Morgunblaðið - 26.10.2019, Qupperneq 34
34 UMRÆÐAN Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 2019
AKURINN kristið samfélag | Samkoma
kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn.
ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré-
dikar. Félagar úr kór Árbæjarkirkju leiða
sönginn. Organisti er Krístín Jóhannesdóttir.
Barnastarf á sama tíma í safnaðarheimili
kirkjunnar. Kaffi og spjall eftir stundina.
ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Barn verður skírt. Séra Sigurður Jónsson
þjónar fyrir altari og prédikar. Séra Dagur
Fannar Magnússon annast samverustund
sunnudagaskólans. Félagar úr Kór Áskirkju
leiða sönginn. Orgelleikari er Bjartur Logi
Guðnason. Kaffisopi í Dal eftir messu.
BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í
Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón með stund-
inni hafa Sigrún Ósk, Þórarinn og Guð-
mundur Jens.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Magnús Björn Björnsson
þjónar ásamt Steinunni Þorbergsdóttur og
Steinunni Leifsdóttur.Tómasarmessa kl. 20.
Sr. Kristján Björnsson vígslubiskup prédikar.
Gospelkór Smárakirkju leiðir söng.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11.
Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og
Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14.
Liður í bleikum október í Bústaðakirkju.
Gospelkórinn undir stjórn Þórdísar Sævars-
dóttur ásamt kantor Jónasi Þóri. Messuþjón-
ar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjóna.
Dómkirkja Krists konungs, Landakoti |
Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl.
10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18
á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og
fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa og barnastarf
klukkan 11. Prestur er Sveinn Valgeirsson,
Kári Þormar og Dómkórinn.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudagaskólinn
kl. 10.30. Messa kl. 14. Sr. Þorgeir Arason.
Organisti er Torvald Gjerde. Kór Egilsstaða-
kirkju. Kaffisopi eftir messu. Jól í skókassa:
Móttaka í Safnaðarheimilinu laugardag kl.
10-14. Sjá: skokassar.net
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson þjónar og prédikar. Guðrún Mar-
grét Halldórsdóttir, nemandi frá Söngskól-
anum í Reykjavík, syngur einsöng. Kór kirkj-
unnar syngur. Organisti er Matthías Páll
Harðarson. Sunnudagaskóli í umsjá Mörtu
og Ásgeirs. Meðhjálpari er Kristín Ingólfs-
dóttir. Kaffisopi eftir stundina.
GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson, Margrét
Árnadóttir kórstjóri og Guðjón Jónsson
tónlistarmaður hafa umsjón með stundinni.
GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og
þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson
og Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Sunnu-
dagaskóli á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón
hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður
Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birki-
sson.
GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í
SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Arna Ýrr
Sigurðardóttir prédikar og þjónar. Organisti
er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir
söng.
GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur
er María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir. Um
tónlistina sjá Antonía Hevesi og Kirkjukór
Grensáskirkju. Messuhópur þjónar ásamt
fermingarfjölskyldum. Heitt á könnunni á
undan og eftir messu. Miðvikudaginn 30.
október er síðdegissamvera kl. 17.30-19.
Stofukórinn syngur, Helga Vilborg Sigurjóns-
dóttir segir frá störfum sínum fyrir íslenska
kristniboðið. Létt máltíð, verð kr. 1.500,
skráning í síma 528 4410.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs-
þjónusta og barnastarf kl. 11.
Prestur er Karl V. Matthíasson, organisti er
Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju
syngur. Sunnudagaskólinn í umsjá Péturs
Ragnhildarsonar, blöðrudagur. Meðhjálpari
er Guðný Aradóttir og kirkjuvörður er Lovísa
Guðmundsdóttir. Kaffi og djús í boði eftir
messuna.
HALLGRÍMSKIRKJA | Hallgrímsmessa og
barnastarf kl. 11 við 345. ártíð Hallgríms
Péturssonar. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt dr. Sigurði
Árna Þórðarsyni. Messuþjónar aðstoða. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn
Harðar Áskelssonar. Organisti er Björn
Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs
Bogi Benediktsson og Rósa Árnadóttir. Ensk
messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarna-
sonar.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Karlakór
Reykjavíkur syngur, undir stjórn Friðriks
Kristinssonar, organisti er Una Haralds-
dóttir.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson.
Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta á
sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl.
13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á
orgelið. Almennur söngur. Vinir og vanda-
menn heimilisfólks velkomnir með sínu fólki
og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks
milli hæða.
HRAFNISTA HAFNARFIRÐI | Guðsþjón-
usta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafn-
istukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti og
kórstjóri er Böðvar Magnússon. Ritning-
arlestra les Helga Árnadóttir. Meðhjálpari
Ingibjörg Hinriksdóttir. Sr. Svanhildur Blön-
dal prédikar og þjónar fyrir altari.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam-
koma kl. 11. Service. Translation into Engl-
ish. Samkoma á spænsku kl. 13. Reunió-
nes en español. Samkoma á ensku kl. 14.
English speaking service. Samkoma Fíló+
kl. 20.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn |
Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta kirkna á
Norðurlöndum í Gustafskirkjunni, sænsku
kirkjunni í Kaupmannahöfn, kl. 16. Þema
guðsþjónustunnar er Hvar finn ég mig
heima? Ágúst Einarsson predikar. Kaffi,
kleinur, pönnukökur og samtal að guðsþjón-
ustu lokinni. Færeyskur söngur og hring-
dans.
ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam-
koma kl. 13 með lofgjörð, fyrirbænum og
barnastarfi. Ragnar Schram prédikar. Kaffi
að samverustund lokinni.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Messa kl. 11 og
sunnudagaskóli. Kór Keflavíkurkirkju og Arn-
ór Vilbergsson organisti leiða söng og tón-
list. Séra Fritz Már Jörgensson þjónar fyrir
altari. Eftir stundina er súpa í kirkjulundi.
Miðvikudaginn 30. október kl. 12 er kyrrð-
arstund í kapellu vonarinnar. Boðið upp á
súpu í kirkjulundi eftir athöfnina.
KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa kl. 14 í
Kaffi Port. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir
leiðir stundina. Sr. Bjarni Karlsson prédikar.
Anna Sigríður Helgadóttir og Aðalheiður Þor-
steinsdóttir sjá um tónlistarflutning.
KÓPAVOGSKIRKJA | Tónlistarmessa kl.
11. Sr. Sigurður Arnarson prédikar og þjónar
fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir
stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar.
Sunnudagaskóli á sama tíma í safn-
aðarheimilinu Borgum.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir
þjónar. Fílharmónían syngur ásamt söng-
skólanemanum Ellerti Blæ Bjarneyjar- Guð-
jónssyni. Organisti er Magnús Ragnarsson.
Sara Gríms tekur á móti börnunum í sunnu-
dagaskólann. Léttur hádegisverður eftir
messu.
LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór
Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir org-
anisti flytja tónlist. Sr. Davíð Þór Jónsson
þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudaga-
skóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir.
Betri stofan, Hátúni 12, kl. 13. Helgistund
með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista.
29.10.: Kyrrðarkvöld kl. 20. Kristin íhugun.
Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina.
Húsið opnað kl. 19.40.
30.10.: Foreldrasamvera kl. 10-12.
31.10.: Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Há-
degisverður og opið hús á eftir.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudaga-
skóli kl. 11. 6-9 ára starf á sama tíma.
Guðsþjónusta kl. 20. Kór Lindakirkju undir
stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Guðni Már
Harðarson þjónar.
MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn
Þorvarldar Arnar Davíðssonar. Sr. Arndís G.
Bernhardsdóttir Linn leiðir helgihaldið.
Sunnudagaskóli í Lágafellskirkju kl. 13. Um-
sjón Þorvaldur og Arndís.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11.
Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Há-
skólakórnum syngja. Organisti er Gunn-
steinn Ólafsson. Prestur er Skúli S. Ólafs-
son. Umsjón Árni Árnason, Stefanía
Bergsdóttir og Ari Agnarsson. Samfélag og
kaffisopi á Torginu eftir messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Djassmessa kl.
14. Séra Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir alt-
ari. Kristján Fannar sér um tónlist, Petra
Jónsdóttir er messugutti, Ólafur Kristjáns
tekur á móti kirkjugestum. Maul eftir
messu. Barnastarf í safnaðarheimilinu.
SALT kristið samfélag | Sameiginlegar
samkomur Salts og SÍK alla sunnudaga kl.
17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-
60. Yfirskrift: Ísland í augum Guðs. Ræðu-
maður: sr. Kjartan Jónsson. Barnastarf.
Túlkað á ensku.
SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Óli og Jóhann leiða samveruna. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson
prédikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða
söng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson.
Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. Sr.
Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og Tóm-
as Guðni leikur á flygilinn.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Viðhorf til málræktar og mál-
stefnu fyrr og nú. Ari Páll Kristinsson rann-
sóknaprófessor talar. Guðsþjónusta og
sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur þjón-
ar. Organisti er Kristján Hrannar Pálsson.
Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnu-
dagaskólann. Félagar úr Kammerkór Sel-
tjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og
samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu.
Stund fyrir eldri bæjarbúa þriðjudaginn 29.
október kl. 14. Tindatríóið syngur lög úr
ýmsum áttum.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Axel Á. Njarðvík þjónar fyrir altari. Org-
anisti er Jón Bjarnason.
TORFASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Axel
Á. Njarðvík héraðsprestur þjónar fyrir altari.
Organisti er Jón Bjarnason.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðs-
þjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur
undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur
organista. Sr. Bragi J. Ingibergsson þjónar
með aðstoð messuþjóna kirkjunnar. Kaffi-
sopi í safnaðarheimili á eftir.
ORÐ DAGSINS: Jesús
læknar hinn lama.
(Matt. 9)
Undirritaður hefur
verið viðloðandi
Reykjalund síðastliðin
fimm ár, fyrst inniliggj-
andi í sex vikur og síð-
an sem notandi þeirrar
frábæru aðstöðu sem
sjúklingum býðst til
endurhæfingar á sjálfs
sín vegum, í sumum til-
fellum undir leiðbein-
ingum fagfólks.
Er 73 ára gamall. Hef unnið víða, á
Íslandi til sjós og lands, í Norður-
Ameríku og á Norðurlöndum. Hvergi
hef ég verið þar sem svo góðan starfs-
anda var að finna eins og á Reykja-
lundi fyrir þessa skyndilegu uppsögn
forstjórans, Birgis Gunnarssonar, og
framkvæmdastjóra lækninga, Magn-
úsar Ólasonar. Uppsagnirnar komu að
mér virðist öllum starfsmönnum á
óvart sem og flestum sem að einhverju
leyti tengjast starfsemi Reykjalundar,
hvort sem það eru sjúklingar eða ut-
anaðkomandi aðilar sem nýta sér hina
frábæru aðstöðu til endurhæfingar.
Það sem vakti manni óhug og
óbragð í munni var hvernig að upp-
sögnunum var staðið. Engar haldgóð-
ar skýringar voru gefnar, heldur málið
afgreitt með hroka og tilvísun í trúnað.
Hvaða trúnað? Af hverju trúnað? Á
ekki stjórn SÍBS að þjónusta félags-
menn eða er stjórnin orðin svo veru-
leikafirrt að hún geti gert það sem
henni sýnist? Að hún sé orðin eitthvert
yfirvald, hafin yfir allt og alla hvað
varðar ákvarðanatökur í nafni SÍBS?
Nafn SÍBS hefur í huga flestra ver-
ið tengt þeim gildum að láta gott af sér
leiða, en þessi síðasti gjörningur
stjórnar SÍBS hefur ekkert með það
að gera.
Ég er meðlimur í samtökum
lungnasjúklinga sem eiga fulltrúa í
stjórn SÍBS, er einnig í Hollvina-
samtökum Reykjalundar.
Ég á rétt á, ásamt öllum þeim sem
málið varðar, að vita hvað olli þessum
uppsögnum, ég vil fá haldbærar skýr-
ingar, ekki hrokafullt svar með til-
vísun í trúnað. Nú er árið 2019, ekki ár
leyndarhyggju og einræðis, heldur á
allt að vera uppi á borðum þegar svona
alvarlegir hlutir gerast,
núna er ekki 1950/60
þegar svona aðferða-
fræði stjórnenda við
uppsagninir tíðkaðist
oft, því miður.
Það er óumdeilt að
vellíðan sjúklinga og
bati byggist á góðri
vinnuaðstöðu starfs-
fólks, vellíðan, starfs-
öryggi og ekki síst
trausti á yfirmönnum.
Nú þegar þetta er
skrifað hafa þrír læknar sagt upp
störfum og hver veit hvað annað
starfsfólk er að hugsa.
Ástæðan er eins og allir vita að
stjórn SÍBS, með formann stjórnar í
broddi fylkingar, hefur komið fram
við áðurnefnda, Birgi og Magnús,
með svo ómanneskjulegum hætti að
það er fáheyrt. Hvað næst? Starfs-
maður sem ekki er sammála ein-
hverju sem kemur frá SÍBS, verður
hann líka rekinn?
Hvað með stjórn SÍBS? Hefur hún
einhverja þekkingu á endurhæfingu?
Á hún yfir höfuð að vera að skipta sér
beint af starfseminni á Reykjalundi?
Ég held ekki, samanber ráðningu nýs
framkvæmdastjóra lækninga. Hann
er góður maður, flinkur geðlæknir en
hann er ekki sérfræðingur í endur-
hæfingarlækningum, þ.e.a.s. líkam-
legum. Þegar þú færð tannpínu ferðu
ekki til lögfræðings heldur tann-
læknis.
Ég legg til að stjórn SÍBS aftur-
kalli uppsagnirnar, láti heilbrigðis-
starfsfólkið á Reykjalundi vinna í friði
það sem það best kann. Stjórn SÍBS
geri það sem hún er kosin til,
þ.e.a.s. að hafa hag umbjóðenda
sinna í fyrirrúmi.
Óskiljanlegar upp-
sagnir á Reykjalundi
Eftir Kjartan
Mogensen
Kjartan Mogensen
» Á ekki stjórn SÍBS
að þjónusta félags-
menn eða er stjórnin
orðin svo veruleikafirrt
að hún geti gert það sem
henni sýnist?
Höfundur er landslagsarkitekt.
Holtsgata 18, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
4. herbergja parhús á tveimur hæðum, miðsvæðis í Njarðvík
Stutt í skóla, leikskóla og þjónustu.
Stærð 122,8 m2
Júlíus M. Steinþórsson s. 899 0555
Löggiltur fasteignasali
Verð kr. 39.800.000.-
Jóhannes Ellertsson s. 864 9677
Löggiltur fasteignasali
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Atvinna