Morgunblaðið - 26.10.2019, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eðli málsinssam-kvæmt er
framtíðin alltaf
utan seilingar en
þó getur ýmislegt
verið til marks
um það sem koma skal. Í
vísindaskáldskap er orðið
hversdagslegt að örflögum
sé stungið í fólk þannig að
hægt sé að fylgjast með því
öllum stundum. Nokkuð er
síðan farið var að gera þetta
við lifandi verur. Hér eru
örflögur settar í gæludýr
þannig að hægt er að lesa
upplýsingar um þau. Ekki
hefur verið amast við því að
þar með sé gengið á frið-
helgi einkalífs þeirra.
Í Svíþjóð tók ferðaskrif-
stofan TUI upp á því fyrir
skemmstu að bjóða starfs-
fólki upp á að láta setja í sig
örflögu í örlitlu glerhylki.
Hylkinu er stungið undir
húðina á milli þumalsins og
vísifingurs. Nú eru 115 af
500 starfsmönnum TUI í
Stokkhólmi með örflögu í
handarbakinu. Þeir geta
opnað dyrnar að skrifstofum
TUI með því að bera hönd-
ina að þar til gerðum skynj-
ara, gangsett prentara, opn-
að skápa og fengið aðgang
að sjálfsölum. Það er engin
hætta á að aðgangskortið
gleymist heima. Starfsmenn
TUI geta einnig notað flög-
una til að skrá sig inn í
stöðvar tveggja
líkamsræktarfyrirtækja í
Stokkhólmi.
Í Svíþjóð eru nokkur þús-
und manns með örflögur
undir húðinni og geta opnað
með þeim útidyrnar eða not-
að þær til að framvísa raf-
rænum lestarmiðum.
Dæmið frá Svíþjóð er ef
til vill ekki nothæft í hryll-
ingssögur. Örflagan, sem
TUI notar, geymir takmark-
aðar upplýsingar (minna en
kílóbæt) og flöguna er ekki
hægt að nota til að fylgjast
með ferðum manna. Hún
sendir ekki frá sér merki,
tengist ekki netinu og virkj-
ast aðeins í nánd við skynj-
ara.
Því má segja að snjall-
símar gefi mun meira færi
til eftirlits en sú frumstæða
örflaga, sem starfsmenn
TUI í Stokkhólmi ganga
með. Þá setur fólk sjálfvilj-
ugt alls kyns upplýsingar
um sjálft sig á netið. Mun-
urinn er þó sá að hægt er að
leggja farsímann frá sér (já,
það er hægt) og upplýsing-
arnar eru veittar af fúsum
og frjálsum vilja þótt ekki
hafi alltaf verið
hugsað til enda
hvað það geti
haft í för með
sér.
Spurningin er
hins vegar hvort
þetta sé aðeins upphafið. Í
framtíðinni verði fólk með
vegabréf, ökuskírteini og
greiðslukort í örflögu undir
húðinni. Svo mætti hugsan-
lega bæta við sjúkraskrám,
sakaskrá, kosningaþátttöku,
einkunnum úr skóla, upplýs-
ingum um hversu duglegir
menn eru að mæta í ræktina
fyrir tryggingafyrirtæki og
fleiru.
Svo mikið er víst að ör-
flögur til að setja í menn
með staðsetningarbúnaði eru
ekki langt undan.
Kínversk stjórnvöld hafa
ekki látið möguleika snjall-
tækninnar til að stjórna
fólki fram hjá sér fara. Þar
er fólk dregið í dilka og
flokkað eftir því hversu
þóknanlegt það er stjórn-
völdum. Vanskil eða gagn-
rýni á stjórnvöld geta haft í
för með sér að fólk verði
annars eða þriðja flokks
þjóðfélagsþegnar. Þar í
landi gæti aðeins verið tíma-
spursmál hvenær almenn-
ingur verður merktur með
örflögum.
Víðast hvar er þó líklegt
að þessari tækni verði tekið
með fyrirvara og tortryggni.
Á Evrópuþinginu varð um-
ræða um að setja örflögur í
launþega tilefni til þess að
skrifuð var skýrsla í fyrra.
Niðurstaða skýrsluhöfunda
var sú að ekki mætti skylda
starfsfólk til að vera með ör-
flögu undir húðinni og ráða
bæri fólki frá því að fallast
sjálfviljugt á að ganga með
örflögu af persónuvernd-
arástæðum. Það var ekki
síst vegna hættunnar á að
hægt yrði að brjótast inn í
flögurnar og hlera, afrita og
misnota þær með ýmsum
hætti.
Snjalltækninni fylgja mikil
þægindi. Hingað til hafa
neytendur látið þægindin
ganga fyrir persónuvernd-
inni. Það sem nú þykir sjálf-
sagt í þeim efnum var fyrir
nokkrum áratugum efniviður
í hrollvekjur. Ef eitthvað er
hægt að álykta út frá því má
búast við að eftir nokkur ár
muni áhyggjur út af vanga-
veltum um að stinga örflög-
um undir húðina á fólki
virka hlægilegar.
Þar með er þó ekki sagt
að það sé eitthvað fyndið við
þessa framtíðarsýn.
Er sá tími í vændum
að atvinnurekendur
setji örflögur í
starfsmenn?}
Merktir menn
A
lvarleg staða Landspítala hefur
mikið verið í umræðunni að und-
anförnu. Stjórnvöld hafa nú fyr-
irskipað 500 milljóna króna nið-
urskurð á næsta ári á sama tíma
og spítalinn þarf að vinna niður halla síðustu
ára. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
sagði aðspurður um stöðuna að það væri eitt-
hvað að í kerfi sem tæki sífellt við stórauknum
framlögum en lenti viðstöðulaust í vanda. Sagði
hann stjórnvöld hafa stóraukið framlög til
Landspítala og er það á margan hátt rétt, en
fjármálaráðherrann gleymir að botna setn-
inguna. Fjárframlög hafa aukist en er um að
ræða stóraukin framlög til óbreyttrar þjón-
ustu? Nei hreint ekki.
Stjórnvöld hafa undanfarin misseri ákveðið
að draga jafnt og þétt úr heilbrigðisþjónustu
utan höfuðborgarsvæðisins. Á Landspítala skulu allir
landsmenn sækja þjónustu auk rúmlega tveggja milljóna
ferðamanna sem koma hingað allt árið um kring. Það blas-
ir við að fjármagn hefur ekki fylgt fólksfjölgun, hækkandi
lífaldri landsmanna og umtalsverðri fjölgun ferðamanna
sem fjölgar verkefnum Landspítala. Á síðasta ári sendu
heilbrigðisstofnanir af öllu landinu Alþingi umsagnir í
tengslum við fjárlagavinnu. Samanlagt sögðu stóru stofn-
anirnar nauðsynlegt viðbótarfjármagn miðað við fjárlaga-
frumvarp vera 800 milljónir væri vilji stjórnvalda að halda
þjónustu óbreyttri. Þessa fjárhæð fengu þær ekki og þá
hafa heilbrigðisstofnanirnar þann kost einan að hætta að
veita umrædda þjónustu, slökkva og loka
ákveðnum deildum. En Landspítalinn hefur
ekki þá möguleika. Þau geta ekki bara slökkt
ljósin og lokað þjóðarsjúkrahúsinu sem á að
þjónusta alla landsmenn. Þar myndast bara
lengri og lengri biðlistar, sex mánuðir verða að
tólf og tuttugu og fjórum og ríkið og sjúklingar
kosta óhemju fé í skaðaminnkun. Ofan á þetta
ástand, skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á
stöðu heilbrigðisstofnana um allt land, nauðsyn
þess að veita þjónustu í heimabyggð og um-
talsverðan aukakostnað við að halda kerfinu í
þessum heljargreipum bætist svo skortur á
starfsfólki. Starfsfólki sem er hætt að láta
bjóða sér vaktavinnu án álagsgreiðslna á lág-
um launum. Hætt að láta bjóða sér framkomu
stjórnvalda sem semja fyrst fyrir forstjórana
og láta fólkið á gólfinu mæta afgangi. Hætt að
láta bjóða sér það að hlusta á ráðamenn tala um að það sé
eitthvað að kerfinu sem þau sjálf bjuggu til. Það er nefni-
lega miklu dýrara að senda alla til höfuðborgarinnar til að
bíða eftir nauðsynlegri læknisþjónustu. Það er miklu dýr-
ara að halda fólki óvinnufæru inni á biðlistum misserum
saman og það er miklu dýrara að senda fólk, sem beðið
hefur misserum saman á biðlistum, til útlanda í nauðsyn-
legar aðgerðir. Þetta kallast óskynsamleg hagstjórn og því
miður virðast íslensk stjórnvöld vera sérfræðingar í því.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Já, það er eitthvað að slíku kerfi
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar
Helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Starfshópur um hvernig dragamá úr fordómafullri umræðuum geðheilbrigðismál í fjöl-miðlum hefur skilað niður-
stöðu í formi viðmiða um hvernig
fjalla má um þessi mál á fordóma-
lausan hátt.
Þegar leitað var að fólki í starfs-
hópinn var haft samband við Geð-
hjálp, þar sem Anna Gunnhildur
Ólafsdóttir var framkvæmdastjóri.
Hún hafði áður starfað sem blaða-
maður á Morgunblaðinu og var hún
beðin að stýra starfshópnum. Auk
hennar sátu í hópnum Margrét Er-
lendsdóttir, upplýsingafulltrúi heil-
brigðisráðuneytisins, Jóna Pálsdóttir
jafnréttisfulltrúi, Ragnhildur Að-
alsteinsdóttir, varaformaður Blaða-
mannafélags Íslands, Sigrún Ólafs-
dóttir prófessor og Stefán Gauti frá
Samráðsvettvangi geðúrræðanna á
höfuðborgarsvæðinu.
„Í vinnu við aðgerðaráætlun
stjórnvalda í geðheilbrigðismálum
kom fram að mikilvægt væri að fjöl-
miðlar fjölluðu um geðheilbrigðismál
og sjálfsvíg á vandaðan hátt til að ýta
ekki undir fordóma,“ sagði Anna
Gunnhildur. Hún sagði að einnig hefði
komið fram að fjölmiðlafólk væri
stundum óöruggt varðandi hugtak-
anotkun þegar ætti að fjalla um þessi
svið. Því hefði verið ákveðið að móta
viðmiðin. Í þeim er t.d. lagt til að í um-
fjöllun um fólk sem glímir við geðræn
veikindi sé alla jafna notast við skil-
greininguna „fólk með geðrænan
vanda“ í skýrslunni.
„Það verður að taka skýrt fram
að þetta eru ekki reglur, enda á ekki
að setja fjölmiðlum reglur um um-
fjöllun. Þeir verða að hafa frelsi.
Fjórða valds hlutverk þeirra er
gríðarlega verðmætt. Þetta eru því
viðmið.“
Geðheilbrigði og sjálfsvíg
Ákveðið var að skipta verkefninu
í tvennt, annars vegar viðmið varð-
andi almenna umfjöllun um geðheil-
brigðismál og hins vegar umfjöllun
um sjálfsvíg.
Einnig var ákveðið að miða við-
miðin við fréttaflutning en ekki dæg-
ur- og afþreyingarefni. Horft var til
hefðbundinna ljósvaka- og prentmiðla
en ekki samfélagsmiðla. Anna sagði
að viðmiðin ættu þó að mörgu leyti
einnig við um samfélagsmiðla þar sem
almenningur gegndi hlutverki rit-
stjóra.
Leitað var fanga bæði innan
lands og utan. Ekki fannst mikið af ís-
lensku efni um þetta málefni og ekki
var heldur um auðugan garð að gresja
í útlöndum. „Við fundum ágætar leið-
beiningar frá Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni (WHO) varðandi um-
fjöllun um sjálfsvíg og studdumst
mikið við þær í þeim kafla,“ sagði
Anna. „Við töluðum líka við notendur
geðheilbrigðisþjónustunnar, aðstand-
endur, heilbrigðisstarfsfólk og fjöl-
miðlafólk og spurðum hvað þeim þætti
mikilvægt að kæmi þarna fram.“
Anna sagði það jákvætt að auk-
inn áhugi hefði verið á geðheilbrigðis-
málum undanfarin ár. Góð og fagleg
umfjöllun hefði verið í ýmsum fjöl-
miðlum um þau mál t.d. á mbl.is og
Stöð 2. Einnig væru til dæmi um um-
fjöllun sem stuðlaði að fordómum
gagnvart fólki með geðrænan
vanda.
Á það er m.a. bent í við-
miðunum að margir takist ein-
hvern tíma á við geðrænan
vanda. Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunin (WHO) telur
að fjórðungur íbúa á
Vesturlöndum fái ein-
hvern tíma á ævinni
einkenni sem megi
jafna við geð-
röskun.
Viðmið við umfjöllun
um geðheilbrigði
Viðmið í umfjöllun um geð-
heilbrigðismál í fjölmiðlum
verða kynnt á opnum morg-
unverðarfundi „Aðgát skal
höfð“ á Grand hóteli,
Hvammi, fimmtudaginn 31.
október klukkan 9 til 10.30.
Heilbrigðisráðuneytið boðar
til fundarins.
Þar munu Anna G. Ólafs-
dóttir, formaður nefndar heil-
brigðisráðherra, og Ragnhild-
ur Aðalsteinsdóttir,
varaformaður BÍ, kynna við-
miðin. Kristinn Rúnar Krist-
insson baráttumaður mun
fjalla um mörk fjölmiðla.
Lóa Pind Aldísardóttir
fjölmiðlakona talar um
nálgun og viðmið í þátta-
gerð sinni. Aldís Baldvins-
dóttir segir frá reynslu
sinni. Síðan verða um-
ræður. Fundarstjóri
verður Ingibjörg
Sveinsdóttir.
Morgunverð-
arfundur
VIÐMIÐIN KYNNT
Anna
Gunnhildur
Ólafsdóttir
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölmiðlar Viðmið til að draga úr fordómafullri umræðu í fjölmiðlum um
geðheilbrigðismál má lesa í heild á vef heilbrigðisráðuneytisins.