Morgunblaðið - 23.10.2019, Side 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2019
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í
gær Bókmenntaverðlaun Tómasar
Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóða-
handrit sitt Edda og sem venja er
kom bókin út í gær á vegum forlagsins
Sæmundar. Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri afhenti Hörpu verðlaun-
in, 800 þúsund krónur.
Alls bárust 58 óbirt ljóðahandrit í
samkeppnina undir dulnefni. Dóm-
nefndina skipuðu Sif Sigmarsdóttir
formaður, Þórarinn Eldjárn og Börk-
ur Gunnarsson.
Heillandi og hófstillt verk
Í niðurstöðu dómnefndar segir m.a.
að Edda sé „látlaust verk um drama-
tískustu andartök hverrar mannsævi;
upphaf hennar og endi“ og að í bókinni
„fylgist ljóðmælandi með nýju lífi
kvikna er annað fjarar út“. Í niðurlagi
segir að Edda sé heillandi og hófstillt
verk þar sem hugsanir um æsku og
elli fléttist saman, vegi salt. Þræðirnir
bindist og myndi vef sem sýni okkur í
nýju ljósi svo margt sem við þóttumst
vita.
Sumar kindur grípa fram í
Harpa fæddist árið 1990 og lauk
meistaraprófi í almennri bókmennta-
fræði frá Háskóla Íslands í fyrra. Hún
er uppalin í sveit undir Heklurótum,
býr þar enn og starfar á sauðfjárbúi
auk þess að semja ljóð og starfa sem
lausakona í ritstjórn og prófarkalestri.
Edda er fyrsta ljóðabók Hörpu en ljóð
eftir hana hafa birst í tveimur ljós-
myndabókum á íslensku og ensku og
einnig tímaritum.
Harpa segir tvær konur kveikjuna
að ljóðabókinni. Hún hafa orðið til í
kringum tvær Eddur. „Önnur var
systir hennar mömmu og hin er bróð-
urdóttir mín,“ útskýrir Harpa. „Þem-
að í bókinni er að vera barn og vera
gamall og vera einhver sem er hvor-
ugt,“ segir hún um efni Eddu.
– Hvernig ljóð eru þetta?
„Þetta eru bara tilfinningar og
myndir, svona tilfinningaljósmyndir. Í
þessu formi frekar en öðru af því mér
finnst auðveldast að skrifa í þessu
formi,“ svarar Harpa.
Hún segist hafa farið að skrifa ljóð
fyrir alvöru þegar hún hóf há-
skólanám, árið 2012. En hvers vegna
ljóð frekar en annað form bókmennta?
„Það er auðveldara að skrifa um erfið
mál í ljóðum, held ég,“ svarar Harpa.
Harpa starfar á sauðfjárbúi, sem
fyrr segir, og er hún spurð að því
hvort ekki sé þægilegt að yrkja fyrir
kindurnar þar sem þær séu góðir
hlustendur. „Þær grípa nú fram í,“
segir Harpa umkindurnar. Hefur hún
þá tekið eftir einhverju í ljóðunum
sem stuðar þær sérstaklega? „Nei, ég
les nú ekki mikið fyrir þær, ég hugsa
þetta bara og skrifa þegar ég er kom-
in heim,“ svarar Harpa, létt í bragði.
„Maður hugsar mjög mikið þegar
maður umgengst sauðfé,“ bætir hún
við.
Harpa segist hafa lagt upp með að
segja sögur í ljóðabókinni. „Svo fékk
ég ritstjóra og hún benti mér á að ég
Tilfinningar
og myndir
Harpa hlýtur Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar fyrir Eddu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Höfða Harpa Rún tók í gær við Bókmenntaverðlaunum Tómasar Guðmundssonar fyrir ljóðahandritið Eddu.
mætti ekki alltaf vera að segja sögur,
ég þyrfti að hvíla fólk inni á milli og þá
leitaði ég í náttúruna.“
– Hvernig er að fá þessi verðlaun
fyrir fyrsta ljóðahandritið?
„Það er auðvitað alveg sturlað,“
svarar ljóðskáldið og hlær við.
Að lokum er Harpa spurð að því
hvað hún ætli að gera við verðlauna-
féð? Rennur það í ljóðasjóð? „Ég er að
byggja hús þannig að þetta mun koma
sér mjög vel,“ svarar hún. Mögulega
muni hún kaupa sér fínt skrifborð og
blekpenna.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það eru spennandi tímar framundan,“ segir
Egill Heiðar Anton Pálsson sem ráðinn hefur
verið leikhússtjóri Hálogalandsleikhússins
(Hålogaland Teater) í Tromsø í Norður-
Noregi. Hann tekur formlega við starfinu 1.
ágúst 2020 og er ráðinn til fimm ára, en mun
starfa í hálfu starfi samhliða núverandi stjórn-
endum frá og með næstu áramótum á sama
tíma og hann sinnir kennslu í leikstjórn við
Ernst-Busch-leiklistarháskólann í Berlín þar
sem hann hefur verið prófessor frá árinu 2013.
„Það er ánægjulegt að sjá hversu mikla
áherslu Norðmenn leggja á menningu í ein-
hverju dreifbýlasta hluta landsins og hversu
miklu fjármagni er varið í menningarstarfið
þarna,“ segir Egill og bendir á að velta
Hálogalandsleikhússins á ársgrundvelli sé
meiri en einn milljarður íslenskra króna.
Féll fyrir leikhúsinu og fólkinu
„Leikhúsið var vígt árið 2005 og rúmar þrjú
góð leiksvið, verkstæði og stóran og skemmti-
legan leikhúsbar sem er fullur af lífi og líka
nýttur sem leikrými,“ segir Egill og bendir á
að að jafnaði séu settar upp 12-14 uppfærslur á
ári auk þess sem leikhúsið fari reglulega í leik-
ferðir í norðurhluta Noregs. „Maður finnur
hvað menningarstarfið er mikilvægt fólkinu
sem býr þarna fyrir norðan heimskautabaug,“
segir Egill sem er vel kunnugur Hálogalands-
leikhúsinu þar sem hann hefur leikstýrt sýn-
ingunum Tidens korthet (Stytting tímans) og
Blå åker (Blái akurinn) sem fara fljótlega aftur
á svið hjá leikhúsinu og í framhaldinu í leik-
ferðir um Norður-Noreg. „Ég er mjög ánægð-
ur með það og ætla að fylgja þeim eftir til að
kynnast landshlutanum betur,“ segir Egill og
tekur fram að hann sé fullur tilhlökkunar.
„Mér finnst mjög gaman að fá tækifæri til
að skipta um umhverfi og færa mig úr leik-
stjórastólnum og kennslunni í leikhússtjóra-
stólinn,“ segir Egill. Aðspurður segist hann þó
ekki hættur að leikstýra eða sinna leik-
stjórnarkennslu, en Egill hefur sinnt leik-
listar- og leikstjórnarkennslu frá 2004, fyrst
við Listaháskóla Íslands og síðan við Leiklist-
arskólann í Kaupmannahöfn áður en hann
fluttist til Berlínar. Á sama tíma hefur hann
leikstýrt í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Þýska-
landi og á Íslandi.
Alls sóttu átta um starf leikhússtjóra Há-
logalandsleikhússins. Spurður hvað réði för
þegar hann sótti um starfið svarar Egill um
hæl að það hafi verið ævintýraþráin. „Mér leið
svakalega vel í leikhúsinu þegar ég var að leik-
stýra Tidens korthet og Blå åker. Ég féll
hreinlega bara fyrir þessum landshluta, fólk-
inu, leikhúsinu og starfsfólkinu þar. Þegar
tækifærið gafst ákvað ég að grípa gæsina og
sækja um starfið og reyndist síðan svo hepp-
inn að þeim fannst jafn spennandi og mér að fá
mig til starfa,“ segir Egill sem flyst ásamt fjöl-
skyldu sinni búferlum frá Berlín til Tromsø
næsta sumar. „Ég mun þó áfram vera viðloð-
andi Ernst-Busch-leiklistarháskólann og sinna
fjölþjóðlegu verkefni á sviði leikstjórnar-
kennslu sem nefnist Alexandria Nova sem fyrr
á árinu hlaut þriggja ára Evrópustyrk til að
rannsóknar og uppbyggingar á bókasafni um
leikstjórn.“
Stofna nýja hátíð um norðurslóðir
Hefð er fyrir því að leikstjórar sem setjast í
stól leikhússtjóra leikstýri reglulega hjá leik-
húsinu sínu. Aðspurður segist Egill reikna
með að leikstýra um tveimur sýningum á
hverju leikári hjá Hálogalandsleikhúsinu.
„Þetta er stórt og mikið leikhús sem hefur alla
burði til að vaxa á næstu árum. Það er í góðum
og sterkum tengslum við grasrótina samtímis
sem það á gott samstarf við aðrar öflugar
menningarstofnanir hér í Norður-Noregi,“
segir Egill og nefnir í því samhengi listahátíð-
ina Festspillene í Harstad þar sem Ragnheið-
ur Skúladóttir var fyrr á árinu ráðin stjórn-
andi.
Að sögn Egils féll framtíðarsýn hans um
Hálogalandsleikhúsið vel að hugmyndum
heimamanna. „Við erum sammála um hvernig
við ætlum að leiða leikhúsið inn í framtíðina og
sú vinna er í raun þegar byrjuð. Í okkar huga
þarf Hálogalandsleikhúsið að verða að þjóð-
leikhúsi Norður-Noregs. Það þarf að gerast
með breidd í verkefnavali á bæði nýjum og
eldri verkum. Efla þarf deildina sem skipu-
leggur og heldur utan um allar leikferðir þann-
ig að þær verði stærri hluti af starfsemi húss-
ins. Samtímis þarf að styrkja barna- og
unglingadeild leikhússins og senda þær sýn-
ingar í leikferðir, þannig að öll börn í Norður-
Noregi fái tækifæri til að sjá þær. Jafnframt
ætlum við að stofna hátíð sem nefnist The
Arctic Circle Playwright Festival með aðkomu
allra þeirra landa sem liggja að norður-
skautinu. Við finnum fyrir mikilli þörf lista-
fólks til að tjá sig um það sem er að gerast
vegna loftslagsbreytinga og baráttunni um
auðlindirnar sem í norðrinu liggja sem leitt
hefur til aukins vígbúnaðar á norðurhvelinu.
Þetta er að verða ofboðslegur pólitískur hita-
pottur sem við setjum á oddinn,“ segir Egill og
viðurkennir fúslega að markmið hans sé einnig
að fjölga áhorfendum í Hálogalandsleikhúsinu,
en á síðustu árum hefur fjöldi áhorfenda sveifl-
ast frá 65 til 100 þúsund manns á ári.
„Spennandi tímar framundan“
Egill Heiðar Anton Pálsson ráðinn leikhússtjóri Hálogalandsleikhússins til næstu fimm ára
Ljósmynd/Jan Fredrik Frantzen
Leikhússtjóri Egill
Heiðar Anton Pálsson.