Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sútunarverksmiðjan Atlantic Leat- her á Sauðárkróki hefur verið úr- skurðuð gjaldþrota. Skiptastjórinn hefur sagt upp öllum starfsmönnum en þeir voru fjórtán talsins. Skrif- stofustjóri stéttarfélagsins telur að flestir ættu að geta fundið vinnu en hann sér eftir fyrirtækinu, aðdrátt- arafli þess fyrir ferðafólk og þekk- ingunni sem þar hafði verið byggð upp. Eigandi Atlantic Leather óskaði eftir gjaldþrotaskiptum hjá Héraðs- dómi Norðurlands vestra og var úr- skurður kveðinn upp sl. miðvikudag. Þá var jafnframt Stefán Ólafsson, hæstaréttarlögmaður hjá Pacta lög- mönnum á Blönduósi, skipaður skiptastjóri. Stefán segist hafa rætt við eigend- ur og nokkra kröfuhafa og segir það niðurstöðu sína að útlit sé fyrir að þessi starfsemi leggist nú af, því mið- ur. Forverar þessa fyrirtækis hafa áður farið í þrot, síðast Loðskinn á árinu 2016, en ávallt risið upp aftur. Skiptastjórinn hefur sagt upp öllu starfsfólkinu, 14 að tölu, og er byrj- aður á því að undirbúa það verk að koma eignum félagsins í verð. Það eru aðallega vélar í verksmiðjunni, birgðir og skrifstofubúnaður og hugsanlega einhverjar útistandandi kröfur. Kröfur innan við 150 milljónir Stefán segir að kröfuhafar séu margir, hluthafar og Landsbankinn séu væntanlega stærstir. Samkvæmt lista sem hann fékk frá eiganda eru skuldir innan við 150 milljónir. Starfsfólk fékk laun greidd, næstum til síðasta dags rekstursins. Auglýs- ing um innköllun krafna birtist í Lögbirtingablaðinu einhvern næstu daga og hafa kröfuhafar tvo mánuði til að lýsa kröfum. Bjarki Tryggvason, skrifstofu- stjóri hjá Öldunni stéttarfélagi, segir að gott atvinnuástand sé í Skagafirði og því sé von til þess að starfsfólkið komist í önnur störf. Hann veit til þess að sumir hafi þegar fengið boð um starf. Hann segir þó slæmt að missa þetta fyrirtæki úr rekstri. Það sé eina sútunarverksmiðja landsins og hafi meðal annars þróað sútun á fiskroði. Gestastofa Sútarans hafi haft mikið aðdráttarafl fyrir ferða- fólk á Sauðárkróki. Bjarki segir að hlutverk stéttar- félagsins sé að aðstoða starfsfólkið. Það hafi verið hvatt til að sækja strax um atvinnuleysisbætur. Þá verði lögmenn félagsins fengnir til að gera kröfur til Ábyrgðarsjóðs launa vegna launa á uppsagnarfresti, orlofs og annarra greiðslna sem kunni að vera óuppgerðar. Atlantic Leather í gjaldþrotaskipti  Skiptastjóri telur ekki líkur á að rekstri verði haldið áfram og segir öllum starfsmönnum upp vinnu  Gott atvinnuástand í Skagafirði og líkur á að fólkið fái aðra vinnu  Eftirsjá að fyrirtækinu Af vef Atlantic Leather Fiskileður Sútunarverksmiðjan Atlantic Leather hefur unnið brautryðj- andastarf í sútun á fiskroði. Leðrið er selt út um allan heim. Þeir eru ýmsir staðirnir sem vekja áhuga ferðamanna sem leggja leið sína til Reykjavíkur. Nú er algeng sjón að sjá ferðamenn stilla sér upp við hlið skrúfuhrings á Boðatorgi. Ekki verður annað séð en að hann veki lukku hjá þessum ferðamönnum og hefur hann verið notað sem leiktæki fyrir unga sem aldna. Skrúfuhring- urinn var sýningargripur á sjávarútvegssýningu en stóð svo lengi við Mýr- argötu og athafnasvæði Stálsmiðjunnar áður hann fékk sinn nýjasta sama- stað. Morgunblaðið/Eggert Skrúfuhringurinn vekur lukku NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? „Það vekur furðu og vonbrigði að þrátt fyrir stórbreytta umferð og búskap í landinu skulum við enn vera með sérreglur um þau svæði landsins þar sem sveitarstjórnir ákveða að setja ekki bann við lausa- göngu búfjár,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Vísar hann þar til dóms sem féll í Landsrétti um að bifreiðareigandi bæri ábyrgð á tjóni sem varð þegar hestar voru utan girðingar og fóru í veg fyrir bíl sem hann ók. Mikið tjón varð á bílnum en enginn far- þegi slasaðist. Eitt hrossanna féll og annað fékk áverka. FÍB hefur áður tjáð sig um sam- bærileg mál þegar félagið skilaði séráliti í umsögn um vegalög sem samþykkt voru 2007. „Þetta er mjög viðamikið öryggismál og bagalegt að þetta sé í þessum far- vegi gagnvart al- menningi,“ segir Runólfur. Hann telur það mikil- vægt að algjört bann ríki við lausagöngu búfjár við þjóðvegi og að það sé ekki á færi sveitarfélaga að ákveða hvaða háttur sé hafður á á hverjum stað. Skagafjörður er eitt fárra sveitarfélaga á landinu þar sem þessu hefur ekki verið breytt. Í lýsingu á málsatvikum kemur fram að ökumaður hafi ekki haft tök á því að bregðast við aðstæðum og að hann hafi ekið á löglegum hraða. Myrkur var þegar slysið varð. Hræðileg slys hafa orðið Runólfur bendir á að hræðileg slys hafi orðið við sambærilegar að- stæður. Mikilvægt sé að samgöngu- ráðherra og ráðherra landbúnaðar- mála geri breytingar á vegalögum þess efnis að lausaganga verði al- farið bönnuð og á ábyrgð búhald- ara. Eins sé mikilvægt að tryggja gagnsæi löggjafarinnar. Sveitar- félög landsins séu mörg og ótækt að leggja það á vegfarendur að þekkja þessi málefni þegar þeir eiga leið um einstök sveitarfélög þar sem lausaganga er leyfð. vidar@mbl.is Banna beri lausagöngu  Ógagnsæi þegar hvert sveitarfélag ákveður reglur um lausagöngu búfjár  FÍB biðlar til ráðherra um breytingar Runólfur Ólafsson Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að fráleit aðför Íslandsbanka að ritstjórnarlegu sjálfstæði fjölmiðla þjóni ekki hagsmunum jafnréttisbar- áttunnar og það verði að gera þær kröfur til banka í eigu almennings og þeirra sem stýra þar málum í umboði hans að þeir vandi betur til verka. Í tilkynningu frá félaginu er vísað til aðgerða Íslandsbanka um að hætta kaupum á auglýsingum í fjölmiðlum þar sem bankinn telur ríkja afgerandi kynjahalla meðal starfsfólks og við- mælenda. „Það er því ekki nýtt að fjársterkir og valdamiklir aðilar í landinu reyni að hlutast til um umfjöllunarefni fjöl- miðla og hafa áhrif á þau, en ömur- legt að upplifa það að fyrirtæki í eigu almennings hagi sér með þessum hætti. Allar slíkar tilraunir eru í and- stöðu við alþjóðlegar skuldbindingar um frelsi fjölmiðla.“ Þá er bent á að ritstjórnarlegt sjálfstæði fjölmiðla sé grundvallaratriði í lýðræðisumræðu nútímans. Að öðrum kosti sé hættan sú að samfélagið sé ekki endur- speglað með hlutlægum hætti. „Þess vegna mun Blaðamannafélag Íslands ávallt berjast gegn hvers kyns til- raunum til að hafa áhrif á ritstjórnar- legt sjálfstæði fjölmiðla, hvort sem þar á í hlut Fjölmiðlanefnd, eigendur eða auglýsendur.“ Harðorð ályktun frá BÍ  Fráleit aðför Íslandsbanka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.