list- ir sínar. 10-15 ára munu takast á í dansbardögum og á aðalkvöldinu munu 16 ára og eldri, dansarar á fram- haldsstigi, reyna á með sér í sjö ólíkum dansstílum inn- an þess mengis sem kallað er street dans, eða götudans eins og hann er jafnan nefndur á íslensku. Frekari upp- lýsingar má finna á heimasíðu dansskólans, brynjapet- urs.is. Brynja Péturs Götudanshátíð hefst í dag Kanadíski rithöfundurinn Chantal Ringuet, gestahöfundur Reykjavík- ur bókmenntaborgar UNESCO í október, heldur erindi í menningar- húsinu Mengi í dag kl. 17.30. Rin- quet er fyrsti höfundurinn sem Bókmenntaborgin býður hingað til lands frá annarri Bókmenntaborg UNESCO, Québec City. Ringuet mun segja frá verki sem hún vinnur nú og segir í tilkynn- ingu að hún lýsi með þessum orð- um: „Hvað ef trén væru að horfa á okkur? Hvaða áhrif hefði það á sýn okkar á heiminn og á umhverfið. Gætum við endurskapað frumsögur vestrænnar menningar, svo sem Biblíuna og Ódysseifskviðu Hóm- ers, í tuttugustu og fyrstu aldar trjálausu umhverfi? Verkið sem ég er með í vinnslu er ljóðræn ferð um landslag sem er ógnað eða sem hef- ur verið eytt í stríðum, samhliða þjóðarmorðum og öðrum hörm- ungum.“ Ringuet er rithöfundur, þýðandi úr ensku og jiddísku á frönsku og fræðimaður og hefur m.a. fengist við rannsóknir á og skrif um jidd- íska menningu og er einnig sér- fræðingur í verkum Leonards Co- hens. Ringuet flytur erindi í Mengi Ljósmynd/Richard-Max Tremblay Gestahöfundur Chantal Ringuet.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.